Saturday, December 31, 2005

Back to the future

Hér er ég stödd í framtíðinni en þið í fortíðinni. Árið 2006 er gengið í garð hérna hjá mér, búið að skála kampavíni og henda krökkunum í sundlaugina. Fyrir ykkur hin sem að þurfið ennþá að bíða í 3 klukkutíma eftir nýja árinu þá er þetta algjörlega frábært ár hérna megin sem að þið munuð kynnast eftir 3 klukkutíma, flugeldarnir hérna voru sérstakir enda ólöglegir en þetta var áhugavert. Bubbles tekur núna við og kannski Rouge hver veit.. Skemmtið ykkur fallega kæru vinir og ekki djamma of fast :)

Tuesday, December 27, 2005

Moskítóbrjálæði

12 bit á hægri löppinni, 14 á vinstri löppinni, tvö á hægri hendi og eitt á vinstri hendi ooog eitt á kinnini. Þetta hefur kennt mér að ég á ekki að reyna að vera kúl og spreyja mig ekki með ,,Off" sem er flugufælandi sprey............... og ég er greinilega ekki jafn heilög og ég hélt mig vera í sumar þar sem ég fekk ekki eitt einasta bit fyrren seinasta daginn.

Er að fara útí sveit í pik-nik... fleiri flugur þar ?

Saturday, December 24, 2005

Örstutt jólakveðja...

Gleðileg jól öll sömul og takk kærlega fyrir það liðna. Borðið vel, liggið í leti, verðið feit og sumir eiga að liggja í sólbaði (þ.a.m ég ) það er nægur tími til þess að hlaupa kílóin burt eftir áramót, nó nokkrir tjarnahringir sem að bíða mans (ef maður er í emmerr) Anywho.. hafið það náðugt og ég mun standa við það að blogga um leið og allt stússið er búið og þá eru myndirnar væntanlegar ! :)

Knús og sakna ykkar allra ! :)

-Maja landkönnuður

Wednesday, December 21, 2005

bubbbeles

Í gær lá ég í sundlauginni hálfan daginn þar sem að ég og Churton vorum í stríði á móti littlu krökkunum (veit ekki afar þroskað) fórum svo í verslunarferð fyrir Lesley og var það frekar skrautleg för þar sem að ekkert var til í Shoprite, svo við fórum í Kisamente og þar fengum við allt sem við þurftum. Borðuðum svo heima hjá Lesley og Kristjáni en eftir það skunduðum ég og Churton á mömmu bíl á Bubbles sem er írskur pöbb. Þar var pílukvöld og faðir minn í essinu sinu, við fengum okkur drykki og svo var hann dreginn í það að vera memm og ég horfði á með Cherieese. Svo þegar allir voru búnir manaði pabbi mig og Churton íað spila við hann´og félaga hans og viti menn, við unnum ekki. Afar skemmtilegur dagur. Svo kom ég heim settist upp í stofu til mömmu og þá fór rafmagnið af öllu hverfinu í annað skipti þetta kvöldið, ég var svo smeyk því að ég er sú eina sem að sefur niðri að ég bað hana móður mína að koma og kúra með mér, eftir smá tregu þá játaðist hún því og við spjölluðum til að verða 3 í nótt. Var búin að ákveða að fara í golf með pabba í morgun en ég hafði sofið svo litið að ég fer bara seinna. Svo erum ég og Churton að fara að mana pabba í það að taka okkur í veiðiferð á vatnið, taka kleinuhringinn okkar með og láta hann draga okkur og fara í fallhlífarsvif!

En hvað er að frétta af ykkur víst það er aldrei neinn á msn þegar ég er inná ?

Monday, December 19, 2005

Úganda beibí

Er komin í paradísina mína, Úganda. Ferðin var löng og strembin eða u.þ.b sólahringur og þremur tímum betur, maturinn var vondur og plássið lítið svo ég sat öll bogin og brengluð og stútaði 4 kvikmyndum á leiðinni, svaf ekki neitt sumsé og er enn vakandi, sem sagt komir tveir sólahringar, geri aðrir betur!
Er ég lennti, hljóp ég inn, var framalega í vísa röðinni, kom maður og náði í töskurnar mínar og ég hlóp beint í faðminn á mömmu, ótrúlega gott! Skunduðum aftur í borgina, í umferð 'ala Úganda, sem er alveg einkar áhugaverð, ekki fleiri orð um það, fór heim og þar hlupu Hörður og Júlía á móti mér og knúsuðu mig og að sjálfsögðu hann faðir minn einnig. Við tók langþráð sturta og verslunarferð í Garden City sem er ,,mollið" hérna úti, þar er búið að skreyta alla bygginguna með blikkandi seríum, voða sérstakt. Eftir það að hafa áorkað það að fjárfesta í jólagjöfum fyrir Hönnu og Kötu, skunduðum við heim til Kristjáns og Lesleyjar í sundlaugina, þar svamlaði ég í dágóða stund, og viti menn ! Komin með bossafar ! En eftir það játaðist ég því að taka eina könustu við Hönnu, Kötu og Júlíu, man svo næst eftir mér liggjandi á stofuborðinu og stelpurnar að reyna að vekja mig, ég gafst upp, lagði mig í smá stund. Í kvöld var svo borðað heima hjá Kristjáni Tilapíu 'ala Kristján og var ekki E Finnson kokteilsósa á boðstólnum í boði Maríunnar. Mamma og Lesley eru búnar að vera að púsla púsl síðan 1.nóvember og eru allir orðnir húkkt á því að klára þetta, þannig að ég aðhylltist þróunarkenningu Darwins og aðlagaði mig að þessum áhugamálum og fór að púsla, það er ekki frásögufærandi hvort ég stóð mig vel en það er aukaatriði. Skellti mér einnig í bíó (hahaha) á King Kong, þar sofnaði ég afar títt inn á milli atriða, enda sátum við í lúxus luxery stólunum og sumar senur voru bara það langdregnar að það var alveg frábært að blunda aðeins. En eftir bíóið fór ég aftur heim til Kristjáns þar sem þar var Púsl-Maraþon. Við pússluðum eins og brjálæðingar, en náðum þó ekki að klára, klárum þetta á morgun, vorum alveg 6 við borðið, ég, mamma, Lesley, Kristján, Churton og Cheriese. Á morgun mun ég vakna klukkan 9 og fara að stuðla að hundakynlífi Talúlu sem er hundur Kristjáns og Lesleyar en þau eru að reyna að láta hana veðra hvolpafulla, taumlaus tilhlökkun! Tek einhverjar áhugaverðar myndir á morgun og set inn.. Þangað til þá... Heyrumst :)

Einnig verð ég að geta þess að það er einkar áhugavert og skemmtilegt að sjá labbandi föt á ný ! Vei !

Saturday, December 17, 2005

Konan sem aldrei sefur....

Að undanförnu, sem sagt í jólaprófatörninni hef ég stundað þann ósið að fara að sofa á morgnanna og vakna á morgnanna, sumsé farið að sofa í kringum 4-6 og vaknað um 9 leitið. Mér til ama, forvitni og undurs hef ég lært margan athyglisverðan hlut af þessu vökuferli mínu. Ég hef uppgötvað það að geðveiki maðurinn sem býr við hliðná mér spilar ávalt 9. Sinfóníu Beethovens áður en hann háttar, konan sem býr í íbúðinni sem ef fyrir ofan mig sefur aldrei, hvort sem það er klukkan 2,4 eða 6 hún er ávalt labbandi um í háhæluðu skónum sínum. Ætli hún sé ein af uglunum og leðurblökunum? Kannski er hún batman ? Kínverjarnir sem búa í næsta húsi fá sér gjarnan næturgöngu í kringum 2 leitið og fólkið sem býr við hliðiná mér fílar Led Zeppelin. Það fylgir ekki sögunni hvort ég hafi lært eitthvað í námsefninu, en ég lærði mjög mikilvæga hluti um lifnaðarhætti nágrananna !

Úganda eftir sólarhring, get ekki beðið !

Friday, December 09, 2005

Can I borrow your teeth

Áðan sat ég við stofuborðið okkar eða tæknilega séð í herberginu mínu og var að borða mandarínur. Ég leit upp og sá himinninn allan upplýstan en var með i-podinn í eyrunum þannig að ég heyrði ekki nokkurn skapaðan hlut, í fyrstu hélt ég að ég væri orðin virkilega taugaveikluð og firrt af þessum blessuðu prófum en ákvað þar sem að það væri nú rigning úti að spurja Illuga hvort hann hefði nokkuð heyrt í þrumum. Það varð raunin og ég held geðheilsunni, um sinn. Hjúkket.

Ég á að vera að læra núna, ég er komin með námsleiða eða réttara sagt prófleiða, hef verið í prófum síðan í byrjun nóvember nánast. Orðin ótrúlega pró í því að taka próf en vá ég meika ekki meira, búin með 5 próf en það eru aðeins 5 próf eftir, maður sér ekki endann á þessu öllu saman, en alltént þá get ég litið á björtu hliðarnar, ég er að fara til Úganda eftir tæpa viku, það er kannski bara blossinn á himninum sem ég sá áðan, hann ákallaði mig. Vei !

Ég er að hlusta á Leonard Cohen, það minnir mig á tímabilið í vor þegar ég bjó heima hjá ömmu í námsbúðunum fyrir samræmdu prófin, þar sem ég uppgötvaði að amma mín ætti Leonard Cohen á vinyl, það var gleðidagur mikill enda hlustuðum við á þetta daginn út og daginn inn. En hún var nú flottari en ég, hún gat sungið með, ekki skánaði það þegar að Sigrún Gerða frænka kom í hemisókn og þær sungu í kór... svona var vorið í vor, það er svo stutt síðan en samt í raun miðað við þá vaxtarkippi sem lífið mitt hefur tekið svo óralangt síðan. Förum ekkert út í það meir. Ensku-grammartíkin bíður.... spök og mun ég hér með halda áfram...

ahh So Long Marianne var að byrja minnir mig bara á áramótin á Sólbakka þar sem dansinn dunaði og það lag ómaði um allan Sólbakkann, gleymi því aldrei er Sigrún þreif í mig og kenndi mér enskan vals. Indælir tímar.

Sunday, December 04, 2005

Loðinn hafragrautur

Sá sem er fyrstur að sanna :

,,Í rétthyrndum þríhyrningi er minnsta hornið þá og því aðeins 30°, að önnur skammhliðin sé helmingur langhliðarinnar" eða ,

,Punktur er þá og því aðeins á miðnormal striks, að hann sé í sömu fjarlægð frá endapunktum þess"... þið ráðið hvora þið takið :)

... fær pakka frá Maju :)

Tuesday, November 29, 2005

hóhóhó

Mér þykir það einkar forvitinlegt að vita hvort að það hafi ekki farið uggur um littlu börnin í Kringlunni síðastliðinn föstudag þar sem þar örkuðu um jólasveinar í stígvélum og með stafi og allan pakkann ! Syngjandi hin þaulíslensku jólalög að hætti Ladda...

Það fór eilítill uggur um littlu Mæslu mús.

Að mínu viti eru jólasveinarnir ekki ennþá komnir til bygða ? Koma þeir ekki aðfaranótt 12.desember og þá einn í einu ?


Svona lagað hlýtur að rugla margan skrýlinn í ríminni. Að mínu mati eru þeir ekki alveg velkomnir strax en kannski erum við (að þeirra mati) Íslendingar svona ofur-skemmtileg þjóð! :) Hvur veit ...

Ekki misskilja þennan pistil á þann veg að ég sé arftaki the Grinch (enginn Vilhjálmu hér á verð h0h0) því að mínu mati eru jólasveinar algjröar kynjaverur ójá ... en leyfum desember samt að koma fyrst ! :)

Monday, November 28, 2005

kjams kjams ég er að borða ostapopp og það minnir mig á mömmu....

Friday, November 25, 2005

Haha þessar tjarnarsögur mínar ætla greinilega að fjölga sér....

... Var að labba heim úr skólanum með fullan poka af bakkelsi og kókó mjólk (Vó það er komið jólaþema á kókómjólkina) en ég var komin að miðri tjörninni er mér varð litið á önd eina, sem í klaufaskap eða eitthvað hafði tekist að frjósa við tjörnina þannig að þarna stóð hún á klakanum að reyna að komast í burtu en tókst það ekki sökum þess að hún var einfaldlega frosin við klakann. Littla skinnið, hvar var björgunarsveit andanna ? the duck rescue það er alaveganna til Björgunarsveit Kattanna en það er aðeins til Ættleiðingarstofa Andanna það er nú gott að vita :)

Ég á bágt með að viðurkenna það en mér fannst þetta nú alveg ægilega skondið og kætti þetta aðeins upp á daginn minn, þar sem að ég hafði verið í þremur prófum og yfirvofandi próf á morgun, fyrsta jólaprófið vei vei !
krossleggjið fingur fyrir Maju á morgun :)

Wednesday, November 23, 2005

Mamma mín var handtekin í dag! Á ég að gráta eða hlægja? Fyndasta er að það var fyrir það að hún var að tala í símann og keyra á sama tíma. Samt er allt í lagi að vera blindfullur á ólöglegum bíl með 6 manns of mikið í bílnum á 200 km/klst hraða en nei það má ekki tala í síma !! Svona er Úganda í dag.
Afhverju ?

Saturday, November 12, 2005

Hjááááááááálp !!

Ég hef náð hátindinum (í aulaleika mínum)...

Eins og ég hef sagt áður þá er ég húkkt á Oreo kexi með hvítu kremi, guð má vita hvað ég hef stútað mörgum pökkum, langar helst ekki að vita það sjálf en þetta er orðið alvarlegt mál, í staðinn fyrir að borða einhverja hollustu fær ég mér Oreo kex, það sem verra er þá finnst mér það ekki einusinni gott lengur þetta er fíkn!

Svo gerðist það í morgun að ég eldaði mér þennan dýrindis hrísgrjónagraut, uppgötvaði svo að við ættum ekki rúsinur. Viti menn tók ég ekki til minna ráða og fór að brytja niður Oreo kex og lét það ofan í grautinn, ég hef náð botninum !

-Er ekki til einhver svona hóp theropíu dæmi fyrir fólk sem er háð Oreo kexi ?

Wednesday, November 09, 2005

Pinguin jeee

Var að koma úr kvikmyndahúsinu þar sem ég starði á einkar áhugaverða mynd um Mörgæsir og um lifnaðarhætti þeirra. Þetta er allt samant svo gífulega fjarri lagi að það hálfa væri nóg en svona lifa víst mörgæsir, afar tilgangslaust líf, þær labba í marga marga daga til þess að dansa mökunardans, verpa eggjum, skiptast á að halda egginu heitu á meðan að kvenkynsmörgæsin fer ,,ferðina miklu" og nær í mat í sjóinn, kyngir honum og þarf samt að vera komin í tæka tíð áður en að eggið brotnar og unginn kemur út til þess að æla matnum upp í ungann. En karldýrin eru öll saman og labba í hringi með eggin á milli fótanna til þess að frjósa ekki. Svo vegna þess að karldýrin eru ekki búin að borða í 3 mánuði sökum þess að þeir voru að fylgjast með egginu þá fara þeir að sjónum þegar að kvendýrið kemur og fá sér að borða, og svona gengur þetta, aftur og aftur.

Ég vildi bara deila því með ykkur kæru vinir að ég hef nú þegar pantað mér far á Suður-Heimskautslandið í leit nýrra ævintýra og ætla ég að aðlagast lifnaðarháttum mörgæsanna.
Enda eru mörgæsir ógeðslega kúl !



Fjandinn já !!

Svona er mökunardansinn mikli !

Monday, November 07, 2005

Þráhyggja

,,Fjórir Norðmenn settu heimsmet í kvikmyndaglápi í dag en þeir sátu samfleytt í 70 klukkustundir og 33 mínútur í kvikmyndahúsi og horfðu á 38 kvikmyndir í röð.

Með þessari þrásetu á kvikmyndahúsbekkjunum bættu Norðmennirnir fjórir, þrír karlmenn og ein kona, gamla heimsmetið um 24 mínútur.

„Í morgun kastaði ég upp. Ég gat ekki komið neinu niður. Ég skalf og mér leið illa," sagði Mats Peder Nilsen, einn heimsmethafanna, við norska ríkisútvarpið, NRK, í dag.

Alls tóku 11 manns þátt í heimsmetstilrauninni en sjö sofnuðu í kvikmyndahúsinu. "

(www.mbl.is)

hahahahaha þá veit ég hvert mitt næsta lífstakmark verður !!!

Þráhyggja

,,Fjórir Norðmenn settu heimsmet í kvikmyndaglápi í dag en þeir sátu samfleytt í 70 klukkustundir og 33 mínútur í kvikmyndahúsi og horfðu á 38 kvikmyndir í röð.

Með þessari þrásetu á kvikmyndahúsbekkjunum bættu Norðmennirnir fjórir, þrír karlmenn og ein kona, gamla heimsmetið um 24 mínútur.

„Í morgun kastaði ég upp. Ég gat ekki komið neinu niður. Ég skalf og mér leið illa," sagði Mats Peder Nilsen, einn heimsmethafanna, við norska ríkisútvarpið, NRK, í dag.

Alls tóku 11 manns þátt í heimsmetstilrauninni en sjö sofnuðu í kvikmyndahúsinu. "

hahahahaha þá veit ég hvert mitt næsta lífstakmark verður !!!

Sunday, November 06, 2005

rúðupisssamsæri

Sögu-horn Maríu er nú að störfum og ætla ég að fjalla um uppruna rúðupissins.
 
 
Já rúðupiss ó rúðupiss, var væri maður án rúðupiss? Maður hefur jú ósjaldan lennt í því að það er hellirigning og forið rennur um rúðurnar og hvað er þá handhægt að nota þá ? jú jú auðvitað rúðupissið. Rúðupissið var uppgötvað af vísindamanninum Charles Iswolf árið 1974, hann bjó í Súdan, og þar var mikill leir og drulla sem settist á rúðuna sérstaklega þegar það rigndi sem var svona cirka einusinni á dag, Charles var orðinn frekar pirraður á þessu og ákvað að finna einhvern vökva sem myndi hjálpa honum að losna við drulluna af rúðunni. Hann settist niður í skrifstofu sinni og vann og vann svo mánuðum skipti, hann ætlaði að finna upp vökva sem myndi losa þetta frá, hann var búinn að strita í mánuði þegar hann loksins fann upp á því að prófa að láta gos í vélina og sprauta því á rúðurnar, hann prófaði þetta, og það endaði á því að gosið festist á rúðunni, þá tóku við nokkrir mánuðir í viðbót. Þangað til að einn sólskinsdag fann hann efnaformúluna fyrir vökvann sem hann þurfti, vökvinn var bláleitur.
 
Vökvi þessi fékk viðurnefnið "Rúðupiss" - sem er einkar tilviljunnarkennt sökum þess að það hljómar eins og að rúðan sé að pissa, en í raun og veru eru engin þvagfæri í henni, heldur eru þetta örmjó rör við rúðuna (einskonar gervi þvagfæri) sem að spíta upp vökvanum, segið svo að þið uppgötvið ekki alltaf eitthvað nýtt á hverjum degi ? En Charles Iswolf varð ríkur maður af þessari uppgötvun og það hafa líklegast allir eitthverntíman þurft á því að halda. Lífsnauðsynlegt fyrirbæri ! Lengi lfii rúðupissið... svo dettur mér í hug þessa fínu vísu sem á vel við hér ;
 
Piss piss og pelamó
púðursykur og króna
þegar mér er mikið mál
þá pissa ég bara í skóna !
(blogg þetta birti ég þann 7.febrúar síðastliðinn)

Saturday, October 29, 2005

Út vil ek !

Hefur einhver hérna séð baun í bala ?


Bæ þe vei, ef þú gúglar setninguna ,,baun in a bali" þá færðu þessa einkar skemmtilegur mynd.


Saturday, October 22, 2005

Leiðir lágu aftur saman.. !

Í sumar, er ég sigldi um Níl með Hildi og Teit í ferðalaginu mikla sáum við þennan fyndnasta ferðamann allra tíma ! Fekk hann viðurnefnið ,,Jón Jónsson, landkönnuður" enda stendur hann alveg fyrir því nafni þar sem hann stóð í bátnum með kíki og fulgabók í rassvasanum þar sem stóð ,,Birds of East-Africa" Gerðum við stöðugt grín að honum þar sem hann stóð, einkar glaður yfir öllum fuglunum sem hann sá.





En nú ætla ég að koma að aðalatriðinu. Ég gekk, spök úr skólanum um daginn, og geng ég ávalt meðfram tjörninni, viti menn !! Var ekki bara hann Jón minn við tjörnina, líklegast að dást að fuglunum á tjörninni. Kunni samt ekki við það að heilsa upp á hann, og segja ,,hey you, I saw you in Uganda this summer, we were together sailing on Nile" þannig að ég gekk bara, rólega framhjá honum og hugsaði út í það hve lítil þessi veröld er eftir allt saman !

Thursday, October 20, 2005

Ó þú Vagn, mun ég hitta þig ?

Þegar ég var lítil og saklaus (ekki það að ég sé ekki enn saklaus heldur er það staðreynd að ég hef hækkað um nó þokkra sentímetra) þá fekk ég stundum leyfi til þess að vera ,,lengi” úti til þess að klára að horfa á einhvern þátt eða eitthvað þannig heima hjá Söndru. Þegar það kom svo að því að skunda heim á leið, gekk ég einatt framhjá Vagninum (kráin á Flateyri) þar sem að það var hagstæðasta leiðin.
Það var ávalt húllumhæ á þeim bæ er ég gekk framhjá og hugsaði ég þá stundum með mér ,,ohh hvað ég hlakka til að verða 18. ára og fara á þennan stað”  Var það eitt af æskumarkmiðum mínum, að fara á lókal pöbbinn, greinilega mjög metnaðargjarnt barn.

En núna þegar þetta nálgast óðfluga

Viti menn :

,,Enginn hefur tekið að sér rekstur skemmtistaðarins Vagnsins á Flateyri sem hefur verið lokaður frá byrjun júlí. „Það er ekkert að frétta af rekstrarmálum Vagnsins og ég tel nokkuð ljóst að staðurinn verði ekki opnaður aftur“, segir Friðfinnur Hjörtur Hinriksson sem hélt um stjórntaumana á Vagninum ásamt Grétari Erni Eiríkssyni og Haraldi Hjálmarssyni fyrrahluta árs. Vagninn hefur lengi vel verið eini skemmtistaðurinn á Flateyri. Þar hafa komið fram fjölmargir landsþekktir listamenn í bland við heimamenn og samkomur af ýmsu tagi verið haldnar. Þá segir Friðfinnur Hjörtur að félagsheimili staðarins sem verið er að endurgera um þessar mundir komi sterkt inn sem nýr samkomustaður. „Hópur áhugamanna vinnur nú að endurbótum á félagsheimilinu sem er að verða stórglæsilegt. Hugmyndin er að nýta það undir dansleikjahald og fleira. Ef húsið verður tilbúið býst ég við að fyrsta ballið verði haldið upp úr miðjum nóvember“, segir Friðfinnur.”

