Tuesday, May 31, 2005

María Oliveer

Kominn tími á smá blogg?

Ég nýt þeirrar blessunnar að fara stundum yfir á Flateyri til hinnar yndislegu móðurmömmu minnar, Jóhönnu. Hún er alveg stórkostlega sérstök og tók upp á því, að úr því að ég væri að fara að flytja suður og hefja sjálfstæðara líf, yrði ég að læra að elda.

Hún stóð við orð sín og kallaði á mig í gær í sósugerð. Ég lærði að búa til brúna sósu, en amma sá um kjötið. Kjötið var vont en uppbakaða sósan mín heppnaðist. 1-0 fyrir Maríu...

Í dag ætlaði hún hinsvegar að kenna mér að gera steiktan fisk. Ég var í þann mund að setja smjörlíkið á pönnuna þegar hún uppgötvaði að það væri ekki til neitt rasp, og hún nennti ekki út í sjoppu til að kaupa svoleiðis. Þannig að ég fann í frystinum ,,Chicago Town Tortillas" og ,,Microwave Rices" skellti því í örbylgjuna með mikilli list og bjargaði kvöldinu. Þar að leiðandi finnst mér að þetta sé núna komið í 2-0 fyrir mér.

Það verður mjög spennandi að fylgjast með morgundeginum. Mun amma klikka eða læri ég eitthvað nýtt... tjah maður spyr sig.

Friday, May 27, 2005

Fa ser Islenskt vatn !

Minningarflóð... !

Vá, ég varð bara að birta nokkar vel valdnar myndir frá Amsterdam ævintýrinu !

Þannig er mál með vexti að þarna bjó ég í þrjá mánuði og þetta var bara yndislegt og það sem átti sér stað þarna inni er ólýsanlegt, en hér fyrir neðan er smá sýnishorn af svona hinu og þessu....
Bananabardusid !!!
Paskarnir !!
Magga ad reyna ad flyja !
Teikning sem eg gerdi til thess ad hanna kokuna okkar.. good times !
Magga nidurdregin afthvi ad vid attum ekki pening fyrir gulrotum .. :(
Bokunarkvoldid goda !!!
Thetta var brj�la� kv�ld !

Skandall

Hvað var maður að spá hérna? ætli maður hafi ekki bara verið þjáður af Amsterdamheilkenninu sem einkenndi okkur vinkonurnar í dvöl okkar í þessum blessaða kofa okkar ?

Thursday, May 19, 2005

'89 árgerðin á Ísafirði, óargardýr !

Gerðum hið ógerlega í dag.

Við 10. bekkingar fórum í óvissuferð í dag til að fagna lok prófa. Ferð okkar var heitið inn í varnagarðinn á Flateyri þar sem við tók þvílíkur bardagaleikur. Efst í hlíðinni voru víkingarnir (við) og neðst voru landnemarnir, sitt hvort liðið fékk sér hönd flugelda-bombu, og átti höfðingjarnir í sitthvoru liðinu að finna sem ákjósalegastann felustað. Leikurinn gekk semsagt út á það hvort liðið yrði á undan að kveikja á flugeldanum. Eftir dágóðan múgæsing og bardaga og þó nokkru eftir að ég varð ,,lík" þá hleypur Hermann minn kæri vinur með eldspítur og flugeldann sér við hönd og kveikir í við mikinn fagnaðargalsa. Kemur drengurinn hlaupandi niður hlíðinna ánægður með verkið, og allir mjög ánægðir með það að geta loksins haldið ferðinni áfram. Þá heyrist í eitthverjum ,,hey er kviknað í þarna uppi" þá hafði flugeldinn sem sprakk frekar lágt, kveikt í sinu í miðjum varnagarðinum. Allir stóðu þarna og horfðu á eldinn blossa upp. ójá okkur tíundubekkingum hafði tekist hið ógerlega. Við kveiktum í varnagarðinum. Enda ber þess mjög bersýnilegt ummerki um það að við höfum verið á kreiki þar sem stór, svartur blettur nær yfir hálft útivistarsvæðið. Ég vil samt halda því fram að þarna muni spretta upp hið grænasta gras innan skams.

Annars er mjög fínt að vera búin að klára prófin og þá getur maður farið að íhuga önnur málefni. T.d Úganda ferð eftir þrjár vikur.

Tuesday, May 10, 2005

Tikin.is

Ég get stolt sagt að ég er gestapenninn á www.tikin.is og er þetta mín fyrsta opinbera grein.

þið finnið greinina undir ,,gesturinn"

Saturday, May 07, 2005

Maja sjóari

Fyrir slysni rakst ég á svolítið sem ég vissi ekki einsinni að væri á veraldarvefnum.

http://www.isafjordur.is/is/skoli/flateyri/sjoferdin.html

Þarna sérst bersýnilega, hversu aðlaðandi ég var fyrir nokkrum árum, vildi að ég hefði ennþá þennan kynþokka :(

En fyrir ykkur sem vita það ekki, þá er þetta s.s frá því að ég var strákur, og þarna toppaði ég allt...

.... ég fór á sjó .......

Friday, May 06, 2005

Joan of Ark !

Þegar ég verð komin á mín eldri ár, vil ég geta setið í hægindastólnum mínum, með eitthvern ofurtæknivæddan-afþreyingargrip, líta til á plötusafnið mitt og sjá þar ; allt safnið með Bob Dylan, allt safnið með Leonard Cohen og allt safnið með Nick Drake. Þá get ég dáið ánægð.

Sunday, May 01, 2005

Oreo Kex og Svali

Amma liggur í sófanum og er að horfa á 24. Hún lifir sig frekar mikið inn í þáttinn að það er ógerlegt að flissa dátt (innra með sér) að henni. Hún er hérna alveg emjandi ,, nei, beygðu þig, passaðu þig á manninum" ..

.. Aldrei hef ég lifað mig inn í sjónvarpsþætti, fyrir utan Friends, og það er ekkert athugunarvert við það.

Aftur á móti var ég að uppgötva núna, að ég hef lifað árþúsundaskipti, og einnig flest allir sem skoða þetta (nema þá að þetta eru bráðgáfaðir krakkar fæddir 2000 + ) .
En það er heldur sérstakt ef maður spáir í því, því að seinustu árþúsundaskipti voru á milli áranna 0-1000 og ég (þið) lifðum árþúsundaskiptin 1000-2000. Þetta hafði aldrei hvarflað að mér áður og þykir mér þetta með eindæmum merkilegt því að börnin okkar munu ekki fá að upplifa þetta.