Tuesday, May 30, 2006

Minn kæri Þórbergur, hve heitt ég sakna þín !

















Í ljósi gamalla og góðra tíma hérna á Íbizafirði ætla ég að rifja upp góðar minningar um Þórberg Nörd.




Skondinn misskilningur :

"Maja saug inn og út, og kvaðst vera totta Loft. Brandarinn lá í því að hún væri að totta mann sem héti Loftur, en í raun og veru var þetta hreint andrúmsloft. Margrét og María hlógu dátt í þó nokkra stund, þar til að María ætlaði að vera mjög vitsmunanleg og skjóta inn einu nördacommenti og segjast vera að totta H2O, en eftir mikinn fagnaðarlát vegna þessarar merku uppgötunnar, uppgötvaði María á hinn bóginn að H2O ku vera efnaformúla fyrir vatn en ekki andrúmsloft. Við eigum hinsvegar eftir að kynna okkur þá formúlu betur svo þetta muni ekki gerast aftur. En samt skemmtileg reynsla og þetta kætti okkur til muna. "

- Þetta var fyrsta bloggið okkar möggu


Færeyskur herramaður að gefa María og Margréti undir fótinn ánægðar eður ei? :

"Þannig er málið með vexti að við hnátur ákvaðum að klæða okkur upp í okkar fínasta, eyða fimm aurum í hár og andlitssnyrtingu og og halda á flatbökustaðinn í kaupstað þessum í miðbæ ísafjarðar.
Við sátumst niður við einstaklingsborð eins og okkur best sæmir, tókum með okkur góða bók og biðum eftir a veitingaþjóninn kom með slátur og blóðmör fyrir okkur að snæða.
María hrópaði af fögnuði þegar þessi hýri veitingaþjónn kom með máltíðina. Margrét var sokkin ofan í bókina þegar að máltíðin loks kom en þær tóku að snæða með bestu lyst Þessar tvær alsaklausu stúlkur sátu í makindum sínum við átið er ekki svo ungur herramaður hóf að ganga í áttina til þeirra. Þær riðuðu í hnjnánum og hjartað tók kipp! vill einhver okkur! Þessi fagri maður var með skeggrót sæmilega og var færeyskur að uppruna eins og hann tilkynnti okkur á móðurmáli sínu sem við auðvitað skildum eftir mörg kvöld af orðabókalestrakvöldum. Var maðurinn drukkinn nokk og á fimmtugs eða sextugsaldri gætum við best trúað. Hann hóf samræður miklar um hve líkar við værum og bar þá spuringu að borði hvort við værum sammæðra.. við svöruðum neitandi og ætluðum að halda áfram að snæða, þegar maðurinn kom aftur og hélt þá áfram að ræða við okkur. Þá kom ungur herramaður, og eins og riddara sæmir, tók drukkna myndarlega manninn í burt frá okkur. Líf okkar varð tómlegt án hans. Hvert var hann að fara?! aftur til færeyja?.. NEI.. við sem héldum við hefðum eignast vin.. svo fór ekki... ekki frekar en vanalega , en tilhvers þurfum við fleiri vini þegar við höfum gáfur hvor annarra til þess að ræða um.
Má búast við myndum af vísindalegri tilraunm bráðlega.
-lífið er hverfult."

- Þetta var bloggað eftir að við áttum dýrindismáltíð á Pizza 67 heitnum.



Karlmannsmálin hjá okkur eðalkvennmönnunum! :

"Jæja..nú er komið að þeim tímamótun í lífi okkar Maríu að Við þurfum að fara að hugsa um karlmannsmálin..Það var nú það að ég fór að leggja haus minn í bleyti eftir atvikið með færeyska herramanninn. Fyrst að menn eru nú farnir að gefa okkur undir fótinn verð ég að taka tillit til þess, að kjötmeiri og meir aðlaðandi bitar gætu veitt okkur umtalsverða athygli.
Eitt gott dæmi um það var þegar að ég var á gangi í miðbæ ísafjarðar og hafði gengið allaleið frá heimili mínu í djúpinu. Við María vorum á gangi, búnar að klæða okkur uppí okkar fínasta skart en í gönguskóm við svo gangan myndi ekki fara í okkur. Þegar að tveir ungir herramenn kölluðu í átt til okkar. Að við værum með ummálsmikinn afturenda.. eða eins og þeir orðuðu það " feit og stór rassgöt" ég vil halda að afturendi minn hafi verið í sínu besta ljósi þar sem ég var í flauelisgalla mínum sem hún amma mín heitin átti og notaði að kappi þegar hún var í blóma lífsins. En allavega. Við reyndum að hæla þeim á móti en gekk það ekki ýkja vel. Ég kom með eftirfarandi setningu sem ég hafði sé á veraldarvefnum hjá henni Þórstínu frænku minni: Seytján vetra ekki satt? Lendamikill og víður grindarbotn. Ágætis eintak til undaneldis. Hver á þig?Þeir tóku ekki ýkja vel í þetta og hef ég ákveðið að gerast einbúi og leggja alla von um samlíf uppá bátinn.
Takk fyrir álestnina"


Við áttum okkar góðu stundir, það má með sanni segja !


Þórbergur mun lifa að eilífu !


www.blog.central.is/thorbergur_nord




7 comments:

Anonymous said...

Haha Þórbergur var cool :) Þið voruð svo vel að orði komnar alltaf. En jááá flott blogg Maja (hótaðir mér og sagðist ætla að drepa mig ef ég myndi ekki commenta) eins og alltaf ;)

Kristján Hrannar said...

Viðfjarðarundursamlega steikt.

Anonymous said...

Þetta voru góðir tímar haha. Man í alvörunni ekki eftir að hafa hlegið jafn mikið og þennan dag :)!

Anonymous said...

haha gaman að lesa þetta, ég viðurkenni það fúslega að ég var Þórbergs fan! maður skellti ósjaldan uppúr yfir fyndnum textum og skondnum myndum!:) spurning um að taka þetta upp aftur stelpur?

Anonymous said...

úff...
of mikill dreifbýlishúmor fyrir mig...
gott samt að þið getið skemmt ykkur eins og við hin...

María Rut said...

Það getur bara vel verið mín kæra Hildur kennd við Ást :) En JNZ: hrmpf, þú ert ekki lengur uppáhalds Jónasinn minn :( En þú sagðir mér reyndar að þetta væri djók þannig að ég ætla að fyrirgefa þér híhí. Hlakka til að koma suður og taka magic rúnt í MH og horfa á X-files !:D Bæ the wey, þá er stórt plakat með mynd af þér á sjálfstæðisflokksskrifstofunni hérna ! júhú

Anonymous said...

Ég hef aldrei lent í öðru eins bloggi.