Sunday, July 31, 2005

Rigning...


Það er sko líka verslunnamannahelgi hérna, rigning og alles. Við tjölduðum líka, en samt bara í morgun, klikkuðum á því að tjalda á föstudaginn og hafa alvöru verslunnarmannahelgarfíling. Bömmer.

Saturday, July 30, 2005

Þá kom að því

Eftir samanlagt fjögurramánaða dvöl í Úganda... Fyrsta moskító bitið komið í höfn, ekki eitt, ekki tvö heldur þrjú takk fyrir pent.

Spilaði póker í fyrsta skipti í gær við pabba, Teit og Hildi, við spiluðm tvær gerðir af póker, ég og Hildur vildum spila ,,aumingja" pókerinn þegar að við gáfum en pabbi og Teitur vildu spila ,,texas póker". Þetta var mjög umdeilt þar sem að nokkrar reglur vöfðust fyrir okkur og miklar málamiðlannir voru hafðar, og sást greinilega mikill kynjamismunur þar sem að ég og Hildur vorum ætíð hógværar á veðin og spilamennskuna þar sem við spiluðum ætíð auðveldu útgáfuna en Teitur og Pabbi voru ávalt með háar upphæðir og vildu spila flóknari gerðina. Ég, óreynda, hógværa stúlkan, mér til gleði og skelfingar vann, þrátt fyrir að skilja ekkert hvað ég væri að gera og fekk allan peninginn, en þetta var samt stutt sæla þar sem að þetta var spariklinkið hans pabba og ég þurfti að skila því aftur. En það er samt miklu skemmtilegra að hafa unnið, peningarnir skipta gjörsamlega engu máli, ég vann !

Annars sat ég ,,sveitt" við það að breyta útlitinu á síðunni minni í gær, vildi hafa eitthvað upprunalegt 'ala Maja, hvernig finnst ykkur? Á reyndar ennþá eftir að finna út hvar ég lita dagsetninguna, passar ekkert alltof vel inn að hafa hana bláa.


Wednesday, July 27, 2005

Oft er lag engu lagi líkt...

Kvöldið. Í dag ... haha nei nú ætla ég heldur betur að skunda af leiðinlegum ávana hér í Úganda. Ég ætla ekki að tala um viðburði dagsins eða Afríku, heldur ætla ég að skella mér á Frónið og hugleiða - hugur minn sem opin bók.

Í dag, eftir að ég vaknaði og þangað til að ég stóð við búðarkassan í Shoprite var ég í stanslausum hugleiðingum, fekk meiraðsegja nokkrar athugasemdir frá föður mínum hvort allt væri í lagi, ekki panikka, ég var í lagi, ég var bara að hugsa.

- Þannig er mál með vexti að ég fór að spá í því hversu furðulegar málvenjur Íslendinga geta orðið. Byrjaði upphaflega að spá í þessu þegar að Lilja kom með það comment að Tony segir oft ,,sausage" við son sinn sem þýðir pulsa og enginn á Íslandi myndi segja ,,komdu hingað puslan mín." En aftur á móti erum við alls ekki skömminni skárri heyrir maður ótt og títt sagt ,,þú ert svo mikil rúsína" - rúsínur eru krumpaðar, brúnar og alls ekki sætar/krúttlegar/fallegar, sama gildir um sveskjur. Svo er oft sagt ,,þú ert svo mikil dúlla" - Dúlla er heklumunstur, allaveganna lærði ég það í fyrsta og eina skiptið þegar ég var í handmennt (haha Vigdís). Hversu hugljúft er að segja við eitthvern ,, ahh þú ert svo mikið heklumunstur" nei ég held ekki. Svo var einusinni tíska að segja (meðal annars notaði ég þetta óspart á gelgjunni) ,,æi múslíið þitt" - ég borða múslí í morgunmat. Annað sem skaust yfir hugleiðsluna mína er það að við áköllum guð og jesú í ólíklegustu atvikum. Þegar okkur bregður gífulega eða erum hneiksluð á eitthverju æpum við í háa C ,,jesús" - hvað á Jesú að gera? Eins þegar eitthvað merkilegt gerist þá segjum við í a-moll ,,Guð minn góður" - hann er góður já... en enn og aftur hvað á hann að gera?, en ég álykta að þetta sé eitthver siður síðan í gamla daga, tengist líklegast hnerri og ,,guð hjálpi þér" sögunni.

Meira um það sem ég spái í seinna, kanski að ég tali um tilgang lífsins hver veit?



Annars er stefnan tekin á Safari á morgun, og mun ég eyða verslunnarmannahelginni í siglingu á Níl, og Safarí, hver veit kanski endar maður í Kalangala ? Vona að þið eigið góða helgi, óneitanlega langar mig að vera heima í lopapeysu og í útileigu, en það bíður bara betri tíma.


Hver man ekki eftir ömmuskónum góðu sem slógu eftirminnilega í gegn í vor??







Tuesday, July 26, 2005

Tívolí Tívolí Tívolílílí !

Já kæru landar. Ég fór í Tívolí í Úganda. Upphaflega og endanlega var þetta ,,Hildur's nd Teitur's day of fun" þar sem þau tóku okkur systkinin í Didi's world, amusement park, vei vei. Keyrðum í hálftíma í gegnum moldarhrak og fólksþyrpingu svo eftir nokkrar beygjur og múnderingar komum við loksins að stóru skilti þar stóð ,,welcome to DIDI'S world" þar keyrðum við inn, og það var alveg eins og að keyra inn í annan heim (eftir keyrsluna í týpísku afrísku umhverfi) borguðum okkur inn og fengum þessi dýrindis armbönd og hófum ævintýradaginn mikla. Þetta var voðalega krúttlegt og spes, þar sem landarnir misstu sig gjörsamlega í þessum þrem ,,fullorðins" tækjum (restin voru lestir og hringekjur fyrir börn.) Ég, Hildur og Teitur létum okkur ekki vanta inn í brjálæðinu og skunduðum í kolkrabban, klessubíló og sjóræningjaskipið mikla á meðan Júlía og Hörður dunduðu sér í lestunum og þvíumlíkum tækjum. Til að lýsa þessu svæði, þá var þetta allt malbikað, með fullt af littlum tækjum, öskrandi local fólki ( sem var að missa sig í gleðinni), svo voru u.þ.b 20 sölubásar í einni röð, en aðeins 2 voru í notkun, í einum var seldur ís og aðeins ís og í hinum var selt popp og aðeins popp. Greinilega vinsælt svæði fyrir kaupmenn, eða hitt þó heldur. En þarna áttum við æðislegan dag saman, og þrátt fyrir kaldhæðnina í mér er bara gaman að hafa upplifað það að hafa farið í Tivolí í Afríku og þetta er stærsti skemmtigarður í Afríku (fyrir utan Suður-Afríku auðvitað). - og hei Ísland er ekki einusinni með Tívolí ! :) p.s er búin að bæta inn myndum á myndasíðuna frá Svaðilförinni.




Afríkanarnir að missa sig í tivolíinu, þetta er bátur fullur af local fólki

Ég í kolkrabbanum, vei vei vei

Thursday, July 21, 2005

Nataka kuona ngoma za

Fann Swahili orðabók í gær, mér til ánægju og yndisauka, auðvitað !

nokkur góð orðatiltæki :

Nataka kuona ngoma za = I want to see native dances

Nasema Kiingereza tu = I only speak Italian

Rafiki zongu wamenipotea= I have lost my friends

Utanipeleka gareji? = Will you take me to the garage?

Motoka yangu imezama katika matope = my car is stuck in the mud.

