Saturday, December 31, 2005

Back to the future

Hér er ég stödd í framtíðinni en þið í fortíðinni. Árið 2006 er gengið í garð hérna hjá mér, búið að skála kampavíni og henda krökkunum í sundlaugina. Fyrir ykkur hin sem að þurfið ennþá að bíða í 3 klukkutíma eftir nýja árinu þá er þetta algjörlega frábært ár hérna megin sem að þið munuð kynnast eftir 3 klukkutíma, flugeldarnir hérna voru sérstakir enda ólöglegir en þetta var áhugavert. Bubbles tekur núna við og kannski Rouge hver veit.. Skemmtið ykkur fallega kæru vinir og ekki djamma of fast :)

Tuesday, December 27, 2005

Moskítóbrjálæði

12 bit á hægri löppinni, 14 á vinstri löppinni, tvö á hægri hendi og eitt á vinstri hendi ooog eitt á kinnini. Þetta hefur kennt mér að ég á ekki að reyna að vera kúl og spreyja mig ekki með ,,Off" sem er flugufælandi sprey............... og ég er greinilega ekki jafn heilög og ég hélt mig vera í sumar þar sem ég fekk ekki eitt einasta bit fyrren seinasta daginn.

Er að fara útí sveit í pik-nik... fleiri flugur þar ?

Saturday, December 24, 2005

Örstutt jólakveðja...

Gleðileg jól öll sömul og takk kærlega fyrir það liðna. Borðið vel, liggið í leti, verðið feit og sumir eiga að liggja í sólbaði (þ.a.m ég ) það er nægur tími til þess að hlaupa kílóin burt eftir áramót, nó nokkrir tjarnahringir sem að bíða mans (ef maður er í emmerr) Anywho.. hafið það náðugt og ég mun standa við það að blogga um leið og allt stússið er búið og þá eru myndirnar væntanlegar ! :)

Knús og sakna ykkar allra ! :)

-Maja landkönnuður

Wednesday, December 21, 2005

bubbbeles

Í gær lá ég í sundlauginni hálfan daginn þar sem að ég og Churton vorum í stríði á móti littlu krökkunum (veit ekki afar þroskað) fórum svo í verslunarferð fyrir Lesley og var það frekar skrautleg för þar sem að ekkert var til í Shoprite, svo við fórum í Kisamente og þar fengum við allt sem við þurftum. Borðuðum svo heima hjá Lesley og Kristjáni en eftir það skunduðum ég og Churton á mömmu bíl á Bubbles sem er írskur pöbb. Þar var pílukvöld og faðir minn í essinu sinu, við fengum okkur drykki og svo var hann dreginn í það að vera memm og ég horfði á með Cherieese. Svo þegar allir voru búnir manaði pabbi mig og Churton íað spila við hann´og félaga hans og viti menn, við unnum ekki. Afar skemmtilegur dagur. Svo kom ég heim settist upp í stofu til mömmu og þá fór rafmagnið af öllu hverfinu í annað skipti þetta kvöldið, ég var svo smeyk því að ég er sú eina sem að sefur niðri að ég bað hana móður mína að koma og kúra með mér, eftir smá tregu þá játaðist hún því og við spjölluðum til að verða 3 í nótt. Var búin að ákveða að fara í golf með pabba í morgun en ég hafði sofið svo litið að ég fer bara seinna. Svo erum ég og Churton að fara að mana pabba í það að taka okkur í veiðiferð á vatnið, taka kleinuhringinn okkar með og láta hann draga okkur og fara í fallhlífarsvif!

En hvað er að frétta af ykkur víst það er aldrei neinn á msn þegar ég er inná ?

Monday, December 19, 2005

Úganda beibí

Er komin í paradísina mína, Úganda. Ferðin var löng og strembin eða u.þ.b sólahringur og þremur tímum betur, maturinn var vondur og plássið lítið svo ég sat öll bogin og brengluð og stútaði 4 kvikmyndum á leiðinni, svaf ekki neitt sumsé og er enn vakandi, sem sagt komir tveir sólahringar, geri aðrir betur!
Er ég lennti, hljóp ég inn, var framalega í vísa röðinni, kom maður og náði í töskurnar mínar og ég hlóp beint í faðminn á mömmu, ótrúlega gott! Skunduðum aftur í borgina, í umferð 'ala Úganda, sem er alveg einkar áhugaverð, ekki fleiri orð um það, fór heim og þar hlupu Hörður og Júlía á móti mér og knúsuðu mig og að sjálfsögðu hann faðir minn einnig. Við tók langþráð sturta og verslunarferð í Garden City sem er ,,mollið" hérna úti, þar er búið að skreyta alla bygginguna með blikkandi seríum, voða sérstakt. Eftir það að hafa áorkað það að fjárfesta í jólagjöfum fyrir Hönnu og Kötu, skunduðum við heim til Kristjáns og Lesleyjar í sundlaugina, þar svamlaði ég í dágóða stund, og viti menn ! Komin með bossafar ! En eftir það játaðist ég því að taka eina könustu við Hönnu, Kötu og Júlíu, man svo næst eftir mér liggjandi á stofuborðinu og stelpurnar að reyna að vekja mig, ég gafst upp, lagði mig í smá stund. Í kvöld var svo borðað heima hjá Kristjáni Tilapíu 'ala Kristján og var ekki E Finnson kokteilsósa á boðstólnum í boði Maríunnar. Mamma og Lesley eru búnar að vera að púsla púsl síðan 1.nóvember og eru allir orðnir húkkt á því að klára þetta, þannig að ég aðhylltist þróunarkenningu Darwins og aðlagaði mig að þessum áhugamálum og fór að púsla, það er ekki frásögufærandi hvort ég stóð mig vel en það er aukaatriði. Skellti mér einnig í bíó (hahaha) á King Kong, þar sofnaði ég afar títt inn á milli atriða, enda sátum við í lúxus luxery stólunum og sumar senur voru bara það langdregnar að það var alveg frábært að blunda aðeins. En eftir bíóið fór ég aftur heim til Kristjáns þar sem þar var Púsl-Maraþon. Við pússluðum eins og brjálæðingar, en náðum þó ekki að klára, klárum þetta á morgun, vorum alveg 6 við borðið, ég, mamma, Lesley, Kristján, Churton og Cheriese. Á morgun mun ég vakna klukkan 9 og fara að stuðla að hundakynlífi Talúlu sem er hundur Kristjáns og Lesleyar en þau eru að reyna að láta hana veðra hvolpafulla, taumlaus tilhlökkun! Tek einhverjar áhugaverðar myndir á morgun og set inn.. Þangað til þá... Heyrumst :)

