Tuesday, April 05, 2011



I will shape myself into your pocket
Invisible
Do what you want
Do what you want

I will shrink and I will disappear
I will slip into the groove and cut me off
And cut me off

There's an empty space inside my heart
Where the weeds take root
And now I'll set you free
I'll set you free

There's an empty space inside my heart
Where the weeds take root
So now I'll set you free
I'll set you free

Slowly we unfurl
As lotus flowers
'Cause all I want is the moon upon a stick
Just to see what if
Just to see what is
I can't kick your habit
Just to feed your fast ballooning head
Listen to your heart

Sunday, April 03, 2011

Sufjan Stevens

Ég er núna í þónokkurn tíma búin að vera að hlusta á nýjasta afsprengi Sufjans Stevens Age of Adz- og það vinnur og vinnur og vinnur á oghin fínasta plata (maður þarf samt alveg að hlusta nokkrum sínum til að venjast).

Sufjan Stevens hefur fylgt mér lengi lengi lengi og má í raun segja að hann hafi á sínum tíma bjargað lífi mínu, þar sem ég fann skyndlegan lífskraft og vilja á ákveðnu tímabili í lífi mínu sem hjálpaði mér mikið, þannig að ég eyddi mörgum kvöldum í það að keyra um og hlusta á diksinn Seven Swans í botni (ennþá uppáhalds diskurinn minn með honum). Honum til heiðurs (Seven Swans) ætla ég að birta eitt lag hér, hugsanlega það lag sem hefur haft mestu áhrif á mig af öllum lögum í heiminum. Það er ekkert betra en að keyra um í kolniðamyrkri, helst stjörnubjartur himininn og blasta þetta lag í botn!



Vá mig langar skyndilega að pósta öllum lögunum af Seven Swans hérna, vekur upp minningar. En hvet amk alla til að hlusta á diskinn, hann er einfaldlega of góður.

En varðandi nýju plötuna hans þá eru nokkur mjög góð lög t.d Vesuvius...





oooog Futile Devices er fínt


I want to be well...



Svo er fínt að enda þetta á einu gömlu og góðu live- vídjói:




"It just helps us to feel unified"


ooooog svo eitt af Illinois disknum....



Eða kannski eitt í viðbót, eitt fallegasta lag allra tíma, og í senn ógnvekjandi og hryllilegt:




Ég er hætt... gæti samt gert þetta í allan dag.

Bless.

Monday, March 28, 2011

Oh Land!

Nanna Øland eða (Oh land) er búin að gefa diskinn sinn, LOKSINS! Hann er snilld, mæli með honum! Ég uppgötvaði Oh Land snemma í fyrrahaust og er búin að fylgjast með henni rísa mjög hratt. Algjör snilld, eitthvað sem allir verða að hlusta á! Svo er hún líka svo fáranlega fine!




&g

t;

Víííí........ ætla að halda áfram að læra!

Tuesday, March 22, 2011

Nick Drake


When I was young, younger than before
I never saw the truth hanging from the door
And now I'm older see it face to face
And now I'm older gotta get up clean the place.

And I was green, greener than a hill
Where flowers grew and the sun shone still
Now I'm darker than the deepest sea
Just hand me down, give me a place to be.

And I was strong, strong in the sun
I thought I'd see when day is done
Now I'm weaker than the palest blue
Oh, so weak in this need for you.


When the day is done
Down to earth then sinks the sun
Along with everything that was lost and won
When the day is done.



It's a pink, pink, pink, pink, pink moon.


Wednesday, March 16, 2011

Leonard Cohen

Eitt það fallegasta sem ég veit er Leonard Cohen. Ég kynntist honum fyrst almennilega þegar ég var 14 ára gömul, heima hjá ömmu á Eyraveginum og fann þar vinyl plöturnar hennar og ákvað af forvitni að hlusta og hef síðan þá verið gjörsamlega dolfallinn aðdándi hr Cohens.

Leonard Cohen hefur reyndar fylgt mér frá því ég var pínulítil stelpa, það er nefnilega þannig að það er hefð á Sólbakka á áramótunum að skella So long Marianne á fóninn og dansa saman við það fallega fallega lag. Mjög epísk stund alltaf hreint, en algjörlega ómissandi þáttur í nýju ári - að dansa við Cohen!

