Saturday, October 29, 2005

Út vil ek !

Hefur einhver hérna séð baun í bala ?


Bæ þe vei, ef þú gúglar setninguna ,,baun in a bali" þá færðu þessa einkar skemmtilegur mynd.


Saturday, October 22, 2005

Leiðir lágu aftur saman.. !

Í sumar, er ég sigldi um Níl með Hildi og Teit í ferðalaginu mikla sáum við þennan fyndnasta ferðamann allra tíma ! Fekk hann viðurnefnið ,,Jón Jónsson, landkönnuður" enda stendur hann alveg fyrir því nafni þar sem hann stóð í bátnum með kíki og fulgabók í rassvasanum þar sem stóð ,,Birds of East-Africa" Gerðum við stöðugt grín að honum þar sem hann stóð, einkar glaður yfir öllum fuglunum sem hann sá.





En nú ætla ég að koma að aðalatriðinu. Ég gekk, spök úr skólanum um daginn, og geng ég ávalt meðfram tjörninni, viti menn !! Var ekki bara hann Jón minn við tjörnina, líklegast að dást að fuglunum á tjörninni. Kunni samt ekki við það að heilsa upp á hann, og segja ,,hey you, I saw you in Uganda this summer, we were together sailing on Nile" þannig að ég gekk bara, rólega framhjá honum og hugsaði út í það hve lítil þessi veröld er eftir allt saman !

Thursday, October 20, 2005

Ó þú Vagn, mun ég hitta þig ?

Þegar ég var lítil og saklaus (ekki það að ég sé ekki enn saklaus heldur er það staðreynd að ég hef hækkað um nó þokkra sentímetra) þá fekk ég stundum leyfi til þess að vera ,,lengi” úti til þess að klára að horfa á einhvern þátt eða eitthvað þannig heima hjá Söndru. Þegar það kom svo að því að skunda heim á leið, gekk ég einatt framhjá Vagninum (kráin á Flateyri) þar sem að það var hagstæðasta leiðin.
Það var ávalt húllumhæ á þeim bæ er ég gekk framhjá og hugsaði ég þá stundum með mér ,,ohh hvað ég hlakka til að verða 18. ára og fara á þennan stað”  Var það eitt af æskumarkmiðum mínum, að fara á lókal pöbbinn, greinilega mjög metnaðargjarnt barn.

En núna þegar þetta nálgast óðfluga

Viti menn :

,,Enginn hefur tekið að sér rekstur skemmtistaðarins Vagnsins á Flateyri sem hefur verið lokaður frá byrjun júlí. „Það er ekkert að frétta af rekstrarmálum Vagnsins og ég tel nokkuð ljóst að staðurinn verði ekki opnaður aftur“, segir Friðfinnur Hjörtur Hinriksson sem hélt um stjórntaumana á Vagninum ásamt Grétari Erni Eiríkssyni og Haraldi Hjálmarssyni fyrrahluta árs. Vagninn hefur lengi vel verið eini skemmtistaðurinn á Flateyri. Þar hafa komið fram fjölmargir landsþekktir listamenn í bland við heimamenn og samkomur af ýmsu tagi verið haldnar. Þá segir Friðfinnur Hjörtur að félagsheimili staðarins sem verið er að endurgera um þessar mundir komi sterkt inn sem nýr samkomustaður. „Hópur áhugamanna vinnur nú að endurbótum á félagsheimilinu sem er að verða stórglæsilegt. Hugmyndin er að nýta það undir dansleikjahald og fleira. Ef húsið verður tilbúið býst ég við að fyrsta ballið verði haldið upp úr miðjum nóvember“, segir Friðfinnur.”

Tekið af www.bb.is

Þá fór eitt af mínum markmiðum í súginn. Þá er næsta markmið að leita af tilgangi lífsins....

....á ný..

Monday, October 17, 2005

Undarlegir áhrifavaldar...

Ég stunda það iðjulega að taka eins og Þorgerður Katrín hæstvirtur menntamálaráðherra orðar það ,,potarann minn" (I-podinn) með mér í skólann er ég geng áleiðis.
Yann Tiersen verður einkar oft fyrir valinu þar sem hann fyllir mig af lífsgleði, auk þess er klappað á milli laga þá fæ ég þá tilfinningu að það sé verið að klappa fyrir mér.
Fyrir það eitt að hafa risið upp úr dýnunni minni, þar sem ég sef inn í Álmu C í risa 50 fermbetra íbúðinni okkar og hafið nýjan dag. Álma C er sumsé bakvið stofuborðið.

Hef oft gantast með það að sumir einstaklingar fá ,,ocean view" aðrir ,,city view" o.s.frv.
-En ég, ÉG fæ ,,under the table view" og er ég alveg nokkuð sátt við það.

Langaði bara að deila þessu með ykkur.