Naweza kununua njate waoi? = where is the bakery (glöggir lesendur uppgötva hversvegna mér finnst þetta mjög skemmtilegt orðatiltæki þar sem ég notað óspart orðatiltækið ,,I'll take you to the bakery" til þess eins að gera grín af íslendingum þegar þeir segja ,,Ég tek þig í bakaríið" )

Mkanda umekosekana = the belt is missing

-Þetta er sumsé eitthver safari orðabók fyrir óreinda Afríkufara sem þurfa að bjarga sér, enda finnur maður kostulega frasa þarna. Núna get ég loksins haft samræður við þjónustustúlkuna okkar. Lífsfylling, ójá !


Hver kannast ekki við þessa sjón ??


Monday, July 18, 2005

Rottulíf....

Ég ætla nú bara að blogga sérstaklega til þess að botna í einu af commentunum sem ég fékk í seinustu færslu en hún hljóðar svo :

,,Maja! ég var ekki að meina það sem ég sagði áfram með að mottóið væri fallið úr gildi! það er ALLTAF í gildi - mundu það:) þetta var bara augnablikshrifning yfir því að maðurinn þinn gæti verið jafn ógiðslega ríkur og þessu gaur! " - Strúlla

.... Ég botna hvorki upp né niður, hægri eða vinstri hvað þú ert að tala um elsku Strúlla mín.... og vil ég vinsamlegast biðja þig að útskýra þetta aðeins fyrir mér ? Ertu viss um að þú hafir verið að skrifa á réttri síðu :) Kostuleg....

Annars verður þetta enn ein sektarkenndarbloggfærslan = ég að blogga um ekkert merkilegt og fljótfærnin alveg í hámarki !

Gámurinn kominn. Vil ég ekki minnast einu orði um hann þar sem ég er komin með óbeit á þessu orði.

Sátum í allt kvöld og spiluðum mattador. Frábært spil, sérstaklega þegar maður er ríkur og eignamikill ! Enda endaði þetta með einhliða sigri Maríu.

Það er rotta í eldhúsinu. Ég er ekki hrifin af rottum. Þær eru ógeðfelldar, og minna þær mig á eitthverja teiknimynd þegar ég var lítil, man ekki alveg hvaða mynd það var en þar voru allaveganna vondar rottur. Tindátinn staðfasti? Æi ætla ekki að reyna við þetta. En ég er sumsé hérna heima hjá Kristjáni frænda og á að koma með rottueitur á leiðinni heim, við erum búin að prufa allt ,,siðlegt" svosem einfaldar músagildrur og annað slíkt.

Verð að skunda heim núna... klukkan orðin 01:00 og tími til að láta sig detta inní lestrar-og tónlistarheiminn minn. Ahh ljúfasti heimur í heimi ! :)

Thursday, July 14, 2005

Happy day !

Ákvað að birta hérna svör mín við commentunum ykkar í seinasta bloggi svona svo þið sjáið þau pottþétt :

HV- Já það er ég.. :)

Amma - takk kærlega fyrir bloggið, get sagt það með sanni núna að ég hef lokið við bókina enda stritaði ég til klukkan 3 í nótt, sakna þín, knús!

Patí - ég mun koma um leið og ég kem til landsins, hlakka ekkert smá til að hitta ykkur allar !

Klara - Já það mun ég gera í skiptum við gibba gibb, Shins, The Smiths, Múm, Kings of convinience, Sufjan Stevens og allt það sem þú hefur dælt í mig. Hefur gjörsamlega bjargað mér og Múm hefur fylgt mér með Sölku Völku ! -sakna þín ást !

Hafdís - takk fyrir commentið, þú ert náttúrulega afar fáguð í þínu vali á listafólki sumsé Lizt, en mundu það er enn von, okkar takmarki mun vera náð, fyrr eða síðar. !