Tekið af www.bb.is

Þá fór eitt af mínum markmiðum í súginn. Þá er næsta markmið að leita af tilgangi lífsins....

....á ný..

Monday, October 17, 2005

Undarlegir áhrifavaldar...

Ég stunda það iðjulega að taka eins og Þorgerður Katrín hæstvirtur menntamálaráðherra orðar það ,,potarann minn" (I-podinn) með mér í skólann er ég geng áleiðis.
Yann Tiersen verður einkar oft fyrir valinu þar sem hann fyllir mig af lífsgleði, auk þess er klappað á milli laga þá fæ ég þá tilfinningu að það sé verið að klappa fyrir mér.
Fyrir það eitt að hafa risið upp úr dýnunni minni, þar sem ég sef inn í Álmu C í risa 50 fermbetra íbúðinni okkar og hafið nýjan dag. Álma C er sumsé bakvið stofuborðið.

Hef oft gantast með það að sumir einstaklingar fá ,,ocean view" aðrir ,,city view" o.s.frv.
-En ég, ÉG fæ ,,under the table view" og er ég alveg nokkuð sátt við það.

Langaði bara að deila þessu með ykkur.

Sunday, October 09, 2005

Jarðfræðiógópógó

Þar sem ég er ein í kotinu ákvað ég að vera svo væn við sjálfa mig og panta mér Domino's pizzu. Þess má geta að ég hef ekki ennþá bragðað á svoleiðis síðan ég flutti suður.

Hálftíma eftir pöntun fæ ég sms og þar stóð ,,hæ! Pizzan tín er ad leggja af stad til tín! Kvedja Domino's"

Þá sá ég fyrir mér littla pizzu, með nesti og nýja skó ganga út úr Domino's húsinu, komin út í þennan grimma heim, á vitum örlaganna, á leið heim til mín, gangandi.

-Þetta fannst mér einkar fyndið.

Thursday, October 06, 2005

klukkedí klukk

Ég var klukkuð. Skv. Leikreglum á ég að segja eitthvað tilgangslaust um sjálfa mig, að mér skilst...

1. Ég vaknaði klukkan 08:07 í morgun en mætti þó klukkan 08:15 í skólann. Vil ég fá viðurnefnið ,,Maja ljóshraði”

2. Það eina sem ég kann að elda er pizza (hituð í ofni), kakósúpa (í pakka), fiskibollur (í dós) og pulsur. – Ég veit þarf að gera eitthvað róttækt í þessum málum.

3. Ég drekk ekki kók. Diet pepsi er minn bandamaður!

4. Ég er sjúk í Oreo-kex í hvítu kremi. Banjãdas. Ólé

5. Í dag þegar ég var að labba í skólann var ég komin hálfa leið þegar ég uppgötvaði það að ég væri í krummafót. Tilgansleysa nr.1 útskýrir hversvegna.


-Ég klukka, Mömmu, Vigdísi Garðars, Dóra kút, Herdísi Mjöll og Dagnýju... mímímí

Tuesday, October 04, 2005

Hoppí polla...

SUS þingið var haldið um helgina á Stykkishólmi, þeim ágæta bæ. Kom seint föstudagskvöldið og mætti beint á fund með ráðherrum. Eftir þann fund rakst ég á gulldrengina Aron, Jónas og Dag Kára, mér til mikillrar ánægju. Átti ég gott spjall við þá drengi og var förin tekin á rúntinn að frádregnum Aroni og viðbættum Guðmundi. Þar á höfninni var stórt bjarg og efst á því var viti. Við gengum að vita örlaganna! Sú för var stutt en laggóð og því næst var förinni heitið á krá góða er ber nafnið Fimm fiskar. Þar var trúbador góður og mikil stemming. Eftir að kránni var lokað skunduðum við upp á hótel, þar var glamrað á gítar og sungið. Um fimmleytið skutlaði dýrlingurinn Jónas mér heim og svaf ég vært. Ég var staðráðin í því að vakna snemma og mæta klukkan 10 til þess að vera við ályktannirnar og lagabreytingarnar. Svaf aðeins yfir mig eða til eitt. En öll von var þó ekki úti. Lagabreytingarnar voru enn í gangi þegar ég kom - mér til ómældrar ánægju! Svo fór að síga á kvöldið og við skunduðum á kvöldmatinn. Maturinn var umdeildur en góður félagsskapur bætti þetta upp þannig að þetta kom út á sléttu. Svo var hörku ball um kvöldið, hljómsveitin var (einsog Aron sagði) ekki uppá Fimm fiska. En undir lokinn var maður drifinn af jakkafataklæddum mönnum á dansgólfið og það var stiginn dans. Sáust margir menn þar á gólfi með fádæma góða fimi í dansæfingum, sem dæmi má nefna var ,,maðurinn sem tapar aldrei" í góðu skapi og dansaði við ljúfa tóna hljómsveitarinnar (Sumir vita hvern ég er að tala um aðrir ekki) . Entist ég til hálf sex þar sem ég var komin í ruglið með fimm-aura við hann Pétur, það varð til þess að ég dreif mig heim, skynsamleg ákvörðun. Vaknaði svo og skundaði í kostningar. Borgar var kosinn í formann og Teitur, Heimir og Helga Kristín náðu kjöri í stjórn, klapp á bakið til þeirra! Aron, Jónas og Dagur Kári náðu kjöri í varastjórn, tvö klöpp á bakið til þeirra!
 
Þegar ég kom heim í gær beið mín íslensku heftið góða og uppljómunin um íslensku prófið sem var í dag. Viti menn settist mín niður, lærði í heilar tuttugu mínútur- á íslenskum tíma. Gafst svo upp og ákvað að læra bara daginn eftir. Lagðist svo í hinn ljúfa draumaheim. Vaknaði alltof seint og hafði þ.a.l ekki tíma til þess að læra og bölvaði því að hafa verið svona afar kærulaus. Allt kom fyrir ekki og ég held að mér hafi gengið alveg ágætlega- enda er skammarlegt að fá lægra en 5 í eigin móðurmáli.
 
Efast um að einhver nenni að lesa þetta. Ef svo er; Áfram þú !
 
Skund ek !

          

Saturday, September 24, 2005

I want to see native dances

,,Ágætu þið. Mér er sönn ánægja að tilkynna ykkur að ég hef látið framleiða diskana Gull og Hörður Torfa´70 (Inniheldur fyrstu tvær plöturnar mínar.) Þessar plötur hafa verið ófáanlegar í nokkur ár en eru semsagt komnar í verslanir Skífunnar. Þessar plötur áttu að vera komnar fyrir hausttónleikana en eitthvað fór úrskeiðis. En þær eru semsagt komnar og það sem meira er ég hef gert samninga við Skífuna um að hafa alla fáanlega titla mína til sölu í verslunum þeirra, sérstaklega á Laugavegi. Síminn í þeirri verslun er 525 5040. Innan tíðar kemur svo diskurinn Þel og fer beint í verslanir. Ég get því miður ekki annað plötusölu í gegnum heimasíðuna mína lengur þar sem það útheimtir of mikin tíma og fyrirhöfn. Fleiri titlar af plötunum mínum sem hafa selst upp verða framleiddir og bráðlega kemur platan Tabu á geisladisk. Þið verðið látin vita.
Kær kveðja., Hörður Torfa.

Hörður Torfa
Heimasíða: www.hordurtorfa.com

Að gefa út geisladisk með eigin efni kostar mikla vinnu og mikla peninga. Afritið því ekki geisladiska það vegur að lífæð þess sem hefur tekjur sínar og lifibrauð af slíku starfi. "


-Getur einhver sagt mér hversvegna Hörður Torfa var að senda mér ímeil ? Ég stend á gati.


-Annars hin brjálaðasta bílferð til Íbizafjarðar að baki. Veðrið var óumræðanlegt. Snjór og bylur, sáum ekki að næsta túni get ég sagt ykkur. Svo keyrðum við framhjá húsi og ég var handviss um að það væri kviknað í því, því mér fannst ég sjá eld. Þannig að við snérum við, með þá hugmynd að sjá fólk útatað í ösku hlaupa vælandi út, en allt kom fyrir ekki og við komumst að því að það var víst bara kveikt ljós inn í húsinu, svona getur maður verið ruglaður stundum. Annars skundnuðum við okkar leið, og í djúpinu áorkuðum við það að klessa á eitt stykki kind. En hana sakaði ekki og hún vappaði sína leið, smá ullarmissir en það er bara hressandi svona þegar líða fer á veturinn.

Held því aftur á móti fram að hún hafi gert þetta viljandi, ábygginlega ekki gaman að vera kind núna, eða aldrei.

Ætla samt sem áður að fara að sofa núna.. endilega allir að kommenta.

-Biðst forláts á bloggleysinu. Internetið fór í verkfall heima.

Friday, September 09, 2005

I just dont know what to do with my self...

Ég var busi þegar ég arkaði í skólan í gær, ég var nýnemi þegar ég labbaði heim. Merkilegt!

Vorum dregin í Gamla skóla og í I stofuna. Sátum öll saman inn í stofunni þokkalega á vitum örlagana. Það var magnþrungin stund. Svo fór Carmen Burnana að hljóða og túristar farnir að flykkjast að svæðinu. 6.bekkingar hófu gönguna, allir klæddir í tóga og löbbuðu afar hægt, skuggalega hægt. Við lágum öll í gluggakistunni, titrandi af ótta við þessar fígúrur. Svo í hátindi lagsins byrjuðu allt í einu allir að öskra, 6.bekkingarnir hlupu inn í Gamla skóla og 4. og 5. bekkingar hlupu í kringum skólan og öskruðu ,,drepa" og fleira, ég var svo upphífuð að ég man rosa lítið. Svo hlupu allir um skólann öskrandi, bankandi á hurðina og á meðan dundi eitt drungalegasta þungarokkslag sem til er. - Við settumst öll niður, þorðum ekki sökum hræðslu að standa. Sátum og biðum. Svo komu grýlur inn. Skipuðu okkur að standa upp á borð. Náði í ofurbusana og lét þá fá svínaeyru og nef. Í nafnakalli þurftum við að hrína, ein ákveðin stelpa hrein ekki nógu hátt og þurfti þar að leiðandi að standa uppá borði með svínanef og syngja Gádann - erfitt að hlægja ekki. Svo vorum við rekin út úr stofunni, látin labba einsog kóngulær niður að porti, og þar þurftum við að skríða í gegnum grýluhóp sem öskraði alls kyns skemmtilega hluti að manni, eftir þá svaðilför var ég tekin inn í hring af strákum og skipað að leika brauðrist og dansa stríðdans! Ég reyndi mitt besta. Svo var ég tekin út úr hringnum farið með mig að tolleringunni og ég var tolleruð. Eftir að ég kom niður á jörðina sögðu strákarnir sem tolleruðu ,,velkomin í MR, farðu upp í port og fáðu þér köku" Það glitti í bros á minni. Kakan var ljúffeng og góður dagur!
Svo tók fyrirpartýið við. Það var frábært ! Fólk í góðu stuði. Örkuðum svo á Broadway, eitt besta ball sem ég hef farið á hingað til ! Hreint út sagt magnað ! DJ. Páll Óskar alveg að standa fyrir sínu, ekkert vesen, allir vinir og mikið stuð ! Hitti rosa fínt fólk.
Svo eftir ballið ákvað ég að taka bara leigubíl heim. Ég var heldur betur ekki sú eina sem hugsaði svona, enda endaði ég á því að labba heim. Tók sinn tíma en hey ég sparaði pening ! Svo á ég til með að þakka samferðamanni mínum fyrir spjallið á leiðinni, eitt er víst ég hefði aldrei ratað heim án hans. Takk ! Ég var sumsé komin heim um 3 leitið. Var samt það heppin að vera í eyðu í fyrsta tíma þannig að ég gat sofið aðeins lengur en sumir, en ég vorkenni þeim algjörlega, hugur minn var örugglega hjá þeim á meðan ég svaf !
Takk kærlega fyrir mig...

