Tuesday, March 28, 2006

Insomnia

Ég svaf afar takmarkað seinustu nótt. Er búin að strögglast við það í allan dag að halda mér vakandi svo ég myndi nú ekki rústa öllu "kerfinu" mínu og þá hlaut að fylgja með ákveðinn galsi og ruglumsullumháttur Maríu:

Ég og Illugi sátum í sófanum heima að horfa á Family Guy og borða kvöldmat (svona er þetta þegar Binna er ekki heima ástand? ) En það var verið að gera grín að einhverju svona guðtengdu og kristilegu og þá spurði ég;

Maja: Er þetta ekki Guðspjall?
Illugi, lítur á mig sposkur og segir; ha? hvað meinaru?
Maja, ákveðin: já túlkast þetta ekki sem Guðspjall?? Mér þykir þetta ekki við hæfi.
Illgui, afar ringlaður: María Rut, hvað ertu að meina? Guðspjall?
Maja, ekki að kveikja á perunni: jáá Illugi Guðspjall!! veistu ekki hvað það er??
Illugi: Jú auðvitað veit ég hvað það er, en hvernig tengist það þessu?
Maja, pirruð: ohh skiptir ekki máli.
Maja: já djók ég var að meina Guðlast og við skelli skellihlógum.

Mæli ekki með því að sofa í minna en 2 tíma á einni nóttu þá lendiði í svona rugli eins og ég, heilinn minn starfar amk afar hægt þessa stundina og ætla ég því að skunda í bólið.

Friday, March 17, 2006

Dagurinn í dag virtist í upphafi ætla að vera eins og hver annar dagur. Vaknaði á allra síðustu stundu - eins og vanalega, stökk upp um 07:55 og skundaði í skólann. Stundum þakka ég guði fyrir það að búa nálægt skólanum. En er ég geng út mætir mér sami stöðumælavörður og vanalega sem var í þann mund að hrella einhvern óheppinn ökumann. Ég gekk áleiðis niður Fishersundið og þar sá ég iðnaðarmennina sem ég sé á hverjum degi. Hélt áfram yfir Ingólfstorgið og sá þar rónann sem ég sé þar á hverjum degi, gekk svo yfir áleiðis að Alþingishúsinu, fór yfir götuljósin á Lækjagötunni og mætti þar konunni sem ég mæti á hverjum degi á þessum tíma, hlustaði á sömu tónlist í I-podnum og venjulega og var jafn sein og vanalega en þó mæti ég ávalt á réttum tíma þó tæpara gæti það ekki verið, ávalt jafn úldin og forkunnarfögur eins og mér einni er líkt! Geng inní Cösu Nova, lít vonmikil á einkar fína flatskjáinn til þess að athuga forföll kennara og geng svo í tíma. þar sest ég á sama borð og venjulega við hliðiná Dagnýju og býð góðan daginn, alveg handviss um að þessi dagur verði eins og allir hinir - ekki það að ég kvarti yfir þeim. Svo reyni ég að halda mér vakandi í gegnum afar áhugaverðan jarðfræðitíma hjá herra Guðbjarti og svona gengur það. Þangað til að mér verður litið á bekkjarfélaga og góðvin minn, ég riðaði öll, kiknaði í hnjánum, nuddaði stýrurnar enn einusinni úr augunum til að vera alveg handviss um að það sem ég var í þann mund að verða vitni að væri ekki eintóm svefnleysisímyndun í mér! Þetta var blákaldur raunveruleikinn. Karl Dietrich Roth var í skóm og það Converse skóm! Þannig er mál með vexti að hann er ætíð á tánum í sandölum og það er sko hans ,,Þeing".

Tíkarárshátíð á morgun.. taumlaus gleði og kjóllinn fundinn újé !



Mér skilst að Jónas Margeir Ingólfsson hafi hlotið verðlaunin "nágranni ársins". Þau verðlaun hljóta þeir aðilar sem sýna yfirburði í að vera nágrannar... Ég er svo heppin að vera nágranni hans og lofa öllu fyrir á hverjum degi!

Tuesday, March 07, 2006

Draumur um veruleika?

Fyrir ekki svo löngu dreymdi mig draum um það að ég hafði stofnað Píanóleikarafélag Ísafjarðar. Hló ég svo dátt af því að skammstöfunin á félaginu væri þá að sjálfsögðu PÍ eða kannski þá 3,141592654 ... Ég er alltof einhæf. Ég hef náð botninum - ég er nörd!