Monday, June 12, 2006

Dísus kræst man

"Vá, er þetta ekki einhver ódýr fimmaur? Ég sit hérna á Flateyri heima hjá ömmu minni, lít ég ekki bara útum gluggann og það SNJÓAR ! Hélt það væri kominn 12 júní, og að ég væri að fara til Spánar eftir 5 daga. Ég er ekki sátt. "

Hef annars lesið það hvívetna að fólk "Væri sko til að hafa fæðst 06/06/06" held að þetta fólk þurfi að hugsa sinn gang aðeins betur og fara yfir óskir sínar. Eins og glettilega má sjá hér eða hvað þá hér. Þá er verið að vara mæður við að eignast börn á þessum degi - helst mælst með því að þau haldi sér inni, ýmsar leikfimiæfingar gefnar upp til upphitunar og hjálpfýsni til þess að halda barninu inni. Þessar mæður gætu miður alið börn djöfulsins. Enda er 06/06/06 tákn djöfulsins.

Reyndar merkilegt nokk er 07/07/07 tákn Guðs og "hið fullkomna" - enda er það þrítekin sjöa hvert skipti fyrir föður, son og heilagan anda. En 06/06/06 gæti þá verið tákn þess sem er óæðra en Guð sjálfur, þ.e djöfulsins.

Því held ég að þeir aðilljar sem óskuðu þess heitast að verða fædd eða fæða barn á þessum degi, ættu að ganga núna frá tölvunni, hugsa sinn gang, þessvegna panta hamborgara, fara inn á klósett og bíta í sápu eða eitthvað viturlegt. Guðlast kallast þetta. (Ég hljóma eins og mega trúuð manneskja) uuu... hrmpf !

Spáð hefur verið heimsendi og talnafræðingar og fræðimenn hafa setið sveittir í þönkum sínum í því skyni að ráða kóðann. Sumir halda því fram að úr tölunni 060606 sé hægt að ráða út einhver skilaboð eða nafn. En sitt sýnist hverjum?


Ætli tilvitnun mín hér að ofan, sé kannski tákn um heimsendi? Snjóar í júní? er það hvers dags hlutur? Hvað veit ég, ég sef á daginn! Vissi reyndar ekki af þessu með heimsendinn fyrr en áðan, en þá hefur þetta alltaf verið í öllum fréttum, en ég María Rut er venjulegast sofandi í fréttatímanum þannig að mér hefur ekki tekist að verða vitni að því. Takk Hildur kennd við Ást ! :*


Annars allt öðru ! Mega súrt djamm í gær á Flateyrinni. Byrjaði á Árshátíð Kambs þar sem ég var þjónn. Lærði fullt af nýjum pólskum orðum þar. Svo var skundað á ball með gleðisveitinni Apollo. Endaði á því að dansa mest megnis við bestu vinkonur mömmu minnar, frænku mína og frænda, fyrrverandi barnapíur, fyrrverandi kennara og pólverja. En þó merkilega skemmtilegt dansiball indeed !

Fokk, ætla út að moka snjó svo við komumst út !