Í fyrra ákvað ég að reyna að finna hver þessi Marianne væri og hver sagan á bakvið þetta magnaða lag væri. Komst að því eftir ekki langa leit að komst ég að því að lagið er um norsku konuna Marianne Jensen (Ihlen) sem átti í rómans við Coehn á grísku eyjunni Hydru 1960. Þau áttu í eldheitu ástarsambandi í nokkur ár en svo skildu leiðir. Þannig að lagið er um hana og þeirra samband.

Í kjölfarið fór ég á youtube og fann þar nokkur áhugaverð vídjó:



Hér er hann að syngja lagið á tónleikum og brotnar niður í miðju lagi.




Hér er tjáir Cohen sig um sambandið "somehow Marianne came into my arms"



Pínu spes en hér er Marianne sjálf að raula með laginu.. orðin meira en 60 ára..

Ég veit ekki, ég er ekki mjög rómantísk eða væmin kona, en þetta finnst mér svolítið fallegt.

Friday, February 25, 2011

Fegurð Amélie

Blubber the suicidal Goldfish er uppáhald! Þegar maður horfir á Amélie þá verður allt svo fagurt og gott. Gott leynivopn ef maður er eitthvað súr að horfa á Amélie. Enda hef ég horft á hana óteljandi oft, enda oft verið súr eheh.



Lífið er listaverk.. ég er hægt og rólega að ná tökum á penslinum!


Ég elska svínalampann hennar!




Monday, September 29, 2008

bahhhhhhhhhh

Ég er alveg ótrúlega pirruð í lífinu þessa dagana. Bahh. Það er svo margt að gerast að ég kúveltist bara og ræð ekki við neitt, besta lausnin er að leggjast bara aftur undir sæng og sofa þeta frá mér, svo vakna ég upp og meika ekki það að ég hafi virkilega flúið vandamálið á þennan hátt enn eina ferðina enn. Ég veit ekki alveg hvort ég eigi að vera að skrifa þetta hér, en mér finnst það samt gott. Fólk má alveg vita hvað ég er að ganga í gegnum, þetta er ekkert leyndarmál. Kannski að það hjálpi mér jafnvel að skrifa það frá mér? Ég veit ekki? Ég er samt á einhverjum endapunkti núna.

Wednesday, April 16, 2008

Tralalallala

.... En ég ákvað að snúa aftur. Áttaði mig á því að hér á ég heima. Hér átti ég góðar stundir og seinast þegar ég skildi við þetta blogg var ég sautján ára, ráðvilt ung kona að hefja mitt annað ár í MR og ætlaði að sigra heiminn þar já og annarsstaðar. Úff það er langt síðan og lífið var mun auðveldara þá eða þannig séð. Í dag er ég að verða nítján vetra innan skamms, í sambúð og búin að geta af mér ávöxt lenda minna - Þorgeir Atla. Újé. Geri aðrir betur. Og já ég gleymdi - ég er föst á Ísafirði. (Eða þúveist kannski ekki alveg föst, en ég sumsé kláraði ekki MR, viltist á Ísafjörð, fór á fast, ætlaði aftur í MR, áttaði mig á því að ég væri ekki ein og þá komin 5 mánuði á leið - (ég er ekki jafn ljóshærð og það virðist vera) og ákvað þá að það væri bara best að klára skólann í MÍ. ) Þannig að ég vil meina að ég sé fórnarlamb örlagana enda er ég örfluga !

Ég mun blogga nánar og oftar um þetta allt síðar - þetta var svona inngangurinn hjá mér.

Annars er ég að fara að skíta á mig í frönskuprófi á morgun - ég er svo mikill rebell að ég hef ekkert mætt í tíma í vetur og er að fá það feitt í bakið núna újé!

e.s Ég er kannski ekki svo mikill rebell - ég var með undanþágu því ég er að sinna uppeldishlutverki mínu.

e.e.s En ég er samt ennþá ofur-mega-töff- mamma.

