Monday, March 28, 2011

Oh Land!

Nanna Øland eða (Oh land) er búin að gefa diskinn sinn, LOKSINS! Hann er snilld, mæli með honum! Ég uppgötvaði Oh Land snemma í fyrrahaust og er búin að fylgjast með henni rísa mjög hratt. Algjör snilld, eitthvað sem allir verða að hlusta á! Svo er hún líka svo fáranlega fine!




&g

t;

Víííí........ ætla að halda áfram að læra!

Tuesday, March 22, 2011

Nick Drake


When I was young, younger than before
I never saw the truth hanging from the door
And now I'm older see it face to face
And now I'm older gotta get up clean the place.

And I was green, greener than a hill
Where flowers grew and the sun shone still
Now I'm darker than the deepest sea
Just hand me down, give me a place to be.

And I was strong, strong in the sun
I thought I'd see when day is done
Now I'm weaker than the palest blue
Oh, so weak in this need for you.


When the day is done
Down to earth then sinks the sun
Along with everything that was lost and won
When the day is done.



It's a pink, pink, pink, pink, pink moon.


Wednesday, March 16, 2011

Leonard Cohen

Eitt það fallegasta sem ég veit er Leonard Cohen. Ég kynntist honum fyrst almennilega þegar ég var 14 ára gömul, heima hjá ömmu á Eyraveginum og fann þar vinyl plöturnar hennar og ákvað af forvitni að hlusta og hef síðan þá verið gjörsamlega dolfallinn aðdándi hr Cohens.

Leonard Cohen hefur reyndar fylgt mér frá því ég var pínulítil stelpa, það er nefnilega þannig að það er hefð á Sólbakka á áramótunum að skella So long Marianne á fóninn og dansa saman við það fallega fallega lag. Mjög epísk stund alltaf hreint, en algjörlega ómissandi þáttur í nýju ári - að dansa við Cohen!

Í fyrra ákvað ég að reyna að finna hver þessi Marianne væri og hver sagan á bakvið þetta magnaða lag væri. Komst að því eftir ekki langa leit að komst ég að því að lagið er um norsku konuna Marianne Jensen (Ihlen) sem átti í rómans við Coehn á grísku eyjunni Hydru 1960. Þau áttu í eldheitu ástarsambandi í nokkur ár en svo skildu leiðir. Þannig að lagið er um hana og þeirra samband.

Í kjölfarið fór ég á youtube og fann þar nokkur áhugaverð vídjó:



Hér er hann að syngja lagið á tónleikum og brotnar niður í miðju lagi.




Hér er tjáir Cohen sig um sambandið "somehow Marianne came into my arms"



Pínu spes en hér er Marianne sjálf að raula með laginu.. orðin meira en 60 ára..

Ég veit ekki, ég er ekki mjög rómantísk eða væmin kona, en þetta finnst mér svolítið fallegt.