Monday, January 23, 2006

Vá...

Einusinni var maður ótrúlega kúl, en þessi mynd er einmitt tekin þegar að ég hélt því einatt fram að ég væri strákur og stundaði frjálsar íþróttir. Þetta ku vera tekið í Súgandafirði, heimabær Eyrúnar merkilegt nokk og þarna erum ég, Margrét Alda, Helgi, Víðir og Kristrún Una í miklu keppniskapi.

Friday, January 13, 2006

Lampaglott

Dagurinn í dag var afar merkilegur því að þetta var dagurinn sem ég og Dagný löbbuðum áfurábak allan daginn fyrir Pakistan! Ég datt einnig fyrir Pakistan en það er annað mál.

Wednesday, January 11, 2006

Sálarlausir?

Talaði við fósturmóður mína áðan og sagði hún mér frá því að DV hafði einusinni hringt í hana og boðið henni ókeypis áskrift, hún afþakkaði með hörðum orðum og sagðist geta keypt sér betri klósettpappír útí búð. Sem er alveg satt, DV er ekki einsuinni nógu mikið sorprit til að standast undir kröfum klósettpappírs ! Langar að skrifa aðeins um þessa leiðinlegu atburði sem hafa átt sér stað í íslenskum fjölmiðlum. Í gærmorgun sat ég í 10/11 og sá forsíðu blaðsins og mér hreinlega blöskraði, ekki bara vegna ósiðmennskunnar heldur einnig sökum þess að þetta var á Ísafirði heimabæ mínum. Las greinina og ætlaði ekki að trúa þessu en ég hef ávalt varað mig á því að trúa því sem að er prenta á þetta ,,blað". Svo seinna um daginn kom Binna frænka heim og kom með þær fregnir að maðurinn hafði fyrirfarið sér í dag, þá átti ég ekki orð.
Að mínu mati eru DV hreint og beint út ekkert minni morðingjar en þeir sem að sitja inni og afplána dóm sinn! Þó svo að maðurinn hafi verið sekur eða saklaus þá er ákveðin regla sem að segir að allir eru saklausir uns sekt er sönnuð, málið var að byrjunarstigi og DV hefur engann veginn þann rétt að koma og skipa sig í eitthvað dómarasæti og dæma í þessu máli, þar sem að þeirra úrskurður var mjög greinilegur!
Látum frekar íslenska dómstóla um það, enda er það þeirra vinna. DV drap ekki aðeins mannorð mannsins heldur einnig manninn sjálfan er þá ekki komið nóg? Ég spyr; ætla ritstjórar blaðsins að senda inn blóm í útför hins látna ?
Ég segi einfaldlega hingað og ekki lengra, það verður að bæla þetta blað niður ! Þess vegna skora ég á alla þá sem að nú þegar hafa ekki skrifað undir þetta að skrifa undir, eitthvað róttækt verður að gerast því að ég vil ekki lifa í svona þjóðfelagi.
www.deiglan.com/askorun

Monday, January 09, 2006

Sunday, January 08, 2006

Kennslustund í tímastyttingu

Hef ég hér með ákveðið að blogga og að því tilefni mun ég gefa sjálfri mér klapp á bakið *klapp* ... Er komin heim í rigninguna/slydduna/snjókomuna, ferðin heim er reyndar alveg skemmtileg saga útaf fyrir sig þar sem að ég álpaðist ávalt til þess að kynnast einhverjum þarna þannig að ég var aldrei ein, fyrst kynntist ég Dana og ég var samferða honum til Nairobi og við vorum að fara í flug á sama tíma þannig að við sátum og drukkum kók þangað til að flugin okkar færu eftir 3 klukkutíma, svo á leiðinni til London sat ég við hliðiná systkinum sem að voru í heimavistaskóla í Englandi en voru frá Kenya, svo eftir 8 og hálfan tíma lennti ég á Heathrow klukkan 6 um morguninn og við tók 7 klukkutíma löng bið þar sem að meðal annars ágætur róni kom og reyndi við mig og ég keypti sokka fyrir i-podinn minn, svo þegar að ég var búin að arka þarna um í dágóða stund og orðin svolítið eirðarlaus settist ég niður þar sem að risastóri flatskjárinn er og horfði á Simpsons og flr ekki amarlegt það. Var ég ekki búin að sitja þarna í 3 klukkutíma og tveir strákar við hliðiná mér þegar að ég ákvað að bjalla aðeins í hana Dagnýju mína til að eyða aðeins tímanum og talaði þá að sjálfsögðu íslensku. Stóð svo upp til að athuga hvort að væri búið að tilkynna hvaða hlið ég ætti að fara í gegnum, settist svo niður og þá leit strákurinn á mig og fór að tala við mig, ég skildi hann bara alls ekki og skildi ekkert í þessu því að hann starði á mig og svo sagði hann ,,hvað tala ég svona lélega íslensku eða?" ég náttúrlega bjóst ekkert við því að þetta væru tveir íslendingar, þó svo að ég hafði haft sterkan grun um að þeir væru skandínavískir en við spjölluðum svo það sem að eftir var og mikið er þetta lítill heimur því að þeir voru einmitt í sömu flugvél og ég frá Nariobi. En svona á að gera þetta þegar að maður ferðast einn bara tala við eitthvað fólk og þá líður tíminn miklu hraðar...