Wednesday, June 29, 2005

Moby

Veit ekkert afhverju ég er að blogga. Ætli það sé ekki bara sektarkennd yfir fljótfærnisblogginu hérna fyrir neðan.

Ég er í góðu skapi, er í þann mund að svala internetþörfinni minni, það er indælt.
Verð voða uppstökk þegar ég kemst ekki á veraldarvefinn lengi, þá gefst ég upp, rölti til Kristjáns frænda og svala þörfinni.

Í dag var ég dómari með ms. Oliver í frjálsum íþróttum, ég get ekki neitað því að ég nýt þess að hafa svona mikið völd. Júlía systir vann reyndar í fjórum greinum, ég veit alveg hvaðan genin koma.

En reyndar verður þetta enn eitt fljótfærnisbloggið því að mamma var að hringja og vildi að ég færi að koma heim, þannig að ég þarf að skunda heim í myrkrinu, kætir mig samt aðeins að pabbi ætlar að labba á móti mér, því það er kolniðamyrkur og engir ljósastaurar eða neitt. Bara myrkur og labbandi föt.

Er voða spennt yfir MR. blogga betur um það seinna.

over and out

Tuesday, June 28, 2005

dúdúdú

Smá örbloggfærsla hérna :

Er á skrifstofunni hjá mömmu, vaknaði á ókrisitilegum tíma í gær og í dag, hvað er að gerast við letilífið ??

Í gær vaknaði ég um hálf 7 (hálf 4 á ykkar tíma) og fór að vinna uppí Kabira skólanum hjá Herði og Júlíu við það að vera dómari á íþróttamóti, þetta var ægilega krúttlegt allt saman voða gaman og keppt í hinum ýmislegustu hlutum..

pabbi er að reka á eftir mér, erum að blocka stæðin hérna... erum að fara að stússast eitthvað í dag.. borða núna.. og á eftir... :D haha

p.s KOMST INNÍ MR :D

Wednesday, June 22, 2005

Jambo Jambo musungus !!!!!

I nott dreymdi mig ad eg hefdi verid a skolaslitum tonlistaskolans a Isafirdi og thau foru fram i kirkjunni. Eg atti vist ad taka thatt i eitthverju leikriti og lek Mikka mus, sem hekk a veggnum allt leikritid. Eftir ad leikritid var buid oskradi Sigridur Ragnars yfir salinn ,,Maria min, fardu svo inn og skiptu um bleyju"

Veit ekki tilganginn med thessu en hann hlytur ad vera eitthver...


... er ekki lengur hraedd vid ,,local" folkid.. For i litid thorp i gaer med Justin til ad na i mudfish... Thetta var alveg einsog i heimildarmyndunum, eg var natturulega algjor ,,musungu" Sat inni bil, og laesti hurdunum a medan ad folk thyrpist ad bilnum og var ad banka i bilinn og oskrudu haegri vinstri ,,musungu musungu" Thessir krakkar voru svona 4-5 ara og ekkert sma saet ! Svo drog Justin mig utur bilnum, eg hikadi i fyrstu en svo let eg slag standa og skundadi i sma gongutur um thennan fallega bae, med fiskilykt, kofum ur pappa, rusli, skitugu folki liklegast oll smitud af alnaemi og allir med koleru. En samt thratt fyrir thetta fannst mer thetta mjog hollt fyrir mig og thessvegna innst inni saett samfelag... eda thid vitid.. En eg bradnadi alveg thegar vid tvo ,,musungu-arnir" Justin og Maria vorum buin ad labba sma hring thegar saetasti strakur i heimi kom og tok i hondina a mer og sleppti bokstaflega ekki.. Knusadi mig bak og fyrir og dansadi vid mig og taladi a eitthverju oskiljanlegu tungumali en thratt fyrir thad virtist vera ad hann skildi mig og eg hann.. svona svipad og Tarzan og Jane fyrirbaerid... En svo vappadi thessi ungi drengur med okkur hring eftir hring og aldrei sleppti hann hondinni, endadi med thvi ad eg gaf honum teygju sem eg atti og 1000 schillinga sem eru cirka 30 kronur, orlaetid i hamarki, en hann var haestanaegdur, let teygjuna mina utan um hondina og hafdi hana sem armband og peningurinn hefur eflaust dugad fyrir nokkrum maltidum og nyjum fotum eftir dramatiska kvedjuathofn vid strakinn sem braeddi hjartad mitt, skundudum vid til baka i siglingaklubbinn med beituna.. Kaldhaendislegt, thad fyrsta sem eg gerdi thegar eg kom til baka var ad thrifa a mer hendurnar, alltaf tharf madur ad vera snobbad svin. Eg mun eitthvern daginn fara aftur i thetta ogedslega thorp og saekja drenginn, og mennta hann, hysa hann, gefa honum mat og gott lif. .