Thursday, September 08, 2005

Davíð Oddsson lét sig hverfa í beinni útsendingu!

,,Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins boðaði til blaðamannafundar kl. 15.15 í dag þar sem hann sýndi sitt magnaðasta bragð hingaðtil og lét sig hverfa í beinni útsendingu!
Atriðið hófst á því að Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður Davíðs, steig á stokk í smekklegum, fölbleikum samfestingi og sagaði sundur stjórnmálafræðinginn tilvonandi Gíslamartein Baldursson. Gíslimarteinn stóð þó upp heill, við lítinn fögnuð viðstaddra, en lofuðu menn þó frammistöðu Illuga, sem margt hefur lært af meistara sínum.
Þá var komið að aðalnúmerinu. Davíð settist hjá Loga Bergmanni Eiðssyni, að því er virtist í viðtal - en áður en Logi náði að bera upp fyrstu spurninguna hrópaði Davíð: „HÓKUSPÓKUS PÚFF!“ og hvarf samstundis í bláum reykjarmekki.
Enginn veit hvar Davíð er niðurkominn nú, en hann hefur sjálfur margsinnis sagst „ætla að toppa það duglega“ þegar hann lét Þorstein Pálsson hverfa fyrir nokkrum árum - en ekkert hefur spurst til Þorsteins síðan."

www.baggalutur.is

,,Atriðið hófst á því að Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður Davíðs, steig á stokk í smekklegum, fölbleikum samfestingi og sagaði sundur stjórnmálafræðinginn tilvonandi Gíslamartein Baldursson." -þessi partur er einkar athyglisverður, myndi alveg borga túkall fyrir þessa ásýnd!

(Ég bý heima hjá Illuga Gunnarssyni- svo að allir séu með á nótnunum)

Monday, September 05, 2005

Þú færð kraft úr kókó-mjólk !

Þá er ég búin að sækja um dreifbýlisstyrkinn. Allir að krossleggja fingurna!

Einnig er gaman að segja frá því að í dag gerðist ég hjálpsamur unglingur og tók mynd af túrista-hjónum fyrir framan Tjörnina. Túrista ævintýrið heldur áfram !

Thursday, September 01, 2005

Garpur? óneiseisei !

Minn fyrsti tjarnarhringur var hlupinn í dag, þetta er heldur betur erfiðara en ég ímyndaði mér! Það hefur líklegast hlakkað í aðillanum sem að setti saman stundarskránna mína, þar sem að íþróttir er fyrsti tíminn á miðvikudögum. Ekki beint freistandi að fara út í rigningu, ný vaknaður og að hlaupa 2 kílómetra, sérstaklega þar sem að ég gleymdi öllum íþróttabuxunum mínum fyrir vestan. En hún Binna bestaskinn lánaði mér þröngar buxur, sem voru nú ekki þær hlýjustu, er samt sem áður mjög þakklát fyrir lánið! Samt sem áður, í þröngum casall buxum, í peysu og hettupeysu og í anorakk með vetlinga.- gæti verið uppskrift af túrista á Íslandi ?

Þetta gekk samt skítsæmilega, fyrir utan dúndrandi hlaupasting og áreynslutitring allan daginn, hálsbólgu og harðsperrur. Þetta segir allt það sem segja þarf, nú ætlar María Rut í átak og ná þolinu aftur sem var endalaust í gamla daga. Og hanabanananú !

-þess má geta að Brynhildi tókst að draga mig í nammi og gos bindind, þetta mun vera í 9. skipti sem ég tek þessa róttæku ákvörðun og hver og einn dæmir fyrir sig um árangur minn í þessum efnum. Minn tími mun koma !


Þetta mun vera minn besti vinur í vetur, í storminum !

Monday, August 29, 2005

Like a train across the valley ...

Samkvæmt sögukennaranum mínum fæddist Kristur 3 árum fyrir Krist. Athyglisvert.

Thursday, August 25, 2005

Wednesday, August 24, 2005

,,Gefumst ekki upp þó á móti blási"...

Biðst forláts á því hve langt síðan það er síðan ég skrifaði seinustu færslu, lofa að bæta mig. Það er búið að vera brjálað að gera, fór á skólasetingu á mánudaginn var. Reyndar var ég ofur-kúl busi og fór ekki í kirkjuna heldur skrapp ég á kaffihús með Klöru og gamlan splæsti heitu kakó-i á busann sinn. Mætti skíthrædd í tíma hjá umsjónakennarnum mínum honum Knúti. En svo var raunin að krakkarnir í bekknum hjá mér eru bara frábærir og kennararnir líka.

Í gær var kózý kvöld hjá heima á Fjólugötunni. Illugi eldaði fisk, fór svo í sjoppuna leigði video og keypti sjeik. Hjálpaði mér reyndar fyrst með algebruna, sátum í makindum okkar og dunduðum okkur við þessa yndislegu stærðfræði. En svo fórum við öll að horfa á video, en viti menn ! Ég breytist ekkert þó ég sé flutt suður. Sofnaði líklegast eftir að fimm mínútur voru búnar af myndinni. Sama gamla Majan.

Dagurinn í dag var langur og strembinn. Fór í skólann klukkan áttanúllnúll. Við tók hellingur af námi sem ég sogaði alveg í mig fyrir utan efnafræðina. Sumt er bara ekki hægt að soga í sig svona ákaft. Klukkan hálfþrjú var skólinn búinn, þangað til að ég kom heim, settist niður og það sem ég átti eftir að læra heima var jarðfræði, efnafræði, stærðfræði, danska, enska og íslenska. Ég þarf nú að fara að venjast þessu. Tel það mjög líklegt að eftir september mánuð verð ég búin að læra jafn mikið heima og ég gerði allan 10.bekk og hanabanananú ! En ég hef gaman að þessu, krefjandi og skemmtilegt. Ekki er það samt verra þegar að amma gamla kíkir í heimsókn og aðstoðar mann aðeins, amma málið er bara að flytja í bæinn ! :)

Friday, August 19, 2005

Stödd á Fjólugötunni...

Ég er maur.

Er sumsé komin í höfuðborgina. Líður einsog litlum maur í stórri þúfu, hermaur auðvitað. Þetta er minn fyrsti brottflutningur, hef búið í ein sextán ár á Flateyri. Ég er í langstökki -Flateyri-Reykjavík. En aftur á móti leynist mikil tilhlökkun inná milli kvíðans og óvissunar.

Skólasetningin er á mánudaginn újé. Ég er í 3-I með 14 stelpum og 11 strákum. Klara ást er samt búin að lofa að passa mig til að byrja með, svo ég týnist ekki í siðmenningunni.

Nóg í bili, heyrumst síðar eldhress.

-María Rut, tilvonandi menntskælingur

Wednesday, August 17, 2005

One plus One is One....

Þegar ég var lítil, fannst mér rosa gaman þegar það rigndi. Þá skellti ég mér oft út í rosa flottan pollagalla og hoppaði og skoppaði í drullupyttunum - þá var ég álitin sætur krakki sem hafði gaman af lífinu.

-Ef ég myndi gera slíkt hið sama í dag myndu allir stara á mig og hugsa væri ég líklega álitin seinþroska - jafnvel veruleikafirrt.

Hversvegna ætli það sé ?

Friday, August 12, 2005

With my dreamings still on my mind....

ójá, þið sem sitjið fyrir framan tölvuskjáinn, með kók í annarri og gulrætur í hinni, með gapandi augu sem mætti líkja við konu sem er ný búin að uppgötva það að maðurinn hennar sé samkynhneigður og var aðalnúmerið á gay-pride, þið sem trúið ekki ykkar eigin augum og haldið að þið séuð einfaldlega að dreyma þá er þetta rétt hjá ykkur og engar sjónvhverfingar í gangi....

já.. María er að blogga

Klara mín kæra er á svæðinu, þá er svo gaman að ég nenni ekki að blogga.

Átti svaka súrt augnablik heima hjá Gunnari Atla á föstudagsnóttinni, þegar við vorum nokkur að fá okkur að borða eftir ball og spjalla um daginn og veginn, þá barst smíðakennari í tal, og það að hann stundaði það að berja suma nemendur í smíðatíma. Þá stóðst ég ekki mátið og sagði ,, núnú voru það barsmíðar" mikið hlegið, mikið hlegið.

Uppgötvaði þáttaröðina ,,Cold Feet" á ný í nótt og horfði á heila seríu, geri aðrir betur.

Monday, August 08, 2005

og hanabanananú !

Ég er komin á Ísafjörðinn góða. Fór í kvöld á tónleika með Hrafnasparki og sænkum gítarleikara að nafni Andreas. Hann var svei mér sænskur kallinn, með ljóst sleikt hár og í þröngum buxum, voða flottur. En þetta voru djass gítarleikarar, fá klapp á bakið frá mér.

Eftir tónleikana skruppum ég og Dóri félagi á Langa Manga. Hann fekk sér köku og kakó (sjaldséðir hvítir hrafnar hmm.....) og ég fekk mér vatn. Röltuðum aðeins um bæinn eftir kaffihússtopið og tókum svo uppá því að fara upp í fína herbergið heima og horfa á simpsons og Svínasúpuna. Þetta var hið indælasta kvöld. Mikið talað og hlegið.

Annars alveg yndislegt að vera komin Vestur og hitta alla. Alveg búið að vera frábært.

Er samt eitthvað rugluð eftir þetta blessaða ferðalag. Svaf víst til fimm, en hélt því staðfast fram að klukkan væri ellefu. Segi vitlaus orð við vitlausarsetningar og tímaskynið er ekkert. Gleymi að fá mér að borða, passa mig bara á því að gleyma sjálfri mér ekki á endanum ha?

Í dag var ég að stinga tölvunni minni í samband og spurði þá pabba hvort hann ætti gaffal eða eitthvað. Mamma fattar þennan.

Annars þá ætla ég að fara að sofa núna. Kveð að sinni kæru vinir.

Saturday, August 06, 2005

Ólöglega kalt

Ég er komin á Fjólugötuna eftir 22 klukkutíma törn. Ætlaði bara að láta vita að ég er komin á klakann, það er kalt og ég ætla í heita sturtu ! Ég er með eitthverskonar tilfinningu, flugriða ? Segi betru frá þessu seinna kæru vinir.

Wednesday, August 03, 2005

Maja vs. Úganda

Gerði heiðalega tilraun í dag til þess að leggjast á sólarbekkinn og fá smá lit. Það reyndist vera skammgóður vermir þar sem að um leið og ég hafði komið mér fyrir, með bók í annarri og geislaspilarann í hinni og tólin á eyrunum. Fór að rigna. 1-0 fyrir Úganda. Fór bitur heim þar sem þetta átti að vera brúnkudagurinn mikli. Öll von var samt ekki úti, um hádegi kom ég sterk inn í leikinn, sólin kom aftur 1-1. Þá drifum við okkur aftur á bekkina. Sólin entist í þrjá klukkutíma, vei vei - 2-1 fyrir mér. En svo undir lokin byrjaði að rigna við vorum hvort sem er á leiðinni heim þannig að 3 stig í pottinn hjá mér og 1 til Úganda. Vei vei !