Monday, October 02, 2006

Wednesday, September 27, 2006

tíhíhí

Einhvernegin getur eitt leitt að öðru á skugganlegan hátt eins og sést hér. Ásthildur, þú veist hvað ég elska. Ég er að læra fyrir próf eins og sést....

Marja "Örfluga" Rut says:
vá geðveik djúpsjávarsjálfskoðun !

† Ásthildur says:
fáránlega djúp! en það var gaman að þessu upp að ákv. marki

Marja "Örfluga" Rut says:
trúi því

Marja "Örfluga" Rut says:
meina

Marja "Örfluga" Rut says:
alltaf gaman að skoða sjálfan sig

Marja "Örfluga" Rut says:
geri það alltaf á miðvikudgöum

† Ásthildur says:
svosem..

† Ásthildur says:
hahahaha

† Ásthildur says:
erfiður dagur framundan

Marja "Örfluga" Rut says:
jább

Marja "Örfluga" Rut says:
líka læra fyrir efn próf

Marja "Örfluga" Rut says:
veit ekki hvert ég mun fara í sjálfskoðuninni, kannkski enda ég í því að verða metangas og fljóta í burtu og læðast svo inn til þín og kúra hjá þér. Nema þá ða ég myndi líklega drepa þig

Marja "Örfluga" Rut says:
Tricky..


† Ásthildur says:
nei ég elska metangas

† Ásthildur says:
get ekki beðið

Marja "Örfluga" Rut says:
vei. Þá umbreyti ég mér í metangas og svo gösum við saman, eins og strumparnir, dönsum tryllta dansa

Marja "Örfluga" Rut says:
ooog borðum Pringles

Marja "Örfluga" Rut says:
því að það er gott

† Ásthildur says:
ég má vera æðstistrumpur

Marja "Örfluga" Rut says:
ég ætla að vera...

Marja "Örfluga" Rut says:
nördastrumpur

Marja "Örfluga" Rut says:
og þá má ég búa til bæjarskipulagið

† Ásthildur says:
égætla að vera helíum og æðstistrumpur.. ok má vera bæði?

† Ásthildur says:
hann er ekki til.. hættu að búa alltaf til

Marja "Örfluga" Rut says:
fjandinn já !

Marja "Örfluga" Rut says:
Má ég búa til í friði ? 8-

Marja "Örfluga" Rut says:
nördastrumparnir búa allt til

Marja "Örfluga" Rut says:
h0h0h0

† Ásthildur says:
helst ekki

Marja "Örfluga" Rut says:
það er í reglunum !

† Ásthildur says:
ojj hvað þú ert góð í að skemma leiki

Marja "Örfluga" Rut says:
hefuru LESIÐ reglunar?

Marja "Örfluga" Rut says:
nei..

† Ásthildur says:
ekki skrítið að þú eigir enga vini

Marja "Örfluga" Rut says:
þú ert ekki nördastrumpur

† Ásthildur says:
NEI það er það ekki

† Ásthildur says:
ekki þú heldur því hann er ekki til

Marja "Örfluga" Rut says:
víst

Marja "Örfluga" Rut says:
grein nr 12343.242134

Marja "Örfluga" Rut says:
þú ert bara helíumstrumpur

Marja "Örfluga" Rut says:
reyndu að lesa það

Marja "Örfluga" Rut says:
hahaha

Marja "Örfluga" Rut says:
farðu og fáðu þér meira helíum, helíumapi !

† Ásthildur says:
hahahaha helíumstrumpur

† Ásthildur says:
I feel so empty

Marja "Örfluga" Rut says:
´hahaha

Monday, September 18, 2006

J'aime la vie

Það er ekkert betra en að arka um miðbæ Reykjavíkur eftir erfiðan skóladag, gegnum þröng og undurfögur sund og stræti sem eiga sér líklega merkilega sögu, með skólatöskuna á bakinu, horfa á laufblöðin falla og nýjan lit spretta upp í umhverfinu. Hlusta á tónlistina úr bestu mynd í geimi – Amélie eftir Yann Tiersen á leiðinni, hlaupa um og sparka í laufblaða hrúgurnar sem hafa myndast hér og þar. Anda að sér fersku loftinu og taka eftir öllum þeim smáatriðum í umhverfinu sem að mynda eina stóra heild sem er óendalega fögur. Ahh ég er ástfangin af lífinu!


