Tuesday, February 28, 2006

Óreiða...

Ég er loksins flutt: eftir óþreyjufulla bið! Bý ekki lengur bakvið stofuborðið á dýnu inní 50 fm íbúðinni okkar heldur í herbergi, með rúmi og dótinu mínu. Binna frænka heldur því samt fram að ég muni skríða niður og undir stofuborðið þegar mig dreymir illa, sælla góðra minninga. Er ég svona galin ?

Sunday, February 26, 2006

Úganda - the place to be

Candidate (Party) Number of Votes % of Votes

Yoweri Kaguta Museveni (NRM) 4,078,911 59.28%

Kizza Besigye (FDC) 2,570,603 37.36%

John Ssebaana Kizito (DP) 108,951 1,58%

Abed Bwanika 65,345 0,95%

Miria Obote (UPC) 56,674 0,83%


Yoweri Museveni vann sem betur fer, en kosningar voru kunngjörðar í gærkvöldi. Fyrir þá sem ekki vita þá er Yoweri Museveni forseti í Úganda og hefur verið við völd síðan árið 1986 og hefur staðið sig með prýði. Tala menntamanna hefur tvöfaldast og á sama tíma tala alnæmissmita lækkað gríðarlega eftir herferð sem hann stóð fyrir gegn alnæmi. Vísitalan hefur lækkað um 20% síðan að hann tók við völdum og því grundvöllur að bættum efnahag. Að mínu mati var helsti mótframbjóðandinn ekki sniðugur, hann heitir Kizza Besigye og er menntaður læknir. Hann er búinn að sitja í fangelsi í dálangan tíma fyrir nauðgun og eitthvað fleira smekklegt. Úganda er bara þannig land að það má ekki við neinum breytingum, það er ennþá á frumstigi og mun bæta sig vonandi meira í framtíðinni enda er Úganda landið sem ég elska mest og best. Mamma og Pabbi voru samt búin að byrgja sig upp af matvælum, vatni og olíu ef uppreisnir skyldu brjótast upp, en það virðist vera allt í góðu lagi. Ég vona bara innilega að landið mitt haldi áfram að þróast í rétta átt og fái að blómgast sem best og mest.

Tuesday, February 14, 2006

Damanileza

Ó.. Var Valentínusardagur í dag? Svona er maður gasalega rómantískur.........

Saturday, February 11, 2006

Þenkjandi unglingnur í tilvistakreppu...

Ég ætla bara að vera frökk og segja það hreint út; Ég kann ekki að flauta! Þar að leiðandi tapa ég alltaf í spilaleiknum ,,Hæ gosi" sökum þess að þegar að maður fær eitthvað ákveðið spil á maður að flauta eins og líf manns væri að leysa. En hjá mér kemur ávallt eitthvað tilgerðarlegt ískur sem reynist vera miður líkt flauti óveruleikafirrtra einstaklinga sem geta þanið tunguna og flautað. Ég hef verið í þungum þönkum yfir þessu undanfarið og hef verið að æfa mig þegar að ég er ein heima og enginn sér mig. En alltaf kemur þetta tilgerðarlega ískur sem að minnir einna helst á breimandi læðu og eigi vil ég líkjast breimandi læðu eða hvað ? En ég mun halda ótrauð áfram og ég mun berjast gegn vangefni minni! Ég mun læra að flauta fyrr eða síðar.


Eitt annað sem hefur ferðast um huga minn í þónokkurn tíma það eru íslensk barnalög:

Byrjum á fyrsta erindinu:
Ein ég sit og saumaInní littlu húsiEnginn kemur að sjá migNema littla músim

Okei, um hvaða ótrúlega sorglega einstakling er hér verið að syngja um? Þetta er ekki beint upplífgandi fyrir blómstrandi börn eða hvað ? Svo kemur hinn parturinn sem að ég botna ekkert í ef fyrra erindið er tekið til greina :

Hoppaðu upp
og lokaðu augunum
bentu í austur, bentu í vestur
bentu á þann sem að þér þykir bestur !

Þarna er sumsé manneskjan sem að sungið var um að ofan orðin eitthvað vangefin því að hún hoppar alltíeinu upp, lokar augunum, bendir og svo á þann sem að henni þykir bestur. En hvaðan kom allt í einu þessi brjálaða gleði? Enda var ekki bara músin sem að heimsótti hana þannig að það er ekki um margt að velja í ábendingum hennar eða hvað ?

Endilega hjálpið mér að botna eitthvað í þessu blessaða lagi...

Saturday, February 04, 2006

.... Átti einkar skemmtilegar samræður við Lalla Johns áðan :

Kemur stormandi að mér á Fjólugötunni......

Lalli, rámur : ,,hey skvísa, áttu eld? "

Ég, sposk : ,,Nei því miður"

Lalli, sorgmæddur : ,,nújæjja, góða helgi" (brosir og veifar)

Ég, áttavilt : Jáaa... sömuleiðis !

Skemmtilegt þetta líf í borginni, veit aldrei hvað maður lendir í !

Wednesday, February 01, 2006

Hnerr

Vestfirðirnir fóru alveg með mig. Ég kem til baka til Reykjavíkur og greinilega vel merkt með kvef, hálsbólgu og hausverk. Ekki hefur það skánað síðan þá. Fór samt í skólan í dag, en hugurinn var eigi með í för. Svo ligg ég hérna á dýnunni minni núna með tárin í augunum því ég get ekki hnerrað ! Svo rétt í þessu flaug fluga ein og spök framhjá mér, fyrst fór um mig uggur þar sem ég hélt ég væri stödd í Úganda á ný því mér fannst þetta vera moskító fluga. En svo hugsaði ég dæmið til enda og auðvitað var það ekki raunin, nema þá að ég hafi flutt hana með mér er ég kom á Frón í byrjun janúar. Það væri svæsið ef ég hefði flutt inn moskítófluguna sem hefði svo aðlagast loftslaginu og tekið öll völd í flugnaheiminum. Vandamálið yrði þá líklegast bara það hvernig hún myndi fjölga sér, nema þá að það yrði með knappskoti eða einhverju öðru eins afbrigðilegu ! Jæjja alltaf tekst mér að bulla um allan andskotan, en svona er þetta þegar maður er veikur, sér ofsjónir samaber moskítóflugur og fleira.

Ætla að reyna að sofna... jeeee...

p.s held ég sé alveg að fara að hnerra.... jeeeeee.....