Saturday, September 24, 2005

I want to see native dances

,,Ágætu þið. Mér er sönn ánægja að tilkynna ykkur að ég hef látið framleiða diskana Gull og Hörður Torfa´70 (Inniheldur fyrstu tvær plöturnar mínar.) Þessar plötur hafa verið ófáanlegar í nokkur ár en eru semsagt komnar í verslanir Skífunnar. Þessar plötur áttu að vera komnar fyrir hausttónleikana en eitthvað fór úrskeiðis. En þær eru semsagt komnar og það sem meira er ég hef gert samninga við Skífuna um að hafa alla fáanlega titla mína til sölu í verslunum þeirra, sérstaklega á Laugavegi. Síminn í þeirri verslun er 525 5040. Innan tíðar kemur svo diskurinn Þel og fer beint í verslanir. Ég get því miður ekki annað plötusölu í gegnum heimasíðuna mína lengur þar sem það útheimtir of mikin tíma og fyrirhöfn. Fleiri titlar af plötunum mínum sem hafa selst upp verða framleiddir og bráðlega kemur platan Tabu á geisladisk. Þið verðið látin vita.
Kær kveðja., Hörður Torfa.

Hörður Torfa
Heimasíða: www.hordurtorfa.com

Að gefa út geisladisk með eigin efni kostar mikla vinnu og mikla peninga. Afritið því ekki geisladiska það vegur að lífæð þess sem hefur tekjur sínar og lifibrauð af slíku starfi. "


-Getur einhver sagt mér hversvegna Hörður Torfa var að senda mér ímeil ? Ég stend á gati.


-Annars hin brjálaðasta bílferð til Íbizafjarðar að baki. Veðrið var óumræðanlegt. Snjór og bylur, sáum ekki að næsta túni get ég sagt ykkur. Svo keyrðum við framhjá húsi og ég var handviss um að það væri kviknað í því, því mér fannst ég sjá eld. Þannig að við snérum við, með þá hugmynd að sjá fólk útatað í ösku hlaupa vælandi út, en allt kom fyrir ekki og við komumst að því að það var víst bara kveikt ljós inn í húsinu, svona getur maður verið ruglaður stundum. Annars skundnuðum við okkar leið, og í djúpinu áorkuðum við það að klessa á eitt stykki kind. En hana sakaði ekki og hún vappaði sína leið, smá ullarmissir en það er bara hressandi svona þegar líða fer á veturinn.

Held því aftur á móti fram að hún hafi gert þetta viljandi, ábygginlega ekki gaman að vera kind núna, eða aldrei.

Ætla samt sem áður að fara að sofa núna.. endilega allir að kommenta.

-Biðst forláts á bloggleysinu. Internetið fór í verkfall heima.

Friday, September 09, 2005

I just dont know what to do with my self...

Ég var busi þegar ég arkaði í skólan í gær, ég var nýnemi þegar ég labbaði heim. Merkilegt!

Vorum dregin í Gamla skóla og í I stofuna. Sátum öll saman inn í stofunni þokkalega á vitum örlagana. Það var magnþrungin stund. Svo fór Carmen Burnana að hljóða og túristar farnir að flykkjast að svæðinu. 6.bekkingar hófu gönguna, allir klæddir í tóga og löbbuðu afar hægt, skuggalega hægt. Við lágum öll í gluggakistunni, titrandi af ótta við þessar fígúrur. Svo í hátindi lagsins byrjuðu allt í einu allir að öskra, 6.bekkingarnir hlupu inn í Gamla skóla og 4. og 5. bekkingar hlupu í kringum skólan og öskruðu ,,drepa" og fleira, ég var svo upphífuð að ég man rosa lítið. Svo hlupu allir um skólann öskrandi, bankandi á hurðina og á meðan dundi eitt drungalegasta þungarokkslag sem til er. - Við settumst öll niður, þorðum ekki sökum hræðslu að standa. Sátum og biðum. Svo komu grýlur inn. Skipuðu okkur að standa upp á borð. Náði í ofurbusana og lét þá fá svínaeyru og nef. Í nafnakalli þurftum við að hrína, ein ákveðin stelpa hrein ekki nógu hátt og þurfti þar að leiðandi að standa uppá borði með svínanef og syngja Gádann - erfitt að hlægja ekki. Svo vorum við rekin út úr stofunni, látin labba einsog kóngulær niður að porti, og þar þurftum við að skríða í gegnum grýluhóp sem öskraði alls kyns skemmtilega hluti að manni, eftir þá svaðilför var ég tekin inn í hring af strákum og skipað að leika brauðrist og dansa stríðdans! Ég reyndi mitt besta. Svo var ég tekin út úr hringnum farið með mig að tolleringunni og ég var tolleruð. Eftir að ég kom niður á jörðina sögðu strákarnir sem tolleruðu ,,velkomin í MR, farðu upp í port og fáðu þér köku" Það glitti í bros á minni. Kakan var ljúffeng og góður dagur!
Svo tók fyrirpartýið við. Það var frábært ! Fólk í góðu stuði. Örkuðum svo á Broadway, eitt besta ball sem ég hef farið á hingað til ! Hreint út sagt magnað ! DJ. Páll Óskar alveg að standa fyrir sínu, ekkert vesen, allir vinir og mikið stuð ! Hitti rosa fínt fólk.
Svo eftir ballið ákvað ég að taka bara leigubíl heim. Ég var heldur betur ekki sú eina sem hugsaði svona, enda endaði ég á því að labba heim. Tók sinn tíma en hey ég sparaði pening ! Svo á ég til með að þakka samferðamanni mínum fyrir spjallið á leiðinni, eitt er víst ég hefði aldrei ratað heim án hans. Takk ! Ég var sumsé komin heim um 3 leitið. Var samt það heppin að vera í eyðu í fyrsta tíma þannig að ég gat sofið aðeins lengur en sumir, en ég vorkenni þeim algjörlega, hugur minn var örugglega hjá þeim á meðan ég svaf !
Takk kærlega fyrir mig...