Friday, September 15, 2006

Shitt...

Vá hvað ég er róttæk núna í þessu bloggi hjá mér. Þetta er skuggalegt. Enda er skuggi minn einkar afar mjög fínn. Ég er að elska það að Morkinskinnan sé komin, fyrir þá sem ekki vita þá er það dagbókin okkar sem að skólafélagið gefur út. Ég er sérstaklega að elska partinn þar sem maður á að lýsa sér með því að filla inn í dálka. Mín lýsing er eftirfarandi (það sem er svert eru svör mín :

Ég heiti: María Rut og var fædd þann 17.maí 1989. Útlitslega séð er ég: ferköntuð og spröskjulaga. Það má eiginlega segja að ég líti út eins og trapísa en það er allt í lagi. Ég er í bekk sem gengur undir nafninu 4-X og hann er x-treme. Síminn hjá mér er 8669549 og það er bannað að hringja í mig nema á mánudögum. Þegar ég er ekki að læra þá á ég til að jórtra eða jafnvel ljóstillífa. Uppáhalds vinur minn er Gorgeir ding-dong. Ég elska að hnerra í laumi en viðurkenni það aldrei nema stundum í svona skóladagbókum. Ég myndi þrífast illa án sápu (Hohohooh) en ég gæti vel lifað án þakglugga. Mér finnst kör betra en fiskiflak. Sama hvað þið segið! Að lokum vil ég segja : Eigi skal með núlli deila.


Ég kann líka glímu á trampólíni...


og ég er geðveik á hlaupahjóli !


Haldiði að það sé einhver sem myndi neita mér ? Held ég sé óneitanleg.





Monday, September 11, 2006

Ahh íbizafjörður. hve ég sakna þín.

Haí þið! Vá, það er svo langt síðan ég bloggaði síðast að ég held að enginn skoði þetta ennþá? En núna kem ég tvíefld til baka eftir langa hálfpásu (hálfpása er eitthvað sem ég var að búa til, en er þannig að ég bloggaði bara svona stundum og eiginlega aldrei, og þá afar málefnalítil og leiðileg blogg, feis á ykkur) Ég held samt að ég sé komin til að vera núna, finnst ég föst í einhverjum fótsporum eða kannski bara bloggsporum núna. Héðan í frá heiti ég María “Ör(bloggari)fluga” Rut. Já það held ég nú !

En eins og sumir vita kannski þá faldi ég mig á Vestfjörðum, nánar tiltekið á Íbizafirði/Flat York City í sumar. Á virkum dögum naut ég ásta með fiskvinnslunni Kambi Ehf. Það var unaðslegt að horfa á eftir annaðhvort karinu sem hafði komið svo gruggugt og ógeðslegt til manns, hörfa á brott gljáandi fín, nánast eins og þegar það var getið af Karabúatilurunum og fætt í þennan svona líka fína fiskiheim, á leið eitthvert í vettvangsferð, óþreyjufullt af eftirvængingu að verða fyllt aftur af slori! Eða þá að sjá vini mína, fiskana – sem komu til mín, ný komnir úr uppskurði, og biðu eftir mér, Sprautuvélamasternum að rétta sig við og laga öll uppbrot. Jáhá það var mitt starf! Ég var að fíla’þa.

Ekki má gleyma að nefna það að þetta var besta sumar ævi minnar. Hver einasta helgi bókstaflega taumlaus gleði og hvert ævintýrið og upplifunin á fætur annari. Allt frá spánarferð til útileigu, til sveitaballa og kreisíass eftirútipartí með My Fellow Plan Man (Helgi Lind) á Flateyri, sem var eflaust það magnaðasta sem ég hef upplifað “Við getum veitt fisk, með gröfu og hamri” – taka til sín sem við eiga. En við spiluðum tónlist með náttúrunni. Ég sakna Íbizafjarðar og því sem fylgir (sem er nucleusinn í þessu öllu saman) En ég held samt ótrauð áfram, ég er of þrjósk til að beila. Sem er eins gott. Þannig séð. Samt er alveg mjög fínt að vera komin aftur, smá rútína og ótrúlega gaman að hitta félagana aftur.


