Wednesday, March 16, 2011

Leonard Cohen

Eitt það fallegasta sem ég veit er Leonard Cohen. Ég kynntist honum fyrst almennilega þegar ég var 14 ára gömul, heima hjá ömmu á Eyraveginum og fann þar vinyl plöturnar hennar og ákvað af forvitni að hlusta og hef síðan þá verið gjörsamlega dolfallinn aðdándi hr Cohens.

Leonard Cohen hefur reyndar fylgt mér frá því ég var pínulítil stelpa, það er nefnilega þannig að það er hefð á Sólbakka á áramótunum að skella So long Marianne á fóninn og dansa saman við það fallega fallega lag. Mjög epísk stund alltaf hreint, en algjörlega ómissandi þáttur í nýju ári - að dansa við Cohen!

Í fyrra ákvað ég að reyna að finna hver þessi Marianne væri og hver sagan á bakvið þetta magnaða lag væri. Komst að því eftir ekki langa leit að komst ég að því að lagið er um norsku konuna Marianne Jensen (Ihlen) sem átti í rómans við Coehn á grísku eyjunni Hydru 1960. Þau áttu í eldheitu ástarsambandi í nokkur ár en svo skildu leiðir. Þannig að lagið er um hana og þeirra samband.

Í kjölfarið fór ég á youtube og fann þar nokkur áhugaverð vídjó:



Hér er hann að syngja lagið á tónleikum og brotnar niður í miðju lagi.




Hér er tjáir Cohen sig um sambandið "somehow Marianne came into my arms"



Pínu spes en hér er Marianne sjálf að raula með laginu.. orðin meira en 60 ára..

Ég veit ekki, ég er ekki mjög rómantísk eða væmin kona, en þetta finnst mér svolítið fallegt.

2 comments:

Tinna said...

Ó, ó Cohen!
Ég fæ tár í augun að horfa á myndbandið þar sem hann grætur.

María Rut said...

:( og auðvitað er hún Skandinavi! :/