Tuesday, August 02, 2005

Safarí Safarí...

Í gær var lagt af stað, í ferð á vit örlaganna. Áætlunarstaður var Paraa, sem er í þjóðgarði við bakka Nílar. Ég, Hildur og Teitur vorum tilbúin í slaginn klukkan hálf 7 í gærmorgun, skunduðum af stað einsog ég sagði áður á vit örlaganna.

Keyrðum í tvo klukkutíma og stoppuðum þá í skrýtnustu sjoppu sem ég hef á ævinni komið í, þar var aðeins einn kælir, fullur af kóki, þrjú borð og stólar og eitt útvarp.


Þetta er semsagt sjoppan umrædda...

Svo ókum við til Masindi, sem er smábær í sveitinni í Úganda, fengum okkur franskar og kók. Rákumst meðal annars á þennan mann. Okkur þótti hann einkar áhugaverður.

Svo komum við að Níl. Skelltum okkur samstundis í siglingu niður Níl, þar sáum við flóðhesta, krókódíla og fíla. Svo sáum við aftur flóðhesta og krókódíla og á endanum var það það eina sem við sáum.


Þessi mynd lýsir áhuga okkar á krókódílunum á bakkanum þarna hinummegin

Krókódíllinn Eiríkur

Svo eftir þriggjatíma siglingu, fórum við á hótelið, í sund og sturtu. Svo lá leiðin í matsalinn, þar sem að okkar kærasti vinur, Hornafjarðamanninn tók öll völd og við spiluðum til um hálf 12 leitið, vorum seinust að fara að sofa og fyrst að vakna, sannir Íslendingar.

Ég, tilbúin í hornafjarðamanna !

Vöknuðum eldsnemma, skunduðum í magnaðasta Safarí sem ég hef farið í á ævinni, enda hef ég bara farið í tvö, en þetta toppaði hitt. Sáum allt sem hægt er að sjá fyrir utan blettatýgurinn. Allt frá öskrandi ljónum niður í borðandi hrægamma. Frábært !


Maja ljónatemjari (það eru ljón fyrir aftan mig)

Svo eftir fjögurra klukkutíma safaríævintýri þá fórum við til baka, úfnar eftir keyrsluna og full að lífsfyllingu, enda er þessi upplifun ólýsanleg ! Keyrðum til baka til Masindi, fengum okkur að borða, lögðum svo í hann til Kampala aftur. Á miðri leið ákváðum við að við ætluðum að prófa að fara í verslannir og fleira eins og local fólkið hérna. Endaði með því að við stoppuðum á flotta Grand Chariokie-num okkar fyrir utan moldahrúgu við smá verslunarsvæði við veginn. Lögðum, læstum bílnum, löbbuðum að sölukonunni, báðum um þrjár kók. Fengum það, skítugar flöskur, er ekki viss um innihaldið, en þetta var stemmingin! Svo fyrir neðan var krakkahópur sem að öskruðu ,,Muzungu" einsog ég veit ekki hvað. Ég fór að þeim, tók myndir af þeim á fínu digital myndavélina mína, þau ópuðu yfir sig af skelfingu, þegar ég sýndi þeim myndirnar af þeim. Þau höfðu aldrei séð svona apparat áður. Ég get með stolti sagt að ég var s.s fyrsta manneskjan í þeirra lífi sem að sýndi þeim stafræna myndavél. Vei vei...

Krakkarnir sem ég hitti

Jæjja orðið nóg í bili. Er að fara í sólbað á morgun með Hildi, Teit, Herði og Júlíu, lokatilraun til brúnku.

- allar myndirnar sem ég tók eru inná : www.spaces.msn.com/members/majarut


Sunday, July 31, 2005

Rigning...


Það er sko líka verslunnamannahelgi hérna, rigning og alles. Við tjölduðum líka, en samt bara í morgun, klikkuðum á því að tjalda á föstudaginn og hafa alvöru verslunnarmannahelgarfíling. Bömmer.

Saturday, July 30, 2005

Þá kom að því

Eftir samanlagt fjögurramánaða dvöl í Úganda... Fyrsta moskító bitið komið í höfn, ekki eitt, ekki tvö heldur þrjú takk fyrir pent.

Spilaði póker í fyrsta skipti í gær við pabba, Teit og Hildi, við spiluðm tvær gerðir af póker, ég og Hildur vildum spila ,,aumingja" pókerinn þegar að við gáfum en pabbi og Teitur vildu spila ,,texas póker". Þetta var mjög umdeilt þar sem að nokkrar reglur vöfðust fyrir okkur og miklar málamiðlannir voru hafðar, og sást greinilega mikill kynjamismunur þar sem að ég og Hildur vorum ætíð hógværar á veðin og spilamennskuna þar sem við spiluðum ætíð auðveldu útgáfuna en Teitur og Pabbi voru ávalt með háar upphæðir og vildu spila flóknari gerðina. Ég, óreynda, hógværa stúlkan, mér til gleði og skelfingar vann, þrátt fyrir að skilja ekkert hvað ég væri að gera og fekk allan peninginn, en þetta var samt stutt sæla þar sem að þetta var spariklinkið hans pabba og ég þurfti að skila því aftur. En það er samt miklu skemmtilegra að hafa unnið, peningarnir skipta gjörsamlega engu máli, ég vann !

Annars sat ég ,,sveitt" við það að breyta útlitinu á síðunni minni í gær, vildi hafa eitthvað upprunalegt 'ala Maja, hvernig finnst ykkur? Á reyndar ennþá eftir að finna út hvar ég lita dagsetninguna, passar ekkert alltof vel inn að hafa hana bláa.


Wednesday, July 27, 2005

Oft er lag engu lagi líkt...

Kvöldið. Í dag ... haha nei nú ætla ég heldur betur að skunda af leiðinlegum ávana hér í Úganda. Ég ætla ekki að tala um viðburði dagsins eða Afríku, heldur ætla ég að skella mér á Frónið og hugleiða - hugur minn sem opin bók.

Í dag, eftir að ég vaknaði og þangað til að ég stóð við búðarkassan í Shoprite var ég í stanslausum hugleiðingum, fekk meiraðsegja nokkrar athugasemdir frá föður mínum hvort allt væri í lagi, ekki panikka, ég var í lagi, ég var bara að hugsa.

- Þannig er mál með vexti að ég fór að spá í því hversu furðulegar málvenjur Íslendinga geta orðið. Byrjaði upphaflega að spá í þessu þegar að Lilja kom með það comment að Tony segir oft ,,sausage" við son sinn sem þýðir pulsa og enginn á Íslandi myndi segja ,,komdu hingað puslan mín." En aftur á móti erum við alls ekki skömminni skárri heyrir maður ótt og títt sagt ,,þú ert svo mikil rúsína" - rúsínur eru krumpaðar, brúnar og alls ekki sætar/krúttlegar/fallegar, sama gildir um sveskjur. Svo er oft sagt ,,þú ert svo mikil dúlla" - Dúlla er heklumunstur, allaveganna lærði ég það í fyrsta og eina skiptið þegar ég var í handmennt (haha Vigdís). Hversu hugljúft er að segja við eitthvern ,, ahh þú ert svo mikið heklumunstur" nei ég held ekki. Svo var einusinni tíska að segja (meðal annars notaði ég þetta óspart á gelgjunni) ,,æi múslíið þitt" - ég borða múslí í morgunmat. Annað sem skaust yfir hugleiðsluna mína er það að við áköllum guð og jesú í ólíklegustu atvikum. Þegar okkur bregður gífulega eða erum hneiksluð á eitthverju æpum við í háa C ,,jesús" - hvað á Jesú að gera? Eins þegar eitthvað merkilegt gerist þá segjum við í a-moll ,,Guð minn góður" - hann er góður já... en enn og aftur hvað á hann að gera?, en ég álykta að þetta sé eitthver siður síðan í gamla daga, tengist líklegast hnerri og ,,guð hjálpi þér" sögunni.

Meira um það sem ég spái í seinna, kanski að ég tali um tilgang lífsins hver veit?



Annars er stefnan tekin á Safari á morgun, og mun ég eyða verslunnarmannahelginni í siglingu á Níl, og Safarí, hver veit kanski endar maður í Kalangala ? Vona að þið eigið góða helgi, óneitanlega langar mig að vera heima í lopapeysu og í útileigu, en það bíður bara betri tíma.


Hver man ekki eftir ömmuskónum góðu sem slógu eftirminnilega í gegn í vor??







Tuesday, July 26, 2005

Tívolí Tívolí Tívolílílí !

Já kæru landar. Ég fór í Tívolí í Úganda. Upphaflega og endanlega var þetta ,,Hildur's nd Teitur's day of fun" þar sem þau tóku okkur systkinin í Didi's world, amusement park, vei vei. Keyrðum í hálftíma í gegnum moldarhrak og fólksþyrpingu svo eftir nokkrar beygjur og múnderingar komum við loksins að stóru skilti þar stóð ,,welcome to DIDI'S world" þar keyrðum við inn, og það var alveg eins og að keyra inn í annan heim (eftir keyrsluna í týpísku afrísku umhverfi) borguðum okkur inn og fengum þessi dýrindis armbönd og hófum ævintýradaginn mikla. Þetta var voðalega krúttlegt og spes, þar sem landarnir misstu sig gjörsamlega í þessum þrem ,,fullorðins" tækjum (restin voru lestir og hringekjur fyrir börn.) Ég, Hildur og Teitur létum okkur ekki vanta inn í brjálæðinu og skunduðum í kolkrabban, klessubíló og sjóræningjaskipið mikla á meðan Júlía og Hörður dunduðu sér í lestunum og þvíumlíkum tækjum. Til að lýsa þessu svæði, þá var þetta allt malbikað, með fullt af littlum tækjum, öskrandi local fólki ( sem var að missa sig í gleðinni), svo voru u.þ.b 20 sölubásar í einni röð, en aðeins 2 voru í notkun, í einum var seldur ís og aðeins ís og í hinum var selt popp og aðeins popp. Greinilega vinsælt svæði fyrir kaupmenn, eða hitt þó heldur. En þarna áttum við æðislegan dag saman, og þrátt fyrir kaldhæðnina í mér er bara gaman að hafa upplifað það að hafa farið í Tivolí í Afríku og þetta er stærsti skemmtigarður í Afríku (fyrir utan Suður-Afríku auðvitað). - og hei Ísland er ekki einusinni með Tívolí ! :) p.s er búin að bæta inn myndum á myndasíðuna frá Svaðilförinni.




Afríkanarnir að missa sig í tivolíinu, þetta er bátur fullur af local fólki

Ég í kolkrabbanum, vei vei vei

Thursday, July 21, 2005

Nataka kuona ngoma za

Fann Swahili orðabók í gær, mér til ánægju og yndisauka, auðvitað !

nokkur góð orðatiltæki :

Nataka kuona ngoma za = I want to see native dances

Nasema Kiingereza tu = I only speak Italian

Rafiki zongu wamenipotea= I have lost my friends

Utanipeleka gareji? = Will you take me to the garage?

Motoka yangu imezama katika matope = my car is stuck in the mud.

Naweza kununua njate waoi? = where is the bakery (glöggir lesendur uppgötva hversvegna mér finnst þetta mjög skemmtilegt orðatiltæki þar sem ég notað óspart orðatiltækið ,,I'll take you to the bakery" til þess eins að gera grín af íslendingum þegar þeir segja ,,Ég tek þig í bakaríið" )

Mkanda umekosekana = the belt is missing

-Þetta er sumsé eitthver safari orðabók fyrir óreinda Afríkufara sem þurfa að bjarga sér, enda finnur maður kostulega frasa þarna. Núna get ég loksins haft samræður við þjónustustúlkuna okkar. Lífsfylling, ójá !


