Wednesday, May 24, 2006

Sweet child of mine

Líttla hnátan (ég) hóf glæsilegan skólaferil sinn í hinum háttvirta leikskóla Brynjubæ heitnum. Þar átti hún margar góðar og einatt ljúfar minningar. Þar lærði hún hina ýmsu grundvallarþætti sem koma að háttum samfélagsins svo sem; framboð og eftirspurn, sveiflur verðbólgunar, kvótakerfið, línuíviljun, hinn ótrúlega heim guðana og svo margt margt fleira sem ekki verður talið upp hér. Einnig uppgötvaði hún listina að lifa; tantraði afar mikið ásamt hinum krökkunum, lærði jóga, stundaði magadans og málaði hin ýmsustu fögru málverk. Hún átti fullkomið líf. Það var aðeins einn hængur á ! Það voru nefnilega staðsett á þessum indæla stað tvö klósett. Eitt svona af venjulegri stærð og hitt alveg frekar í minni kantinum. Aldrei fékk hún að prufa minna klósettið. Hún var ekki nógu verðmæt fyrir stóra klósettið. Bara krakkarnir í stóru deildinni fengu einkanot á það. Littla hnátan (ég) var afskaplega reið og afbrýðisöm og skildi ekki þessa mismunum sem átti sér stað! Ég var afar stórvaxið barn! Hví átti ég ekki rétt á sömu réttindum og krakkarnir í "minni" kantinum í stóru deildinni? En svo kom á daginn. Ég man, þetta var yndislegur dagur, sólin skein (annað en núna hrmpf) og fuglarnir sungu hátt og leikandi hið skemmtilega lag "Í leikskóla er gaman" ég tók undir og allt varð þetta að einkar áhugaverðu en þó stórskrýtnu tónlistarmyndbandi. Ég var aðalhetjan, Rambó og söng lagið hástöfum.

Þetta var sumsé dagurinn þar sem ég fekk að fara á stóra klósettið. (Reyndar vegna stíflu í hinu minna, en það er aukaatriði) .. Ég var stór ! Ég var Hulk! Eða nei hann var grænn... hmm... ég var Pabbi minn !!

p.s ég missti líka fyrstu tönnina mína í brynjubæ !















Þetta er bær kenndur við Brynju...

5 comments:

Anonymous said...

"Aldrei fékk hún að prufa minna klósettið. Hún var ekki nógu verðmæt fyrir stóra klósettið."

Mér er spurn. Þurftiru bara að míga á þig eins og ég gerði alla mína æsku? Huh.

En að öllu gamni sleppt þá man ég líka eftir svona augnabliki á Bakkaskjóli í Hnífsdal. DAGURINN sem maður fekk að fara á STÓRA klósettið. Þá varð ég að manni.. Eða.. Konu?

María Rut said...

ojj meigstu alltaf á þig hahaha... Pissudúkka, pissudúkka !

En nei ég hélt alltaf bara í mér.. eins og sannur bavíani, enda með ónýt þvagfæri núna...

Anonymous said...

hehe þetta er skondið :) draumurinn um að komast á stóra klósettið varð að veruleika. Magnþrungið...gæti verið uppskrift að góðri kvikmynd.

Anonymous said...

Þú ert einstök...

María Rut said...

jahá Vala mín, sjaldan er EIN báran STÖK h0h0h0