Það var busadagur um daginn. Ég var tolleruð aftur. Er þá búið að de-busa mig og ég er orðin busi aftur? Maður spyr sig...
Ef það er ekki gott að lenda í óskunda. Er þá gott að lenda í Skunda? Ég elska allavega Emil og Skunda

Wednesday, August 30, 2006

Saltkjöt og baunir, túkall ! jeeee

Saturday, August 19, 2006

Shitt!

Í nótt kom bakkus í heimsókn og ég pissaði næstum því á símann minn, sem lá á botni klósettsins. Vinkonur mínar komu mér til bjargar og ég kafaði ofaní klósettið til að endurheimta gersemina mína, sem ótrúlegt nokk er í lagi núna ! Langaði bara að deila þessu með ykkur.

Tuesday, July 25, 2006

Fiskinn miiinnn namminamminamm

Hér með vil ég einatt benda fólki á það, sem er svo sposkt og stundar það að benda mér á það að ég sé með eitthvað á milli tannanna, að þetta á að vera svona! Ég er afskaplega hagsýn manneskja og geymi leifar í tönnunum, ef svo skyldi ské að ég yrði hungruð, þá hef ég eitthvað á milli tannanna til að narta í. Svo hér með bið ég alla sér í lagi móður mína að skipta sér ekki af fjárhagsplotti mínu og óeðlilega gáfuplaninu mínu!

Thursday, July 06, 2006

Veit ekki um titil....

Núna er ég búin að fara til Spánar og til baka og ég ætla bara að skella nokkrum áhugaverðum myndum inn hérna sem segja næstum allt það sem segja þarf :)


Svona sofnuðum við Herdís eina nóttina. Eftir of mikinn saumaskap.

Hálftíma síðar....

Up close and personal


Svona sofnuðum við einmitt einusinni líka eftir að við gáfumst upp á hitanum inní herbergi og of mikinn saumaskap.




Monday, June 12, 2006

Dísus kræst man

"Vá, er þetta ekki einhver ódýr fimmaur? Ég sit hérna á Flateyri heima hjá ömmu minni, lít ég ekki bara útum gluggann og það SNJÓAR ! Hélt það væri kominn 12 júní, og að ég væri að fara til Spánar eftir 5 daga. Ég er ekki sátt. "

Hef annars lesið það hvívetna að fólk "Væri sko til að hafa fæðst 06/06/06" held að þetta fólk þurfi að hugsa sinn gang aðeins betur og fara yfir óskir sínar. Eins og glettilega má sjá hér eða hvað þá hér. Þá er verið að vara mæður við að eignast börn á þessum degi - helst mælst með því að þau haldi sér inni, ýmsar leikfimiæfingar gefnar upp til upphitunar og hjálpfýsni til þess að halda barninu inni. Þessar mæður gætu miður alið börn djöfulsins. Enda er 06/06/06 tákn djöfulsins.

Reyndar merkilegt nokk er 07/07/07 tákn Guðs og "hið fullkomna" - enda er það þrítekin sjöa hvert skipti fyrir föður, son og heilagan anda. En 06/06/06 gæti þá verið tákn þess sem er óæðra en Guð sjálfur, þ.e djöfulsins.

Því held ég að þeir aðilljar sem óskuðu þess heitast að verða fædd eða fæða barn á þessum degi, ættu að ganga núna frá tölvunni, hugsa sinn gang, þessvegna panta hamborgara, fara inn á klósett og bíta í sápu eða eitthvað viturlegt. Guðlast kallast þetta. (Ég hljóma eins og mega trúuð manneskja) uuu... hrmpf !

Spáð hefur verið heimsendi og talnafræðingar og fræðimenn hafa setið sveittir í þönkum sínum í því skyni að ráða kóðann. Sumir halda því fram að úr tölunni 060606 sé hægt að ráða út einhver skilaboð eða nafn. En sitt sýnist hverjum?