Hver kannast ekki við þessa sjón ??


Monday, July 18, 2005

Rottulíf....

Ég ætla nú bara að blogga sérstaklega til þess að botna í einu af commentunum sem ég fékk í seinustu færslu en hún hljóðar svo :

,,Maja! ég var ekki að meina það sem ég sagði áfram með að mottóið væri fallið úr gildi! það er ALLTAF í gildi - mundu það:) þetta var bara augnablikshrifning yfir því að maðurinn þinn gæti verið jafn ógiðslega ríkur og þessu gaur! " - Strúlla

.... Ég botna hvorki upp né niður, hægri eða vinstri hvað þú ert að tala um elsku Strúlla mín.... og vil ég vinsamlegast biðja þig að útskýra þetta aðeins fyrir mér ? Ertu viss um að þú hafir verið að skrifa á réttri síðu :) Kostuleg....

Annars verður þetta enn ein sektarkenndarbloggfærslan = ég að blogga um ekkert merkilegt og fljótfærnin alveg í hámarki !

Gámurinn kominn. Vil ég ekki minnast einu orði um hann þar sem ég er komin með óbeit á þessu orði.

Sátum í allt kvöld og spiluðum mattador. Frábært spil, sérstaklega þegar maður er ríkur og eignamikill ! Enda endaði þetta með einhliða sigri Maríu.

Það er rotta í eldhúsinu. Ég er ekki hrifin af rottum. Þær eru ógeðfelldar, og minna þær mig á eitthverja teiknimynd þegar ég var lítil, man ekki alveg hvaða mynd það var en þar voru allaveganna vondar rottur. Tindátinn staðfasti? Æi ætla ekki að reyna við þetta. En ég er sumsé hérna heima hjá Kristjáni frænda og á að koma með rottueitur á leiðinni heim, við erum búin að prufa allt ,,siðlegt" svosem einfaldar músagildrur og annað slíkt.

Verð að skunda heim núna... klukkan orðin 01:00 og tími til að láta sig detta inní lestrar-og tónlistarheiminn minn. Ahh ljúfasti heimur í heimi ! :)

Thursday, July 14, 2005

Happy day !

Ákvað að birta hérna svör mín við commentunum ykkar í seinasta bloggi svona svo þið sjáið þau pottþétt :

HV- Já það er ég.. :)

Amma - takk kærlega fyrir bloggið, get sagt það með sanni núna að ég hef lokið við bókina enda stritaði ég til klukkan 3 í nótt, sakna þín, knús!

Patí - ég mun koma um leið og ég kem til landsins, hlakka ekkert smá til að hitta ykkur allar !

Klara - Já það mun ég gera í skiptum við gibba gibb, Shins, The Smiths, Múm, Kings of convinience, Sufjan Stevens og allt það sem þú hefur dælt í mig. Hefur gjörsamlega bjargað mér og Múm hefur fylgt mér með Sölku Völku ! -sakna þín ást !

Hafdís - takk fyrir commentið, þú ert náttúrulega afar fáguð í þínu vali á listafólki sumsé Lizt, en mundu það er enn von, okkar takmarki mun vera náð, fyrr eða síðar. !



Svona til að bæta því við svona til viðauka þá fekk ég símhringingu í morgun þar sem að mamma var hinum megin við línuna. Þar bað hún mig um að ná í bókina með öllu skipulaginu við pakningarnar áður en þau fluttu til Afríku og sagði mér að Tony væri á leiðinni, ég ætti að klæða mig núna og fara útí bíl með bókina, en sagði mér ekkert hvert ég væri að fara, ég var dálítið ringluð og nývöknuð eftir þriggja klukkutíma törn í gær við að klára bókina mína. Klæddi mig og stökk út, þá vorum við víst á leiðinni í Maersk sem er gámafyrirtækið hérna. Ég kom inn og þar voru blámenn potandi í dótið okkar, opnandi kassa til að vera vissir um að við værum ekki með neitt ,,ólöglegt" og spjallandi við okkur.
En mamma sagði að andrúmsloftið hefði breyst á svipstundu um leið og ég kom inn, þá hættu þeir að pota, sögðu að þeir treystu okkur alveg og lokuðu gámnum aftur, hef ég eitthver álög í mér ?
-Samt sem áður var það ægilega fyndið að sjá þessa ,,blámenn" uppgötva tölvuborðið okkar, reiðhjólin (þar sem á þeim voru demparar, mælar, tæknileg stýri og gúmmíhnakkur), og coka cola fótbolti, þeir hlógu voða mikið að honum..dettur mér helst í hug kvikmynd sem ég sá um daginn ,,War of the Worlds" þar sem geimverurnar voru að uppgötva nýja og stórmerkilega hluti.

Þannig var morguninn minn, í skemmu með potandi ,,local" menn sem voru að reyna að finna út hvar Ísland væri staðsett, einn þeirra giskaði á austur Evrópu og þegar við sögðum að þetta væri eyja í N- Atlandshafi opnaðist landafræðin fyrir þeim og þeir botnuðu í þessu öllu saman- allavega þóttust gera það.

Þá á gámurinn að koma í hlað á morgun. Geri mér samt engar vonir því að í Afríku geta einföldustu hlutir tekið viku.

Er núna að fara í mat með mömmu, eftir ys og þys morgunsins náði ég ekki einusinni að fá mér morgunmat þannig að ég er glorsoltin.

Endilega commenta sem mest það er svo gaman ! :)

Monday, July 11, 2005

letilíf letilíf ekkert nema letilíf

Dagurinn í dag var tileinkaður Halldóri Kiljan Laxnes, heiðraði ég hann með því að taka upp bókina sem hefur verið minn besti vinur seinustu vikuna, hálfgerður doðrantur ef ég á að vera sannsögul. En ég byrjaði lestrar-maraþonið á hádegi og leit ekki upp frá bókinni fyrr en um sex leitið og þá hafði ég afrekað heilar 150 blaðsíður, tel þetta vera mjög hollt svona einusinni í mánuði. Mun nú héðan í frá mun 11.júlí verða hinn árlegi og stórmerkilegi Halldórs Laxness dagur í mínum augum allaveganna, vegna þess að það var dagurinn þar sem ég uppgötvaði hversu stórmerkilegt skáld hann var/er. Þessi bók atarna sem ég er sumsé að lesa kallast ,,Salka Valka" og lifi ég mig alveg innilega inn í hana útfrá sögunum sem María langamma mín deildi með mér, af henni í littla fiskiþorpinu. Amma hefði kanski getað verið Salka Valka(fyrir utan frelsuðu mömmuna, fátæktina, fiskivinnuna, buxunar) og þó.... Þær voru líklegast mjög ósvipaðar þar sem afi ömmu var kaupmaður.
Aftur á móti var byggðarlagið á Flateyri forðum svipað og á Óseyri. Sögurnar sem amma dældi ofan í mig forðum, endurspegla þessa fábrotnu lifnaðarhætti nokkuð vel.
Ég sjálf sé það að þó þetta sé mín fyrsta Halldórs Laxsness reynsla, verður þetta bókað ekki sú seinasta.
Líka má til gamans geta að Halldór Kiljan var giftur frænku minni Auði Laxness, kanski að ég finni mig svona í bókinni þessvegna ?

Ég hef verið að finna mig í bókmenntunum þetta sumarið, og hef ég afrekað heilar þrjár bækur, það þykir mér nokkuð gott miðað við byrjanda. Ég byrjaði á ,,Fólkið í Kjallaranum" eftir afabarn Halldórs Laxness, Auði Jónsdóttur, tilviljun... held ekki ? svo snéri ég mér að ,,Hugsjónardruslan" eftir Eirík Norðdahl, en það var víst skyldulesning sumarsins að sögn föðurs míns og spússu þar sem að rithöfundurinn er bróðir Dóru, hún var nokkuð góð. Svo tók Salvör Valgerður við og það hressilega.
Ég hef ekki sagt mitt síðasta í bókmenntum, er bara rétt að byrja.

Var samt hálf slöpp í dag, vaknaði við hringinu um 11 leitið í dag, þá var ég reyndar búin að lofa Aaron að koma og hitta krakkana í Blue Mango í dag. Ég rankaði við mér, svaraði og kvaðst bara hvorki hafa heilsu né orku til að fara, það var reyndar bara lygi- var búin að plana að lesa, mun samt kíkja eitthvað um helgina úr því að allir eru að fara. Samt svolítið sorglegt að hafna félagsskap fyrir bók. En svona er ég bara.

Sakna allra á fróni og takk kærlega fyrir commentin sem ég hef verið að fá, þykir einkar vænt um þau.

Saturday, July 09, 2005

kalangalalallaa

Komið öll sæl og blessuð kæru landar ! Héðan er allt flott að frétta. Fór í lífsháskaför um daginn, hitti strákana Spencer, Charlie, Aaron og Nadim og Blue Mango. Ákváðum þá að labba til Spencers staðinn fyrir að taka boda boda. Vorum einu muzungu-arnir á svæðinu. Svolítið skondið því að maður sá greinilega muninn á hvíta fólkinu og svarta, því að við löbbuðum á miðjum veginum einsog við ættum hann, en ef að við (hvítíngjarnir) myndum sjá local fólk gera slíkt hið sama þá myndum við bölva því bak og fyrir. Já gott fólk. Við höldum að við eigum heiminn. En svo hringdum við í bílstjóran hanns Spencers, báðum hann um að fara með okkur heim til Charlies. Gerðum það. Þar fengum við okkur pizzu og kók, spiluðum biljarð, horfðum á video, fórum út í rughby og skemmtum okkur konunglega. Svo kom að því, ég fór aðeins að spá í það hvernig ég ætti að fara heim. Hringi í pabba, blaðra um eitthvað safn sem er nálægt og hann kveðst ekkert vita um þetta safn þannig að ég vissi ekkert hvernig við myndum fara heim. Þá datt charlie í hug að við myndum fara uppí Kisamente og taka leigubíl þaðan. Við lögðum í þessa miklu för, löbbuðum uppí Kisamente sem tók svona cirka 20 mínútur, þar voru innifalið: dauðir hundar, betlarar, börn öskarndi á eftir okkur ,,muzungus muzungus" börn hlaupandi a eftir okkur, leiðandi okkur, bílar sem stoppuðu til að rífa kjaft, fólk þreifandi á hárinu á mér og margt fleira. En eftir þessa miklu háskaför. Kom minn kæri faðir að sækja mig þannig að ég þurfti ekki að fara með strákunum á boda boda sem er vélarbrask, svokallað mótórhjól (ef svo má kallast) sem maður leigir, einskonar leigubílar... Maja is living on the edge!

verð að hætta núna.. klukkan orðin mikið, sumir vilja eflaust fara að sofa í friði frá pikk hljóðunum í tölvunni..lofa fersku bloggi á morgun !

Monday, July 04, 2005

busy weekend !

Helgin er búin að vera vægast sagt viðburðarík.

Byrjaði á því á föstudaginn að vera dómari í sundmóti í Kabira, það gekk ágætlega nema hvað að ég bjóst ekki við sól og hita því að hina dagana sem ég hafði verið að dæma var rigning og leiðindi þanig að ég ákvað að vera sniðug og klæða mig vel, en þá kom einmitt þetta fínasta veður og Maja var í hitakófi, en reddaði því auðvitað með því að vera bara á hlírabolnum og brenna á bakinu!