Thursday, September 08, 2005

Davíð Oddsson lét sig hverfa í beinni útsendingu!

,,Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins boðaði til blaðamannafundar kl. 15.15 í dag þar sem hann sýndi sitt magnaðasta bragð hingaðtil og lét sig hverfa í beinni útsendingu!
Atriðið hófst á því að Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður Davíðs, steig á stokk í smekklegum, fölbleikum samfestingi og sagaði sundur stjórnmálafræðinginn tilvonandi Gíslamartein Baldursson. Gíslimarteinn stóð þó upp heill, við lítinn fögnuð viðstaddra, en lofuðu menn þó frammistöðu Illuga, sem margt hefur lært af meistara sínum.
Þá var komið að aðalnúmerinu. Davíð settist hjá Loga Bergmanni Eiðssyni, að því er virtist í viðtal - en áður en Logi náði að bera upp fyrstu spurninguna hrópaði Davíð: „HÓKUSPÓKUS PÚFF!“ og hvarf samstundis í bláum reykjarmekki.
Enginn veit hvar Davíð er niðurkominn nú, en hann hefur sjálfur margsinnis sagst „ætla að toppa það duglega“ þegar hann lét Þorstein Pálsson hverfa fyrir nokkrum árum - en ekkert hefur spurst til Þorsteins síðan."

www.baggalutur.is

,,Atriðið hófst á því að Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður Davíðs, steig á stokk í smekklegum, fölbleikum samfestingi og sagaði sundur stjórnmálafræðinginn tilvonandi Gíslamartein Baldursson." -þessi partur er einkar athyglisverður, myndi alveg borga túkall fyrir þessa ásýnd!

(Ég bý heima hjá Illuga Gunnarssyni- svo að allir séu með á nótnunum)

Monday, September 05, 2005

Þú færð kraft úr kókó-mjólk !

Þá er ég búin að sækja um dreifbýlisstyrkinn. Allir að krossleggja fingurna!

Einnig er gaman að segja frá því að í dag gerðist ég hjálpsamur unglingur og tók mynd af túrista-hjónum fyrir framan Tjörnina. Túrista ævintýrið heldur áfram !

Thursday, September 01, 2005

Garpur? óneiseisei !

Minn fyrsti tjarnarhringur var hlupinn í dag, þetta er heldur betur erfiðara en ég ímyndaði mér! Það hefur líklegast hlakkað í aðillanum sem að setti saman stundarskránna mína, þar sem að íþróttir er fyrsti tíminn á miðvikudögum. Ekki beint freistandi að fara út í rigningu, ný vaknaður og að hlaupa 2 kílómetra, sérstaklega þar sem að ég gleymdi öllum íþróttabuxunum mínum fyrir vestan. En hún Binna bestaskinn lánaði mér þröngar buxur, sem voru nú ekki þær hlýjustu, er samt sem áður mjög þakklát fyrir lánið! Samt sem áður, í þröngum casall buxum, í peysu og hettupeysu og í anorakk með vetlinga.- gæti verið uppskrift af túrista á Íslandi ?

Þetta gekk samt skítsæmilega, fyrir utan dúndrandi hlaupasting og áreynslutitring allan daginn, hálsbólgu og harðsperrur. Þetta segir allt það sem segja þarf, nú ætlar María Rut í átak og ná þolinu aftur sem var endalaust í gamla daga. Og hanabanananú !

-þess má geta að Brynhildi tókst að draga mig í nammi og gos bindind, þetta mun vera í 9. skipti sem ég tek þessa róttæku ákvörðun og hver og einn dæmir fyrir sig um árangur minn í þessum efnum. Minn tími mun koma !


Þetta mun vera minn besti vinur í vetur, í storminum !