Sunday, April 03, 2011

Sufjan Stevens

Ég er núna í þónokkurn tíma búin að vera að hlusta á nýjasta afsprengi Sufjans Stevens Age of Adz- og það vinnur og vinnur og vinnur á oghin fínasta plata (maður þarf samt alveg að hlusta nokkrum sínum til að venjast).

Sufjan Stevens hefur fylgt mér lengi lengi lengi og má í raun segja að hann hafi á sínum tíma bjargað lífi mínu, þar sem ég fann skyndlegan lífskraft og vilja á ákveðnu tímabili í lífi mínu sem hjálpaði mér mikið, þannig að ég eyddi mörgum kvöldum í það að keyra um og hlusta á diksinn Seven Swans í botni (ennþá uppáhalds diskurinn minn með honum). Honum til heiðurs (Seven Swans) ætla ég að birta eitt lag hér, hugsanlega það lag sem hefur haft mestu áhrif á mig af öllum lögum í heiminum. Það er ekkert betra en að keyra um í kolniðamyrkri, helst stjörnubjartur himininn og blasta þetta lag í botn!



Vá mig langar skyndilega að pósta öllum lögunum af Seven Swans hérna, vekur upp minningar. En hvet amk alla til að hlusta á diskinn, hann er einfaldlega of góður.

En varðandi nýju plötuna hans þá eru nokkur mjög góð lög t.d Vesuvius...





oooog Futile Devices er fínt


I want to be well...



Svo er fínt að enda þetta á einu gömlu og góðu live- vídjói:




"It just helps us to feel unified"


ooooog svo eitt af Illinois disknum....



Eða kannski eitt í viðbót, eitt fallegasta lag allra tíma, og í senn ógnvekjandi og hryllilegt:




Ég er hætt... gæti samt gert þetta í allan dag.

Bless.

No comments: