Wednesday, April 16, 2008

Tralalallala

.... En ég ákvað að snúa aftur. Áttaði mig á því að hér á ég heima. Hér átti ég góðar stundir og seinast þegar ég skildi við þetta blogg var ég sautján ára, ráðvilt ung kona að hefja mitt annað ár í MR og ætlaði að sigra heiminn þar já og annarsstaðar. Úff það er langt síðan og lífið var mun auðveldara þá eða þannig séð. Í dag er ég að verða nítján vetra innan skamms, í sambúð og búin að geta af mér ávöxt lenda minna - Þorgeir Atla. Újé. Geri aðrir betur. Og já ég gleymdi - ég er föst á Ísafirði. (Eða þúveist kannski ekki alveg föst, en ég sumsé kláraði ekki MR, viltist á Ísafjörð, fór á fast, ætlaði aftur í MR, áttaði mig á því að ég væri ekki ein og þá komin 5 mánuði á leið - (ég er ekki jafn ljóshærð og það virðist vera) og ákvað þá að það væri bara best að klára skólann í MÍ. ) Þannig að ég vil meina að ég sé fórnarlamb örlagana enda er ég örfluga !

Ég mun blogga nánar og oftar um þetta allt síðar - þetta var svona inngangurinn hjá mér.

Annars er ég að fara að skíta á mig í frönskuprófi á morgun - ég er svo mikill rebell að ég hef ekkert mætt í tíma í vetur og er að fá það feitt í bakið núna újé!

e.s Ég er kannski ekki svo mikill rebell - ég var með undanþágu því ég er að sinna uppeldishlutverki mínu.

e.e.s En ég er samt ennþá ofur-mega-töff- mamma.

8 comments:

Anonymous said...

Þú ert svo dugleg! æðislegt að þú sért farin að blogga aftur, hörkugóður penni ;) sjáumst !

Anonymous said...

Föst á Ísafirði, ihss hljómar eins og Guðgeir!

Kát yfir því að þú sért sokkin í bloggið á ný.. about time!

Anonymous said...

yesss, blogg hjá mammó maríu nú geng ég sáttur út í lífið á ný eftir áraraðir og ég panta mömmu blogg innan við næstu 3 vikur !
Kærlig hilsen de valdo

Anonymous said...

sæta sæta, ánægð með þetta. mér finnst þetta blogg miklu meira þú.

(ps. ég býst við að þú hafir ekki tekið eftir þessu og ætla þess vegna að benda þér á þetta í tilefni af breyttum tímum, en kannski rename-a manneskju í o-inu í tenglum, hehe:)

Anonymous said...

Hahaha góð hugmynd Alberta :)

En ég segi bara eins og hinir, gaman að fá þig aftur hingað :)

Ps. ég hélt líka að ég væri að skíta á mig í fröskuprófinu mínu á sínum tíma en það reddaðist einhvernveginn. Hef fulla trú á að það verði eins hjá þér :)

Pss. Hlakka til að sjá þig í næstu viku!

Anonymous said...

Svo þetta var bara stutt gaman.

Anonymous said...

Jájá maja, þú ætlar að verða ein af þessum ofur bloggurum.

Anonymous said...

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/06/28/barnvaenir_thingeyingar/

varð hugsað til þín þegar ég sá þessa frétt... hehe, verið að stuðla að fleiri sifjaspellum... nei hvað kallaðiru aftur þingeyringa? :) er búin að vera í klukkutíma að leita að orðinu