Einnig verð ég að geta þess að það er einkar áhugavert og skemmtilegt að sjá labbandi föt á ný ! Vei !

Saturday, December 17, 2005

Konan sem aldrei sefur....

Að undanförnu, sem sagt í jólaprófatörninni hef ég stundað þann ósið að fara að sofa á morgnanna og vakna á morgnanna, sumsé farið að sofa í kringum 4-6 og vaknað um 9 leitið. Mér til ama, forvitni og undurs hef ég lært margan athyglisverðan hlut af þessu vökuferli mínu. Ég hef uppgötvað það að geðveiki maðurinn sem býr við hliðná mér spilar ávalt 9. Sinfóníu Beethovens áður en hann háttar, konan sem býr í íbúðinni sem ef fyrir ofan mig sefur aldrei, hvort sem það er klukkan 2,4 eða 6 hún er ávalt labbandi um í háhæluðu skónum sínum. Ætli hún sé ein af uglunum og leðurblökunum? Kannski er hún batman ? Kínverjarnir sem búa í næsta húsi fá sér gjarnan næturgöngu í kringum 2 leitið og fólkið sem býr við hliðiná mér fílar Led Zeppelin. Það fylgir ekki sögunni hvort ég hafi lært eitthvað í námsefninu, en ég lærði mjög mikilvæga hluti um lifnaðarhætti nágrananna !

Úganda eftir sólarhring, get ekki beðið !

Friday, December 09, 2005

Can I borrow your teeth

Áðan sat ég við stofuborðið okkar eða tæknilega séð í herberginu mínu og var að borða mandarínur. Ég leit upp og sá himinninn allan upplýstan en var með i-podinn í eyrunum þannig að ég heyrði ekki nokkurn skapaðan hlut, í fyrstu hélt ég að ég væri orðin virkilega taugaveikluð og firrt af þessum blessuðu prófum en ákvað þar sem að það væri nú rigning úti að spurja Illuga hvort hann hefði nokkuð heyrt í þrumum. Það varð raunin og ég held geðheilsunni, um sinn. Hjúkket.

Ég á að vera að læra núna, ég er komin með námsleiða eða réttara sagt prófleiða, hef verið í prófum síðan í byrjun nóvember nánast. Orðin ótrúlega pró í því að taka próf en vá ég meika ekki meira, búin með 5 próf en það eru aðeins 5 próf eftir, maður sér ekki endann á þessu öllu saman, en alltént þá get ég litið á björtu hliðarnar, ég er að fara til Úganda eftir tæpa viku, það er kannski bara blossinn á himninum sem ég sá áðan, hann ákallaði mig. Vei !

Ég er að hlusta á Leonard Cohen, það minnir mig á tímabilið í vor þegar ég bjó heima hjá ömmu í námsbúðunum fyrir samræmdu prófin, þar sem ég uppgötvaði að amma mín ætti Leonard Cohen á vinyl, það var gleðidagur mikill enda hlustuðum við á þetta daginn út og daginn inn. En hún var nú flottari en ég, hún gat sungið með, ekki skánaði það þegar að Sigrún Gerða frænka kom í hemisókn og þær sungu í kór... svona var vorið í vor, það er svo stutt síðan en samt í raun miðað við þá vaxtarkippi sem lífið mitt hefur tekið svo óralangt síðan. Förum ekkert út í það meir. Ensku-grammartíkin bíður.... spök og mun ég hér með halda áfram...

ahh So Long Marianne var að byrja minnir mig bara á áramótin á Sólbakka þar sem dansinn dunaði og það lag ómaði um allan Sólbakkann, gleymi því aldrei er Sigrún þreif í mig og kenndi mér enskan vals. Indælir tímar.

Sunday, December 04, 2005

Loðinn hafragrautur

Sá sem er fyrstur að sanna :

,,Í rétthyrndum þríhyrningi er minnsta hornið þá og því aðeins 30°, að önnur skammhliðin sé helmingur langhliðarinnar" eða ,

,Punktur er þá og því aðeins á miðnormal striks, að hann sé í sömu fjarlægð frá endapunktum þess"... þið ráðið hvora þið takið :)

... fær pakka frá Maju :)