Svona til að bæta því við svona til viðauka þá fekk ég símhringingu í morgun þar sem að mamma var hinum megin við línuna. Þar bað hún mig um að ná í bókina með öllu skipulaginu við pakningarnar áður en þau fluttu til Afríku og sagði mér að Tony væri á leiðinni, ég ætti að klæða mig núna og fara útí bíl með bókina, en sagði mér ekkert hvert ég væri að fara, ég var dálítið ringluð og nývöknuð eftir þriggja klukkutíma törn í gær við að klára bókina mína. Klæddi mig og stökk út, þá vorum við víst á leiðinni í Maersk sem er gámafyrirtækið hérna. Ég kom inn og þar voru blámenn potandi í dótið okkar, opnandi kassa til að vera vissir um að við værum ekki með neitt ,,ólöglegt" og spjallandi við okkur.
En mamma sagði að andrúmsloftið hefði breyst á svipstundu um leið og ég kom inn, þá hættu þeir að pota, sögðu að þeir treystu okkur alveg og lokuðu gámnum aftur, hef ég eitthver álög í mér ?
-Samt sem áður var það ægilega fyndið að sjá þessa ,,blámenn" uppgötva tölvuborðið okkar, reiðhjólin (þar sem á þeim voru demparar, mælar, tæknileg stýri og gúmmíhnakkur), og coka cola fótbolti, þeir hlógu voða mikið að honum..dettur mér helst í hug kvikmynd sem ég sá um daginn ,,War of the Worlds" þar sem geimverurnar voru að uppgötva nýja og stórmerkilega hluti.

Þannig var morguninn minn, í skemmu með potandi ,,local" menn sem voru að reyna að finna út hvar Ísland væri staðsett, einn þeirra giskaði á austur Evrópu og þegar við sögðum að þetta væri eyja í N- Atlandshafi opnaðist landafræðin fyrir þeim og þeir botnuðu í þessu öllu saman- allavega þóttust gera það.

Þá á gámurinn að koma í hlað á morgun. Geri mér samt engar vonir því að í Afríku geta einföldustu hlutir tekið viku.

Er núna að fara í mat með mömmu, eftir ys og þys morgunsins náði ég ekki einusinni að fá mér morgunmat þannig að ég er glorsoltin.

Endilega commenta sem mest það er svo gaman ! :)

Monday, July 11, 2005

letilíf letilíf ekkert nema letilíf

Dagurinn í dag var tileinkaður Halldóri Kiljan Laxnes, heiðraði ég hann með því að taka upp bókina sem hefur verið minn besti vinur seinustu vikuna, hálfgerður doðrantur ef ég á að vera sannsögul. En ég byrjaði lestrar-maraþonið á hádegi og leit ekki upp frá bókinni fyrr en um sex leitið og þá hafði ég afrekað heilar 150 blaðsíður, tel þetta vera mjög hollt svona einusinni í mánuði. Mun nú héðan í frá mun 11.júlí verða hinn árlegi og stórmerkilegi Halldórs Laxness dagur í mínum augum allaveganna, vegna þess að það var dagurinn þar sem ég uppgötvaði hversu stórmerkilegt skáld hann var/er. Þessi bók atarna sem ég er sumsé að lesa kallast ,,Salka Valka" og lifi ég mig alveg innilega inn í hana útfrá sögunum sem María langamma mín deildi með mér, af henni í littla fiskiþorpinu. Amma hefði kanski getað verið Salka Valka(fyrir utan frelsuðu mömmuna, fátæktina, fiskivinnuna, buxunar) og þó.... Þær voru líklegast mjög ósvipaðar þar sem afi ömmu var kaupmaður.
Aftur á móti var byggðarlagið á Flateyri forðum svipað og á Óseyri. Sögurnar sem amma dældi ofan í mig forðum, endurspegla þessa fábrotnu lifnaðarhætti nokkuð vel.
Ég sjálf sé það að þó þetta sé mín fyrsta Halldórs Laxsness reynsla, verður þetta bókað ekki sú seinasta.
Líka má til gamans geta að Halldór Kiljan var giftur frænku minni Auði Laxness, kanski að ég finni mig svona í bókinni þessvegna ?