Ætli tilvitnun mín hér að ofan, sé kannski tákn um heimsendi? Snjóar í júní? er það hvers dags hlutur? Hvað veit ég, ég sef á daginn! Vissi reyndar ekki af þessu með heimsendinn fyrr en áðan, en þá hefur þetta alltaf verið í öllum fréttum, en ég María Rut er venjulegast sofandi í fréttatímanum þannig að mér hefur ekki tekist að verða vitni að því. Takk Hildur kennd við Ást ! :*


Annars allt öðru ! Mega súrt djamm í gær á Flateyrinni. Byrjaði á Árshátíð Kambs þar sem ég var þjónn. Lærði fullt af nýjum pólskum orðum þar. Svo var skundað á ball með gleðisveitinni Apollo. Endaði á því að dansa mest megnis við bestu vinkonur mömmu minnar, frænku mína og frænda, fyrrverandi barnapíur, fyrrverandi kennara og pólverja. En þó merkilega skemmtilegt dansiball indeed !

Fokk, ætla út að moka snjó svo við komumst út !

Tuesday, May 30, 2006

Minn kæri Þórbergur, hve heitt ég sakna þín !

















Í ljósi gamalla og góðra tíma hérna á Íbizafirði ætla ég að rifja upp góðar minningar um Þórberg Nörd.




Skondinn misskilningur :

"Maja saug inn og út, og kvaðst vera totta Loft. Brandarinn lá í því að hún væri að totta mann sem héti Loftur, en í raun og veru var þetta hreint andrúmsloft. Margrét og María hlógu dátt í þó nokkra stund, þar til að María ætlaði að vera mjög vitsmunanleg og skjóta inn einu nördacommenti og segjast vera að totta H2O, en eftir mikinn fagnaðarlát vegna þessarar merku uppgötunnar, uppgötvaði María á hinn bóginn að H2O ku vera efnaformúla fyrir vatn en ekki andrúmsloft. Við eigum hinsvegar eftir að kynna okkur þá formúlu betur svo þetta muni ekki gerast aftur. En samt skemmtileg reynsla og þetta kætti okkur til muna. "

- Þetta var fyrsta bloggið okkar möggu


Færeyskur herramaður að gefa María og Margréti undir fótinn ánægðar eður ei? :

"Þannig er málið með vexti að við hnátur ákvaðum að klæða okkur upp í okkar fínasta, eyða fimm aurum í hár og andlitssnyrtingu og og halda á flatbökustaðinn í kaupstað þessum í miðbæ ísafjarðar.
Við sátumst niður við einstaklingsborð eins og okkur best sæmir, tókum með okkur góða bók og biðum eftir a veitingaþjóninn kom með slátur og blóðmör fyrir okkur að snæða.
María hrópaði af fögnuði þegar þessi hýri veitingaþjónn kom með máltíðina. Margrét var sokkin ofan í bókina þegar að máltíðin loks kom en þær tóku að snæða með bestu lyst Þessar tvær alsaklausu stúlkur sátu í makindum sínum við átið er ekki svo ungur herramaður hóf að ganga í áttina til þeirra. Þær riðuðu í hnjnánum og hjartað tók kipp! vill einhver okkur! Þessi fagri maður var með skeggrót sæmilega og var færeyskur að uppruna eins og hann tilkynnti okkur á móðurmáli sínu sem við auðvitað skildum eftir mörg kvöld af orðabókalestrakvöldum. Var maðurinn drukkinn nokk og á fimmtugs eða sextugsaldri gætum við best trúað. Hann hóf samræður miklar um hve líkar við værum og bar þá spuringu að borði hvort við værum sammæðra.. við svöruðum neitandi og ætluðum að halda áfram að snæða, þegar maðurinn kom aftur og hélt þá áfram að ræða við okkur. Þá kom ungur herramaður, og eins og riddara sæmir, tók drukkna myndarlega manninn í burt frá okkur. Líf okkar varð tómlegt án hans. Hvert var hann að fara?! aftur til færeyja?.. NEI.. við sem héldum við hefðum eignast vin.. svo fór ekki... ekki frekar en vanalega , en tilhvers þurfum við fleiri vini þegar við höfum gáfur hvor annarra til þess að ræða um.
Má búast við myndum af vísindalegri tilraunm bráðlega.
-lífið er hverfult."

- Þetta var bloggað eftir að við áttum dýrindismáltíð á Pizza 67 heitnum.