Jaeja... laet thetta duga i bili, thad er vika i gaminn og tha faum vid Internet heim til okkar.. looking forward to that, indeed ! :)

p.s helv.#$$ hundarir atu uppahaldspeysuna mina, theyr eru ekki beint i nadinni thessa stundina og eg er ad spa i ad eta matinn theirra naest thegar hann er borinn fram...

Jambo Jambo musungus !!!!!

I nott dreymdi mig ad eg hefdi verid a skolaslitum tonlistaskolans a Isafirdi og thau foru fram i kirkjunni. Eg atti vist ad taka thatt i eitthverju leikriti og lek Mikka mus, sem hekk a veggnum allt leikritid. Eftir ad leikritid var buid oskradi Sigridur Ragnars yfir salinn ,,Maria min, fardu svo inn og skiptu um bleyju"

Veit ekki tilganginn med thessu en hann hlytur ad vera eitthver...


... er ekki lengur hraedd vid ,,local" folkid.. For i litid thorp i gaer med Justin til ad na i mudfish... Thetta var alveg einsog i heimildarmyndunum, eg var natturulega algjor ,,musungu" Sat inni bil, og laesti hurdunum a medan ad folk thyrpist ad bilnum og var ad banka i bilinn og oskrudu haegri vinstri ,,musungu musungu" Thessir krakkar voru svona 4-5 ara og ekkert sma saet ! Svo drog Justin mig utur bilnum, eg hikadi i fyrstu en svo let eg slag standa og skundadi i sma gongutur um thennan fallega bae, med fiskilykt, kofum ur pappa, rusli, skitugu folki liklegast oll smitud af alnaemi og allir med koleru. En samt thratt fyrir thetta fannst mer thetta mjog hollt fyrir mig og thessvegna innst inni saett samfelag... eda thid vitid.. En eg bradnadi alveg thegar vid tvo ,,musungu-arnir" Justin og Maria vorum buin ad labba sma hring thegar saetasti strakur i heimi kom og tok i hondina a mer og sleppti bokstaflega ekki.. Knusadi mig bak og fyrir og dansadi vid mig og taladi a eitthverju oskiljanlegu tungumali en thratt fyrir thad virtist vera ad hann skildi mig og eg hann.. svona svipad og Tarzan og Jane fyrirbaerid... En svo vappadi thessi ungi drengur med okkur hring eftir hring og aldrei sleppti hann hondinni, endadi med thvi ad eg gaf honum teygju sem eg atti og 1000 schillinga sem eru cirka 30 kronur, orlaetid i hamarki, en hann var haestanaegdur, let teygjuna mina utan um hondina og hafdi hana sem armband og peningurinn hefur eflaust dugad fyrir nokkrum maltidum og nyjum fotum eftir dramatiska kvedjuathofn vid strakinn sem braeddi hjartad mitt, skundudum vid til baka i siglingaklubbinn med beituna.. Kaldhaendislegt, thad fyrsta sem eg gerdi thegar eg kom til baka var ad thrifa a mer hendurnar, alltaf tharf madur ad vera snobbad svin. Eg mun eitthvern daginn fara aftur i thetta ogedslega thorp og saekja drenginn, og mennta hann, hysa hann, gefa honum mat og gott lif. .

Jaeja... laet thetta duga i bili, thad er vika i gaminn og tha faum vid Internet heim til okkar.. looking forward to that, indeed ! :)

p.s helv.#$$ hundarir atu uppahaldspeysuna mina, theyr eru ekki beint i nadinni thessa stundina og eg er ad spa i ad eta matinn theirra naest thegar hann er borinn fram...

Sunday, June 19, 2005

Hiti, mataboð, spil, lestur, át, rigning, óhugnalegir bíltúrar, ,,17.júní" og fleira er margt af því sem er mér efst í huga.