Ég hef verið að finna mig í bókmenntunum þetta sumarið, og hef ég afrekað heilar þrjár bækur, það þykir mér nokkuð gott miðað við byrjanda. Ég byrjaði á ,,Fólkið í Kjallaranum" eftir afabarn Halldórs Laxness, Auði Jónsdóttur, tilviljun... held ekki ? svo snéri ég mér að ,,Hugsjónardruslan" eftir Eirík Norðdahl, en það var víst skyldulesning sumarsins að sögn föðurs míns og spússu þar sem að rithöfundurinn er bróðir Dóru, hún var nokkuð góð. Svo tók Salvör Valgerður við og það hressilega.
Ég hef ekki sagt mitt síðasta í bókmenntum, er bara rétt að byrja.

Var samt hálf slöpp í dag, vaknaði við hringinu um 11 leitið í dag, þá var ég reyndar búin að lofa Aaron að koma og hitta krakkana í Blue Mango í dag. Ég rankaði við mér, svaraði og kvaðst bara hvorki hafa heilsu né orku til að fara, það var reyndar bara lygi- var búin að plana að lesa, mun samt kíkja eitthvað um helgina úr því að allir eru að fara. Samt svolítið sorglegt að hafna félagsskap fyrir bók. En svona er ég bara.

Sakna allra á fróni og takk kærlega fyrir commentin sem ég hef verið að fá, þykir einkar vænt um þau.

Saturday, July 09, 2005

kalangalalallaa

Komið öll sæl og blessuð kæru landar ! Héðan er allt flott að frétta. Fór í lífsháskaför um daginn, hitti strákana Spencer, Charlie, Aaron og Nadim og Blue Mango. Ákváðum þá að labba til Spencers staðinn fyrir að taka boda boda. Vorum einu muzungu-arnir á svæðinu. Svolítið skondið því að maður sá greinilega muninn á hvíta fólkinu og svarta, því að við löbbuðum á miðjum veginum einsog við ættum hann, en ef að við (hvítíngjarnir) myndum sjá local fólk gera slíkt hið sama þá myndum við bölva því bak og fyrir. Já gott fólk. Við höldum að við eigum heiminn. En svo hringdum við í bílstjóran hanns Spencers, báðum hann um að fara með okkur heim til Charlies. Gerðum það. Þar fengum við okkur pizzu og kók, spiluðum biljarð, horfðum á video, fórum út í rughby og skemmtum okkur konunglega. Svo kom að því, ég fór aðeins að spá í það hvernig ég ætti að fara heim. Hringi í pabba, blaðra um eitthvað safn sem er nálægt og hann kveðst ekkert vita um þetta safn þannig að ég vissi ekkert hvernig við myndum fara heim. Þá datt charlie í hug að við myndum fara uppí Kisamente og taka leigubíl þaðan. Við lögðum í þessa miklu för, löbbuðum uppí Kisamente sem tók svona cirka 20 mínútur, þar voru innifalið: dauðir hundar, betlarar, börn öskarndi á eftir okkur ,,muzungus muzungus" börn hlaupandi a eftir okkur, leiðandi okkur, bílar sem stoppuðu til að rífa kjaft, fólk þreifandi á hárinu á mér og margt fleira. En eftir þessa miklu háskaför. Kom minn kæri faðir að sækja mig þannig að ég þurfti ekki að fara með strákunum á boda boda sem er vélarbrask, svokallað mótórhjól (ef svo má kallast) sem maður leigir, einskonar leigubílar... Maja is living on the edge!

verð að hætta núna.. klukkan orðin mikið, sumir vilja eflaust fara að sofa í friði frá pikk hljóðunum í tölvunni..lofa fersku bloggi á morgun !

Monday, July 04, 2005

busy weekend !

Helgin er búin að vera vægast sagt viðburðarík.