Karlmannsmálin hjá okkur eðalkvennmönnunum! :

"Jæja..nú er komið að þeim tímamótun í lífi okkar Maríu að Við þurfum að fara að hugsa um karlmannsmálin..Það var nú það að ég fór að leggja haus minn í bleyti eftir atvikið með færeyska herramanninn. Fyrst að menn eru nú farnir að gefa okkur undir fótinn verð ég að taka tillit til þess, að kjötmeiri og meir aðlaðandi bitar gætu veitt okkur umtalsverða athygli.
Eitt gott dæmi um það var þegar að ég var á gangi í miðbæ ísafjarðar og hafði gengið allaleið frá heimili mínu í djúpinu. Við María vorum á gangi, búnar að klæða okkur uppí okkar fínasta skart en í gönguskóm við svo gangan myndi ekki fara í okkur. Þegar að tveir ungir herramenn kölluðu í átt til okkar. Að við værum með ummálsmikinn afturenda.. eða eins og þeir orðuðu það " feit og stór rassgöt" ég vil halda að afturendi minn hafi verið í sínu besta ljósi þar sem ég var í flauelisgalla mínum sem hún amma mín heitin átti og notaði að kappi þegar hún var í blóma lífsins. En allavega. Við reyndum að hæla þeim á móti en gekk það ekki ýkja vel. Ég kom með eftirfarandi setningu sem ég hafði sé á veraldarvefnum hjá henni Þórstínu frænku minni: Seytján vetra ekki satt? Lendamikill og víður grindarbotn. Ágætis eintak til undaneldis. Hver á þig?Þeir tóku ekki ýkja vel í þetta og hef ég ákveðið að gerast einbúi og leggja alla von um samlíf uppá bátinn.
Takk fyrir álestnina"


Við áttum okkar góðu stundir, það má með sanni segja !


Þórbergur mun lifa að eilífu !


www.blog.central.is/thorbergur_nord




Wednesday, May 24, 2006

Sweet child of mine

Líttla hnátan (ég) hóf glæsilegan skólaferil sinn í hinum háttvirta leikskóla Brynjubæ heitnum. Þar átti hún margar góðar og einatt ljúfar minningar. Þar lærði hún hina ýmsu grundvallarþætti sem koma að háttum samfélagsins svo sem; framboð og eftirspurn, sveiflur verðbólgunar, kvótakerfið, línuíviljun, hinn ótrúlega heim guðana og svo margt margt fleira sem ekki verður talið upp hér. Einnig uppgötvaði hún listina að lifa; tantraði afar mikið ásamt hinum krökkunum, lærði jóga, stundaði magadans og málaði hin ýmsustu fögru málverk. Hún átti fullkomið líf. Það var aðeins einn hængur á ! Það voru nefnilega staðsett á þessum indæla stað tvö klósett. Eitt svona af venjulegri stærð og hitt alveg frekar í minni kantinum. Aldrei fékk hún að prufa minna klósettið. Hún var ekki nógu verðmæt fyrir stóra klósettið. Bara krakkarnir í stóru deildinni fengu einkanot á það. Littla hnátan (ég) var afskaplega reið og afbrýðisöm og skildi ekki þessa mismunum sem átti sér stað! Ég var afar stórvaxið barn! Hví átti ég ekki rétt á sömu réttindum og krakkarnir í "minni" kantinum í stóru deildinni? En svo kom á daginn. Ég man, þetta var yndislegur dagur, sólin skein (annað en núna hrmpf) og fuglarnir sungu hátt og leikandi hið skemmtilega lag "Í leikskóla er gaman" ég tók undir og allt varð þetta að einkar áhugaverðu en þó stórskrýtnu tónlistarmyndbandi. Ég var aðalhetjan, Rambó og söng lagið hástöfum.

Þetta var sumsé dagurinn þar sem ég fekk að fara á stóra klósettið. (Reyndar vegna stíflu í hinu minna, en það er aukaatriði) .. Ég var stór ! Ég var Hulk! Eða nei hann var grænn... hmm... ég var Pabbi minn !!

p.s ég missti líka fyrstu tönnina mína í brynjubæ !















Þetta er bær kenndur við Brynju...