Það var haldið uppá 17.júní hjá Íslendingunum í gær heima hjá Lilju. Þar var á matseðilnum Lambakjöt, ss pulsur, Hangikjöt og uppstúfur og pönnukökur, held ég hafi drukkið 5 lítra af kóki í gleri, enda var sýrustigið orðið ágætlega hátt hjá mér undir lokinn. Merkilegt samt hvað Íslendingar eru leiðinlegir. Ekki meint þannig að þeir séu allir leiðilegir andlega, eða bældir, er heldur ekkert að alhæfa. En það sem einkennir boð þar sem margir Íslendingar eru saman er það að það sitja allir og bíða eftir því að eitthver taki á skarið. Þannig að í gær sátu allir og þögðu, voðalega .... ,,hátíðlegt" En það virðist vera að það þurfi alltaf eitthver að taka á skarið, og það bíða allir eftir því að eitthver geri það, en það endar á því að enginn geri það. Annars voru nokkrir erlendir gestir þarna sem að björguðu kvöldinu. En þetta var samt bara hið fínasta kvöld... Fórum svo heim og ,,eldra" liði fór að spila Könustu en ég snéri mér að bókinni minni og kláraði hana og byrjaði reyndar á annarri. Í morgun vaknaði ég í eftirvæntingu, það var planað að fara á blue mango og synda í sólinni, en það var bara hellidemba, þrumur og eldingar með öllu tilheyrandi, þá settumst við bara niður og spiluðm kínaskák og þráðum kók og súkkulaði.
Núna sit ég í makindum mínum og bið eftir Lasangja heima hjá Kristjáni og Lesley...

Í gær þurftum við að keyra heim frá Lilju, klukkan var um 11 og kolniðamyrkur. Eina sem sást voru labbandi föt. Við keyrðum hægt enda vegirnir takmarkað færir og ég hef held ég aldrei verið jafn hrædd..sér í lagi þegar umferðin er jafn ,,þróuð" og hér. Sumir bílar blikka bíljósunum daginn út og daginn inn, en vita í raun og veru ekki hversvegna, aðrir láta háu ljósin á þegar þeir mæta bílum og slökkva svo á þeim þegar bílarnir eru komnir framhjá, enn aðrir bílar eru alltaf með stefnuljósin á , tilgangurinn með því er víst sá að láta fólk vita að það má EKKI taka framúr. Eitthvað er þetta takmarkað í mínum huga og það kítlar mig ægilega að halda bara námskeið fyrir fáfróða bílstjóra, þó svo að ég sé ekkert svakalega fróð.

Opnaði bakpokann minn í gær til að ná í moskítóflugufælusprey, stökk ekki bara lítil engisprett uppúr honum og þar með fekk ég vægt hjartaáfall af einhverju tagi.

Látum þetta duga í bili, vonast til að geta bráðlega bloggað meira og hangið meira á msn... Er núna bara svona tækifærissinni sníkjandi nokkrar mínútur í einu annaðhvort niðurá skrifstofu eða heima hjá elskulega frænda mínum Kristjáni...

Verið hress kex

Thursday, June 16, 2005

Hakuna Matata

15 klukkutima svefn i nott, flugthreytan aetti ad vera horfin.

Eftir bloggid i gaer forum eg og mamma heim i toma husid okkar og horfdum a Desperate Housewifes.Klukkan half 10 var thad buid, eg lagdist uppi rum og man naest eftir mer klukkan 1 i dag thegar mamma hringdi i mig, eg for i langt,heitt bad, gerdi mig tilbunna, for nidur fekk mer kok og bad Teit um ad skutla mer a srifstofuna til mommu thvi ad vid erum ad fara ad horfa a Hodda minn synda.

Aetladi bara ad lata vita ad eg er a lifi... vonast til ad geta bloggad um meira en thad sem eg er buin ad vera ad gera bradlega... hata sjalf svona blogg.

Verd ad skunda...

p.s takk fyrir commentin oll somul, sakna ykkar allra ! :)