Byrjaði á því á föstudaginn að vera dómari í sundmóti í Kabira, það gekk ágætlega nema hvað að ég bjóst ekki við sól og hita því að hina dagana sem ég hafði verið að dæma var rigning og leiðindi þanig að ég ákvað að vera sniðug og klæða mig vel, en þá kom einmitt þetta fínasta veður og Maja var í hitakófi, en reddaði því auðvitað með því að vera bara á hlírabolnum og brenna á bakinu!

Svo um eftirmiðdaginn skundaði ég í Squash með mömmu, Hildi og Teit. Þetta er lúmskt erfið íþrótt þar sem að ég var allaveganna dauð eftir þetta, ligg núna á mánudagsmorgni með harðsperrur og emja. En ég er til í slaginn þrátt fyrir það. Í miðjum leik við mömmu hringdi Keagan í mig og spurði mig hvort e´g væri til í að koma út um kvöldið, Spencer var reyndar búinn að biðja mig líka og þar að leiðandi hélt ég að ég væri í klemmu, allt kom fyrir ekki og þeir ætluðu hvort sem er að vera saman um kvöldið þannig að ég sló tvær flugur í einu höggi, dreif mig heim í bað og út í Garden City, þar sem við hittum Charlie og eitthverja ,,chetto" gaura sem heilsuðu mér allir með því að faðma mig, ég, Íslendingurinn sjálfur rétti bara út höndina og heilsaði að íslenskum og kuldalegum sið. Eftir að hafa hangið uppá þaki í nokkurn tíma með fullt af krökkum ákváðum ég, Spencer, Keagan og Charlie að skella okkur í keilu. Það fylgdu með eitthverjar ,,grúppíur" Charlies og Spencers. Ég grúttapaði í keilu, en það er bara gaman :)
Svo skunduðum við í bíó, á myndina ,,War of the worlds" (þar sem ég var í minnihluta fékk ég ekki að fara á eitthverja stelpu mynd) En þetta var ágæt mynd, samt svolítið asnaleg en við gerðum bara hið besta útur þessu. Svo eftir myndina ætluðum við í hraðbanka til þess að geta fengið okkur eitthvað að borða. Allt kom fyrir ekki og það var ekki til neinn peningur í hraðbankanum, tja já Afríka getur verið skondin. Þannig að við urðum bara að bíta í það súra epli að fá okkur ekkert að borða og bíða til betri tíma þangað til að það kemur peningur í hraðbankann, ég held að það sé ekki ennþá kominn peningur í hraðbankan, svolítið asnalegt að bjóða uppá þessa frábæru þjónustu, en hafa samt ekki pening í bankanum, en nóg um það.
Svo spurði Spencer mig hvort ég vildi koma með honum og félögum hans á fjórhjól, ég hugsaði mig um, en svo kom það í ljós að bílstjórinn var veikru þannig að ég fór ekki í þetta sinn.

Þá bauð hann me´r að koma með sér í teiti til Aarons. Ég var næstum því að fara með honum í það. En þá kom það í ljós að það ditchuðu allir teitið þannig að ég hélt mig bara heima, samt hringdi Spencer í mig og spurði mig hvort ég hefði farið því að Aaron var að ljúga að öllum að ég hefði komið. sorglegt.

Næsta dag, s.s á laugardeginum fór ég í predicure og klippingu með mömmu og Lilju, voða fínt að láta stjana svona við sig. Eðal.

Jæjja ég verð að skunda, er að fara að dæma á sundmóti núna klukkan 10.

Bið að heilsa öllum.

p.s er búin að setja inn eitthverjar 5 myndir á www.photos.heremy.com/majarut ekkert merkilegt, en ég á eftir að setja helling þegar það kemur betri tími og GÁMURINN kemur. úff... orðin þreytt á þessari setningu ,,þegar gámurinn kemur" eða ,,nei, það er í gámnum" Enda lifum við krakkarnir á play station. veit, sorglegt en satt.