Svo um eftirmiðdaginn skundaði ég í Squash með mömmu, Hildi og Teit. Þetta er lúmskt erfið íþrótt þar sem að ég var allaveganna dauð eftir þetta, ligg núna á mánudagsmorgni með harðsperrur og emja. En ég er til í slaginn þrátt fyrir það. Í miðjum leik við mömmu hringdi Keagan í mig og spurði mig hvort e´g væri til í að koma út um kvöldið, Spencer var reyndar búinn að biðja mig líka og þar að leiðandi hélt ég að ég væri í klemmu, allt kom fyrir ekki og þeir ætluðu hvort sem er að vera saman um kvöldið þannig að ég sló tvær flugur í einu höggi, dreif mig heim í bað og út í Garden City, þar sem við hittum Charlie og eitthverja ,,chetto" gaura sem heilsuðu mér allir með því að faðma mig, ég, Íslendingurinn sjálfur rétti bara út höndina og heilsaði að íslenskum og kuldalegum sið. Eftir að hafa hangið uppá þaki í nokkurn tíma með fullt af krökkum ákváðum ég, Spencer, Keagan og Charlie að skella okkur í keilu. Það fylgdu með eitthverjar ,,grúppíur" Charlies og Spencers. Ég grúttapaði í keilu, en það er bara gaman :)
Svo skunduðum við í bíó, á myndina ,,War of the worlds" (þar sem ég var í minnihluta fékk ég ekki að fara á eitthverja stelpu mynd) En þetta var ágæt mynd, samt svolítið asnaleg en við gerðum bara hið besta útur þessu. Svo eftir myndina ætluðum við í hraðbanka til þess að geta fengið okkur eitthvað að borða. Allt kom fyrir ekki og það var ekki til neinn peningur í hraðbankanum, tja já Afríka getur verið skondin. Þannig að við urðum bara að bíta í það súra epli að fá okkur ekkert að borða og bíða til betri tíma þangað til að það kemur peningur í hraðbankann, ég held að það sé ekki ennþá kominn peningur í hraðbankan, svolítið asnalegt að bjóða uppá þessa frábæru þjónustu, en hafa samt ekki pening í bankanum, en nóg um það.
Svo spurði Spencer mig hvort ég vildi koma með honum og félögum hans á fjórhjól, ég hugsaði mig um, en svo kom það í ljós að bílstjórinn var veikru þannig að ég fór ekki í þetta sinn.

Þá bauð hann me´r að koma með sér í teiti til Aarons. Ég var næstum því að fara með honum í það. En þá kom það í ljós að það ditchuðu allir teitið þannig að ég hélt mig bara heima, samt hringdi Spencer í mig og spurði mig hvort ég hefði farið því að Aaron var að ljúga að öllum að ég hefði komið. sorglegt.

Næsta dag, s.s á laugardeginum fór ég í predicure og klippingu með mömmu og Lilju, voða fínt að láta stjana svona við sig. Eðal.

Jæjja ég verð að skunda, er að fara að dæma á sundmóti núna klukkan 10.

Bið að heilsa öllum.

p.s er búin að setja inn eitthverjar 5 myndir á www.photos.heremy.com/majarut ekkert merkilegt, en ég á eftir að setja helling þegar það kemur betri tími og GÁMURINN kemur. úff... orðin þreytt á þessari setningu ,,þegar gámurinn kemur" eða ,,nei, það er í gámnum" Enda lifum við krakkarnir á play station. veit, sorglegt en satt.

Wednesday, June 29, 2005

Moby

Veit ekkert afhverju ég er að blogga. Ætli það sé ekki bara sektarkennd yfir fljótfærnisblogginu hérna fyrir neðan.

Ég er í góðu skapi, er í þann mund að svala internetþörfinni minni, það er indælt.
Verð voða uppstökk þegar ég kemst ekki á veraldarvefinn lengi, þá gefst ég upp, rölti til Kristjáns frænda og svala þörfinni.

Í dag var ég dómari með ms. Oliver í frjálsum íþróttum, ég get ekki neitað því að ég nýt þess að hafa svona mikið völd. Júlía systir vann reyndar í fjórum greinum, ég veit alveg hvaðan genin koma.

En reyndar verður þetta enn eitt fljótfærnisbloggið því að mamma var að hringja og vildi að ég færi að koma heim, þannig að ég þarf að skunda heim í myrkrinu, kætir mig samt aðeins að pabbi ætlar að labba á móti mér, því það er kolniðamyrkur og engir ljósastaurar eða neitt. Bara myrkur og labbandi föt.

Er voða spennt yfir MR. blogga betur um það seinna.

over and out

Tuesday, June 28, 2005

dúdúdú

Smá örbloggfærsla hérna :

Er á skrifstofunni hjá mömmu, vaknaði á ókrisitilegum tíma í gær og í dag, hvað er að gerast við letilífið ??

Í gær vaknaði ég um hálf 7 (hálf 4 á ykkar tíma) og fór að vinna uppí Kabira skólanum hjá Herði og Júlíu við það að vera dómari á íþróttamóti, þetta var ægilega krúttlegt allt saman voða gaman og keppt í hinum ýmislegustu hlutum..

pabbi er að reka á eftir mér, erum að blocka stæðin hérna... erum að fara að stússast eitthvað í dag.. borða núna.. og á eftir... :D haha

p.s KOMST INNÍ MR :D

Wednesday, June 22, 2005

Jambo Jambo musungus !!!!!

I nott dreymdi mig ad eg hefdi verid a skolaslitum tonlistaskolans a Isafirdi og thau foru fram i kirkjunni. Eg atti vist ad taka thatt i eitthverju leikriti og lek Mikka mus, sem hekk a veggnum allt leikritid. Eftir ad leikritid var buid oskradi Sigridur Ragnars yfir salinn ,,Maria min, fardu svo inn og skiptu um bleyju"

Veit ekki tilganginn med thessu en hann hlytur ad vera eitthver...


... er ekki lengur hraedd vid ,,local" folkid.. For i litid thorp i gaer med Justin til ad na i mudfish... Thetta var alveg einsog i heimildarmyndunum, eg var natturulega algjor ,,musungu" Sat inni bil, og laesti hurdunum a medan ad folk thyrpist ad bilnum og var ad banka i bilinn og oskrudu haegri vinstri ,,musungu musungu" Thessir krakkar voru svona 4-5 ara og ekkert sma saet ! Svo drog Justin mig utur bilnum, eg hikadi i fyrstu en svo let eg slag standa og skundadi i sma gongutur um thennan fallega bae, med fiskilykt, kofum ur pappa, rusli, skitugu folki liklegast oll smitud af alnaemi og allir med koleru. En samt thratt fyrir thetta fannst mer thetta mjog hollt fyrir mig og thessvegna innst inni saett samfelag... eda thid vitid.. En eg bradnadi alveg thegar vid tvo ,,musungu-arnir" Justin og Maria vorum buin ad labba sma hring thegar saetasti strakur i heimi kom og tok i hondina a mer og sleppti bokstaflega ekki.. Knusadi mig bak og fyrir og dansadi vid mig og taladi a eitthverju oskiljanlegu tungumali en thratt fyrir thad virtist vera ad hann skildi mig og eg hann.. svona svipad og Tarzan og Jane fyrirbaerid... En svo vappadi thessi ungi drengur med okkur hring eftir hring og aldrei sleppti hann hondinni, endadi med thvi ad eg gaf honum teygju sem eg atti og 1000 schillinga sem eru cirka 30 kronur, orlaetid i hamarki, en hann var haestanaegdur, let teygjuna mina utan um hondina og hafdi hana sem armband og peningurinn hefur eflaust dugad fyrir nokkrum maltidum og nyjum fotum eftir dramatiska kvedjuathofn vid strakinn sem braeddi hjartad mitt, skundudum vid til baka i siglingaklubbinn med beituna.. Kaldhaendislegt, thad fyrsta sem eg gerdi thegar eg kom til baka var ad thrifa a mer hendurnar, alltaf tharf madur ad vera snobbad svin. Eg mun eitthvern daginn fara aftur i thetta ogedslega thorp og saekja drenginn, og mennta hann, hysa hann, gefa honum mat og gott lif. .

Jaeja... laet thetta duga i bili, thad er vika i gaminn og tha faum vid Internet heim til okkar.. looking forward to that, indeed ! :)

p.s helv.#$$ hundarir atu uppahaldspeysuna mina, theyr eru ekki beint i nadinni thessa stundina og eg er ad spa i ad eta matinn theirra naest thegar hann er borinn fram...

Jambo Jambo musungus !!!!!

I nott dreymdi mig ad eg hefdi verid a skolaslitum tonlistaskolans a Isafirdi og thau foru fram i kirkjunni. Eg atti vist ad taka thatt i eitthverju leikriti og lek Mikka mus, sem hekk a veggnum allt leikritid. Eftir ad leikritid var buid oskradi Sigridur Ragnars yfir salinn ,,Maria min, fardu svo inn og skiptu um bleyju"

Veit ekki tilganginn med thessu en hann hlytur ad vera eitthver...


... er ekki lengur hraedd vid ,,local" folkid.. For i litid thorp i gaer med Justin til ad na i mudfish... Thetta var alveg einsog i heimildarmyndunum, eg var natturulega algjor ,,musungu" Sat inni bil, og laesti hurdunum a medan ad folk thyrpist ad bilnum og var ad banka i bilinn og oskrudu haegri vinstri ,,musungu musungu" Thessir krakkar voru svona 4-5 ara og ekkert sma saet ! Svo drog Justin mig utur bilnum, eg hikadi i fyrstu en svo let eg slag standa og skundadi i sma gongutur um thennan fallega bae, med fiskilykt, kofum ur pappa, rusli, skitugu folki liklegast oll smitud af alnaemi og allir med koleru. En samt thratt fyrir thetta fannst mer thetta mjog hollt fyrir mig og thessvegna innst inni saett samfelag... eda thid vitid.. En eg bradnadi alveg thegar vid tvo ,,musungu-arnir" Justin og Maria vorum buin ad labba sma hring thegar saetasti strakur i heimi kom og tok i hondina a mer og sleppti bokstaflega ekki.. Knusadi mig bak og fyrir og dansadi vid mig og taladi a eitthverju oskiljanlegu tungumali en thratt fyrir thad virtist vera ad hann skildi mig og eg hann.. svona svipad og Tarzan og Jane fyrirbaerid... En svo vappadi thessi ungi drengur med okkur hring eftir hring og aldrei sleppti hann hondinni, endadi med thvi ad eg gaf honum teygju sem eg atti og 1000 schillinga sem eru cirka 30 kronur, orlaetid i hamarki, en hann var haestanaegdur, let teygjuna mina utan um hondina og hafdi hana sem armband og peningurinn hefur eflaust dugad fyrir nokkrum maltidum og nyjum fotum eftir dramatiska kvedjuathofn vid strakinn sem braeddi hjartad mitt, skundudum vid til baka i siglingaklubbinn med beituna.. Kaldhaendislegt, thad fyrsta sem eg gerdi thegar eg kom til baka var ad thrifa a mer hendurnar, alltaf tharf madur ad vera snobbad svin. Eg mun eitthvern daginn fara aftur i thetta ogedslega thorp og saekja drenginn, og mennta hann, hysa hann, gefa honum mat og gott lif. .

Jaeja... laet thetta duga i bili, thad er vika i gaminn og tha faum vid Internet heim til okkar.. looking forward to that, indeed ! :)

p.s helv.#$$ hundarir atu uppahaldspeysuna mina, theyr eru ekki beint i nadinni thessa stundina og eg er ad spa i ad eta matinn theirra naest thegar hann er borinn fram...