Wednesday, June 15, 2005

Jambo Jambo

Lennti klukkan 5:15 eftir 8 og hálfstíma flug. Þreytt, úldin og spennt. Kem útur flugvélinni, horfi stolt í kringum mig af afreki mínu að hafa ferðast þetta alein. Fannst það allt í lagi að vera svolítið sjálfumglöð og stolt. Horfi á hina ólýsalegu náttúru Úganda við sólarupprás þegar ég sé kunnulegan mann. Sá maður var faðir minn sem hafði fengið sér passa til þess að taka á móti mér við flugvélina. Ég, Íslendingurinn sjálfur var klædd í gallabuxur, bol, peysu, sokka og uppháa strigaskó, ekki beint besti kosturinn þegar maður kemur útí 25°hita, og á leið í hálftíma röð til að borga Vísa inn í landið. En ég lifði þetta af og næsta stress var að finna töskuna mína, ég var alveg viss um að hún væri glötuð þegar ég hafði leitað í cirka 20 mínútur því mig minnit að hún hafði verið stór og svört, en það kom síðan í ljós að hún var grá og svört. Svona getur ferðaþreytan gert mann skrýtinn. Svo lá leiðin langa til Kampala þar sem við pabbi lenntum í umferðaröngþveiti a'la Afríka. Komum heim og í innkeyrslunni var mín elskulega móðir, Hörður og Júlía. Margt hefur breyst síðan seinast, mamma er tálgrönn skvísa, systir mín tálgrönn ,,gelgja" og bróðir minn að verða strákur, ekki barn, öll voða sæt og útitekin, yndislegt að hitta þau öll... Fór svo með þeim í skólann og þar hitti ég kennarann hanns Hödda sem heitir Herra Brúnn einsog Höddi segir það en í raun og veru heitir hann MR. Brown. Svo fengum við okkur morgunverð í Kapira og svo fórum ég og mamma á skrifstofuna, þar hitti ég Justin og fór með honum í Kisamente að kaupa kók og fór svo heim. Þar hitti ég Hildi og Teit og við sátum á veröndinni heima í sólbaði og spjölluðum heillengi þangað til að Justin kom og bauð mér yfir til sín til að sjá Leo sem er sonur hans. Svo eftir þá skemmitlegu heimsókn var ég uppgefin þar sem ég hafði verið vakandi í meira en sólarhring. Lagðist uppgefin uppí rúm með moskítóneti í kringum og steinsvaf þangað til að mamma strauk vangann minn og sagði mér að við værum að fara í sund. Þá skellti ég mér með og fór í smá sund. Svo lá leiðin einfaldlega í Makkaróur og ost heim til Lesleyar og Kristjáns frænda. Indæll dagur....

Ætla að vera dugleg að láta inn eina og eina mynd.. kanski eitthverskonar mynd dagsins ? En við ættum að fá intertenið heim eftir nokkura stund. Þ.e.a.s þegar gámurinn kemur.

Bið ykkur vel að lifa... endilega commentið sem mest það er svo gaman :)

Tuesday, June 14, 2005

London Baby

Er a Heathrow nuna... sit a Buissness lounce, drekk kok, les og hlusta a tonlist. Adeins 3 klukkutima bid eftir, allt ad koma yess. Tha er bara 8-9 klukkutima flug eftir. Er buin ad klara eina bok og byrjud a annarri. Eg nyt min vel herna. :)

Adan sat eg i makindum minum i haegindastolnum og drakk kok thegar OASIS hljomsveitin vappadi a svaedid, ekki nog med thad.... Eg er nefnilega i Islenska skjaldamerkisbol og var ad na mer i drykk a barnum thegar Nohel eda Liam spurdu mig ,,Ei are you from Iceland" eg var einsog skitur og sagi ,,yes" og labbadi yfirvegud i burtu, og daudse eftir thvi ad hafa ekki staldrad adeins lengur vid og spjallad vid nokkra af minum uppahaldstonlistarmonnum...skoll!!!

Svo lobbudu their i burtu sina leid, thessar rokkstjornur...

En nuna aetla eg ad kvedja... Aetla ad njota thess ad vera i Buissness class og fa mer hnetur og gos..

Aaetlud lending i Uganda er 7 i fyrramalid..Endilega verid dugleg ad commenta a medan eg er i burtu svo eg heyri eitthvad i ykkur...

Yfir og ut... Maja i London

Monday, June 13, 2005

Friday, June 10, 2005

Breakpoint of my life!!!!

Fór í 10:30 bíó með Binnu mús. Ætluðum á eitthverja rólega og hugljúfa mynd og völdum þar að leiðandi mjög augljósan kost ,,A lot like love." Liggur við að maður kikni í hnánum af titlinum.

Löbbuðum galvaskar inn í stóra salinn troðfullar af thaí mat og diet pepsíi. Fundum okkur sæti við miðju, tilbúnar í heim hinnar miklu óvissu (að minnsta kosti héldum við það.) Myndin byrjaði voða sætt, þau (Aston og Amanda) kynntust og þá var hún voða vilt týpa en hann algjört nörd. Hann alveg með allt á hreinu hvaða áföngum hann ætlaði að ná í lífinu en hún algjör rokkari. Svo eftir þrjú ár ákveður hún að hringja í hann því að hana vantaði ,,deit" á gamlárskvöld, hann svarar, hefur ekki heyrt í henni í þrjú ár en tekur samt boðinu, án þess að hafa hugmynd um hvað hún væri að gera eða eitthvað annað. Svo skiljast leiðir vegna seinheppni, og svona endurtekur þetta sig þrisvar, þar sem hann eða hún birtast skyndilega, sængast og hverfa aftur í hið eimótlega líf. Svo að lokum þá gerðist hið ,,óvænta"... kom einsog þruma úr heiðskýru lofti, einsog öskur í lofttæmi, einsog símhringing til lóners...... (p.s ekki lesa ef ykkur langar ekki til að vita endinn, því hann kemur virkilega á óvart!!!)