Sunday, October 09, 2005

Jarðfræðiógópógó

Þar sem ég er ein í kotinu ákvað ég að vera svo væn við sjálfa mig og panta mér Domino's pizzu. Þess má geta að ég hef ekki ennþá bragðað á svoleiðis síðan ég flutti suður.

Hálftíma eftir pöntun fæ ég sms og þar stóð ,,hæ! Pizzan tín er ad leggja af stad til tín! Kvedja Domino's"

Þá sá ég fyrir mér littla pizzu, með nesti og nýja skó ganga út úr Domino's húsinu, komin út í þennan grimma heim, á vitum örlaganna, á leið heim til mín, gangandi.

-Þetta fannst mér einkar fyndið.

Thursday, October 06, 2005

klukkedí klukk

Ég var klukkuð. Skv. Leikreglum á ég að segja eitthvað tilgangslaust um sjálfa mig, að mér skilst...

1. Ég vaknaði klukkan 08:07 í morgun en mætti þó klukkan 08:15 í skólann. Vil ég fá viðurnefnið ,,Maja ljóshraði”

2. Það eina sem ég kann að elda er pizza (hituð í ofni), kakósúpa (í pakka), fiskibollur (í dós) og pulsur. – Ég veit þarf að gera eitthvað róttækt í þessum málum.

3. Ég drekk ekki kók. Diet pepsi er minn bandamaður!

4. Ég er sjúk í Oreo-kex í hvítu kremi. Banjãdas. Ólé

5. Í dag þegar ég var að labba í skólann var ég komin hálfa leið þegar ég uppgötvaði það að ég væri í krummafót. Tilgansleysa nr.1 útskýrir hversvegna.


-Ég klukka, Mömmu, Vigdísi Garðars, Dóra kút, Herdísi Mjöll og Dagnýju... mímímí

Tuesday, October 04, 2005

Hoppí polla...

SUS þingið var haldið um helgina á Stykkishólmi, þeim ágæta bæ. Kom seint föstudagskvöldið og mætti beint á fund með ráðherrum. Eftir þann fund rakst ég á gulldrengina Aron, Jónas og Dag Kára, mér til mikillrar ánægju. Átti ég gott spjall við þá drengi og var förin tekin á rúntinn að frádregnum Aroni og viðbættum Guðmundi. Þar á höfninni var stórt bjarg og efst á því var viti. Við gengum að vita örlaganna! Sú för var stutt en laggóð og því næst var förinni heitið á krá góða er ber nafnið Fimm fiskar. Þar var trúbador góður og mikil stemming. Eftir að kránni var lokað skunduðum við upp á hótel, þar var glamrað á gítar og sungið. Um fimmleytið skutlaði dýrlingurinn Jónas mér heim og svaf ég vært. Ég var staðráðin í því að vakna snemma og mæta klukkan 10 til þess að vera við ályktannirnar og lagabreytingarnar. Svaf aðeins yfir mig eða til eitt. En öll von var þó ekki úti. Lagabreytingarnar voru enn í gangi þegar ég kom - mér til ómældrar ánægju! Svo fór að síga á kvöldið og við skunduðum á kvöldmatinn. Maturinn var umdeildur en góður félagsskapur bætti þetta upp þannig að þetta kom út á sléttu. Svo var hörku ball um kvöldið, hljómsveitin var (einsog Aron sagði) ekki uppá Fimm fiska. En undir lokinn var maður drifinn af jakkafataklæddum mönnum á dansgólfið og það var stiginn dans. Sáust margir menn þar á gólfi með fádæma góða fimi í dansæfingum, sem dæmi má nefna var ,,maðurinn sem tapar aldrei" í góðu skapi og dansaði við ljúfa tóna hljómsveitarinnar (Sumir vita hvern ég er að tala um aðrir ekki) . Entist ég til hálf sex þar sem ég var komin í ruglið með fimm-aura við hann Pétur, það varð til þess að ég dreif mig heim, skynsamleg ákvörðun. Vaknaði svo og skundaði í kostningar. Borgar var kosinn í formann og Teitur, Heimir og Helga Kristín náðu kjöri í stjórn, klapp á bakið til þeirra! Aron, Jónas og Dagur Kári náðu kjöri í varastjórn, tvö klöpp á bakið til þeirra!
 
Þegar ég kom heim í gær beið mín íslensku heftið góða og uppljómunin um íslensku prófið sem var í dag. Viti menn settist mín niður, lærði í heilar tuttugu mínútur- á íslenskum tíma. Gafst svo upp og ákvað að læra bara daginn eftir. Lagðist svo í hinn ljúfa draumaheim. Vaknaði alltof seint og hafði þ.a.l ekki tíma til þess að læra og bölvaði því að hafa verið svona afar kærulaus. Allt kom fyrir ekki og ég held að mér hafi gengið alveg ágætlega- enda er skammarlegt að fá lægra en 5 í eigin móðurmáli.
 
Efast um að einhver nenni að lesa þetta. Ef svo er; Áfram þú !
 
Skund ek !