...þau enda saman.

Við það að sjá þessa mynd hefur tilgangur lífs míns snúist um 360°. Lífið ER greinilega dans á rósum. Ég ætla bara að bíða eftir því að allt gerist einsog í bíómyndunum og ekki hafa fyrir neinum, bíða bara eftir því að labba á Austurvelli og þar kemur skyndilega riddarinn á hvítahestinum sem bjargar mér frá eitthverjum ólíklegum atburði og verða hamingjusöm til æviloka. Er það ekki ægilega viturlegt ?

Monday, June 06, 2005

,,Tanta"

Langaði að deila því með ykkur að hún amma mín fékk mig til að lesa minningarbrot um ömmusystur sína, Ástríði Torfadóttur í dag 'Töntu'. Ég las með ákafa og komst að hinum ýmisslegustu hlutum um bæði ömmu mína og Ástríði.

Amma var að rifja upp trúarmismun milli systranna (ömmu sinnar og Ástríðar) :

,,Ég sé til dæmis glöggt fyrir mér svipinn á ömmu þegar við krakkarnir spurðum hana hvaða miðar væru eiginlega í glasi sem Ástríður átti inn í skáp. Þessari spurningu var vísað frá með þögn, jafnvel með votti af vandlætingu. Að sjálfsögðu fengum við þá botn í málið. Miðarnir, sem ekki mátti leika sér með, voru fínir til þess að æfa stafrófið og búa til orð úr, því á hverjum þeirra var vandlega dreginn einn bókstafur. Þetta voru miðar sem Ástríður notaði í leik sem hún fór stundum í með vinum sínum. Smám saman lærði ´þeg að nota rétt orð um það smem á milli greindi ; Ástríður var nefnilega ,,spíritisti" en amma var hins vegar ekki ,,spíritisti." Þegar ég var búin að læra dálítið á orðaforðann úr bókum eins og ,,Bréf frá lántum sem lifir" fór ég að skilja innihald samræðna um trúmál á kvistinum."

Hér talar hún um neftópakneyslu Ástríðar :

,,Ungt fólk í dag á sjálfsagt erfitt með að sjá fyrir sér gamla, gráhærða, smágerða konu raða neftóbaksskorum í fínlegan sveig á handabakinu, lyfta handlegg og soga eitrið fyrst í aðra nösina og svo í hina.

Ástríður fæddist árið 1867 og lést árið 1949. Hún var greinilega stórmerkileg kona og sé ég eftir því að hafa ekki kynnst henni. Hún stundaði andaglas og tók í nefið. Hversu sérstæður getur maður orðið ?

Thursday, June 02, 2005

Er það hafið eða fjöllin sem að laða mig hér að ??

Sumarið er farið að gera vart við sig, eða réttara sagt, sumarskapið og letin. En hei, eftir að hafa stritað í allan vetur til þess eins að þreyta próf á maður þá ekki smá umbun skilið ? Ég nýt þess allaveganna að sofa út og leyfa mér að vaka svolítið frameftir.

Kvöldið í kvöld var hreint út sagt yndislegt, við vinkonurnar hittumst heima hjá Katrínu, þar sem þetta var næst seinasta kvöldið okkar saman. Eftir smá videogláp, skunduðum við niður í bæ þar sem ekki var hræðu að finna, þannig að við nutum þess útí ystu nöf og slepptum gelgjunni út, til þeirra sem urðu varir við okkur, þá biðjumst við velvirðingar af skríkjum og hlátrasköllum, en hei það er svo gaman að lifa !

Skunduðum á körfuboltavöllinn til þess að láta ljós okkar skína á körfuboltahæfileika okkar, sem er ekki upp á marga fiska. Þar dunduðum við okkur þangað til að gamall maður kom útá svalirnar hjá sér og sagði ,,Jæja er ekki kominn háttatími stelpur" við dauðskömmðumst okkar og fórum heim til Möggu T, þar sem við bjuggum til dýrindis búðing og fórum inn í Möggukompu þar sem við rifjuðum upp fullt af bráðskemmtilegum og hlægilegum miningum, það var hlegið dátt og kvöldið heppnaðist bara frábærlega...!! :)

En jæjja núna styttist óðum í það að ég fari til Úganda... aðeins 12 daga eða svona cirka það. Ég hlakka mjög til og sérstaklega að hitta mömmu, pabba, Hödda og Júlíu. En ég ætla að vera dugleg að blogga úr Afríku í villtu frumskógarævintýri !

En nú skunda ég í bólið og býð góðrar nætur.