Sunday, June 19, 2005

Hiti, mataboð, spil, lestur, át, rigning, óhugnalegir bíltúrar, ,,17.júní" og fleira er margt af því sem er mér efst í huga.

Það var haldið uppá 17.júní hjá Íslendingunum í gær heima hjá Lilju. Þar var á matseðilnum Lambakjöt, ss pulsur, Hangikjöt og uppstúfur og pönnukökur, held ég hafi drukkið 5 lítra af kóki í gleri, enda var sýrustigið orðið ágætlega hátt hjá mér undir lokinn. Merkilegt samt hvað Íslendingar eru leiðinlegir. Ekki meint þannig að þeir séu allir leiðilegir andlega, eða bældir, er heldur ekkert að alhæfa. En það sem einkennir boð þar sem margir Íslendingar eru saman er það að það sitja allir og bíða eftir því að eitthver taki á skarið. Þannig að í gær sátu allir og þögðu, voðalega .... ,,hátíðlegt" En það virðist vera að það þurfi alltaf eitthver að taka á skarið, og það bíða allir eftir því að eitthver geri það, en það endar á því að enginn geri það. Annars voru nokkrir erlendir gestir þarna sem að björguðu kvöldinu. En þetta var samt bara hið fínasta kvöld... Fórum svo heim og ,,eldra" liði fór að spila Könustu en ég snéri mér að bókinni minni og kláraði hana og byrjaði reyndar á annarri. Í morgun vaknaði ég í eftirvæntingu, það var planað að fara á blue mango og synda í sólinni, en það var bara hellidemba, þrumur og eldingar með öllu tilheyrandi, þá settumst við bara niður og spiluðm kínaskák og þráðum kók og súkkulaði.
Núna sit ég í makindum mínum og bið eftir Lasangja heima hjá Kristjáni og Lesley...

Í gær þurftum við að keyra heim frá Lilju, klukkan var um 11 og kolniðamyrkur. Eina sem sást voru labbandi föt. Við keyrðum hægt enda vegirnir takmarkað færir og ég hef held ég aldrei verið jafn hrædd..sér í lagi þegar umferðin er jafn ,,þróuð" og hér. Sumir bílar blikka bíljósunum daginn út og daginn inn, en vita í raun og veru ekki hversvegna, aðrir láta háu ljósin á þegar þeir mæta bílum og slökkva svo á þeim þegar bílarnir eru komnir framhjá, enn aðrir bílar eru alltaf með stefnuljósin á , tilgangurinn með því er víst sá að láta fólk vita að það má EKKI taka framúr. Eitthvað er þetta takmarkað í mínum huga og það kítlar mig ægilega að halda bara námskeið fyrir fáfróða bílstjóra, þó svo að ég sé ekkert svakalega fróð.

Opnaði bakpokann minn í gær til að ná í moskítóflugufælusprey, stökk ekki bara lítil engisprett uppúr honum og þar með fekk ég vægt hjartaáfall af einhverju tagi.

Látum þetta duga í bili, vonast til að geta bráðlega bloggað meira og hangið meira á msn... Er núna bara svona tækifærissinni sníkjandi nokkrar mínútur í einu annaðhvort niðurá skrifstofu eða heima hjá elskulega frænda mínum Kristjáni...

Verið hress kex

Thursday, June 16, 2005

Hakuna Matata

15 klukkutima svefn i nott, flugthreytan aetti ad vera horfin.

Eftir bloggid i gaer forum eg og mamma heim i toma husid okkar og horfdum a Desperate Housewifes.Klukkan half 10 var thad buid, eg lagdist uppi rum og man naest eftir mer klukkan 1 i dag thegar mamma hringdi i mig, eg for i langt,heitt bad, gerdi mig tilbunna, for nidur fekk mer kok og bad Teit um ad skutla mer a srifstofuna til mommu thvi ad vid erum ad fara ad horfa a Hodda minn synda.

Aetladi bara ad lata vita ad eg er a lifi... vonast til ad geta bloggad um meira en thad sem eg er buin ad vera ad gera bradlega... hata sjalf svona blogg.

Verd ad skunda...

p.s takk fyrir commentin oll somul, sakna ykkar allra ! :)

Wednesday, June 15, 2005

Jambo Jambo

Lennti klukkan 5:15 eftir 8 og hálfstíma flug. Þreytt, úldin og spennt. Kem útur flugvélinni, horfi stolt í kringum mig af afreki mínu að hafa ferðast þetta alein. Fannst það allt í lagi að vera svolítið sjálfumglöð og stolt. Horfi á hina ólýsalegu náttúru Úganda við sólarupprás þegar ég sé kunnulegan mann. Sá maður var faðir minn sem hafði fengið sér passa til þess að taka á móti mér við flugvélina. Ég, Íslendingurinn sjálfur var klædd í gallabuxur, bol, peysu, sokka og uppháa strigaskó, ekki beint besti kosturinn þegar maður kemur útí 25°hita, og á leið í hálftíma röð til að borga Vísa inn í landið. En ég lifði þetta af og næsta stress var að finna töskuna mína, ég var alveg viss um að hún væri glötuð þegar ég hafði leitað í cirka 20 mínútur því mig minnit að hún hafði verið stór og svört, en það kom síðan í ljós að hún var grá og svört. Svona getur ferðaþreytan gert mann skrýtinn. Svo lá leiðin langa til Kampala þar sem við pabbi lenntum í umferðaröngþveiti a'la Afríka. Komum heim og í innkeyrslunni var mín elskulega móðir, Hörður og Júlía. Margt hefur breyst síðan seinast, mamma er tálgrönn skvísa, systir mín tálgrönn ,,gelgja" og bróðir minn að verða strákur, ekki barn, öll voða sæt og útitekin, yndislegt að hitta þau öll... Fór svo með þeim í skólann og þar hitti ég kennarann hanns Hödda sem heitir Herra Brúnn einsog Höddi segir það en í raun og veru heitir hann MR. Brown. Svo fengum við okkur morgunverð í Kapira og svo fórum ég og mamma á skrifstofuna, þar hitti ég Justin og fór með honum í Kisamente að kaupa kók og fór svo heim. Þar hitti ég Hildi og Teit og við sátum á veröndinni heima í sólbaði og spjölluðum heillengi þangað til að Justin kom og bauð mér yfir til sín til að sjá Leo sem er sonur hans. Svo eftir þá skemmitlegu heimsókn var ég uppgefin þar sem ég hafði verið vakandi í meira en sólarhring. Lagðist uppgefin uppí rúm með moskítóneti í kringum og steinsvaf þangað til að mamma strauk vangann minn og sagði mér að við værum að fara í sund. Þá skellti ég mér með og fór í smá sund. Svo lá leiðin einfaldlega í Makkaróur og ost heim til Lesleyar og Kristjáns frænda. Indæll dagur....

Ætla að vera dugleg að láta inn eina og eina mynd.. kanski eitthverskonar mynd dagsins ? En við ættum að fá intertenið heim eftir nokkura stund. Þ.e.a.s þegar gámurinn kemur.

Bið ykkur vel að lifa... endilega commentið sem mest það er svo gaman :)

Tuesday, June 14, 2005

London Baby

Er a Heathrow nuna... sit a Buissness lounce, drekk kok, les og hlusta a tonlist. Adeins 3 klukkutima bid eftir, allt ad koma yess. Tha er bara 8-9 klukkutima flug eftir. Er buin ad klara eina bok og byrjud a annarri. Eg nyt min vel herna. :)

Adan sat eg i makindum minum i haegindastolnum og drakk kok thegar OASIS hljomsveitin vappadi a svaedid, ekki nog med thad.... Eg er nefnilega i Islenska skjaldamerkisbol og var ad na mer i drykk a barnum thegar Nohel eda Liam spurdu mig ,,Ei are you from Iceland" eg var einsog skitur og sagi ,,yes" og labbadi yfirvegud i burtu, og daudse eftir thvi ad hafa ekki staldrad adeins lengur vid og spjallad vid nokkra af minum uppahaldstonlistarmonnum...skoll!!!

Svo lobbudu their i burtu sina leid, thessar rokkstjornur...

En nuna aetla eg ad kvedja... Aetla ad njota thess ad vera i Buissness class og fa mer hnetur og gos..

Aaetlud lending i Uganda er 7 i fyrramalid..Endilega verid dugleg ad commenta a medan eg er i burtu svo eg heyri eitthvad i ykkur...

Yfir og ut... Maja i London

Monday, June 13, 2005

Friday, June 10, 2005

Breakpoint of my life!!!!

Fór í 10:30 bíó með Binnu mús. Ætluðum á eitthverja rólega og hugljúfa mynd og völdum þar að leiðandi mjög augljósan kost ,,A lot like love." Liggur við að maður kikni í hnánum af titlinum.

Löbbuðum galvaskar inn í stóra salinn troðfullar af thaí mat og diet pepsíi. Fundum okkur sæti við miðju, tilbúnar í heim hinnar miklu óvissu (að minnsta kosti héldum við það.) Myndin byrjaði voða sætt, þau (Aston og Amanda) kynntust og þá var hún voða vilt týpa en hann algjört nörd. Hann alveg með allt á hreinu hvaða áföngum hann ætlaði að ná í lífinu en hún algjör rokkari. Svo eftir þrjú ár ákveður hún að hringja í hann því að hana vantaði ,,deit" á gamlárskvöld, hann svarar, hefur ekki heyrt í henni í þrjú ár en tekur samt boðinu, án þess að hafa hugmynd um hvað hún væri að gera eða eitthvað annað. Svo skiljast leiðir vegna seinheppni, og svona endurtekur þetta sig þrisvar, þar sem hann eða hún birtast skyndilega, sængast og hverfa aftur í hið eimótlega líf. Svo að lokum þá gerðist hið ,,óvænta"... kom einsog þruma úr heiðskýru lofti, einsog öskur í lofttæmi, einsog símhringing til lóners...... (p.s ekki lesa ef ykkur langar ekki til að vita endinn, því hann kemur virkilega á óvart!!!)

...þau enda saman.

Við það að sjá þessa mynd hefur tilgangur lífs míns snúist um 360°. Lífið ER greinilega dans á rósum. Ég ætla bara að bíða eftir því að allt gerist einsog í bíómyndunum og ekki hafa fyrir neinum, bíða bara eftir því að labba á Austurvelli og þar kemur skyndilega riddarinn á hvítahestinum sem bjargar mér frá eitthverjum ólíklegum atburði og verða hamingjusöm til æviloka. Er það ekki ægilega viturlegt ?

Monday, June 06, 2005

,,Tanta"

Langaði að deila því með ykkur að hún amma mín fékk mig til að lesa minningarbrot um ömmusystur sína, Ástríði Torfadóttur í dag 'Töntu'. Ég las með ákafa og komst að hinum ýmisslegustu hlutum um bæði ömmu mína og Ástríði.

Amma var að rifja upp trúarmismun milli systranna (ömmu sinnar og Ástríðar) :

,,Ég sé til dæmis glöggt fyrir mér svipinn á ömmu þegar við krakkarnir spurðum hana hvaða miðar væru eiginlega í glasi sem Ástríður átti inn í skáp. Þessari spurningu var vísað frá með þögn, jafnvel með votti af vandlætingu. Að sjálfsögðu fengum við þá botn í málið. Miðarnir, sem ekki mátti leika sér með, voru fínir til þess að æfa stafrófið og búa til orð úr, því á hverjum þeirra var vandlega dreginn einn bókstafur. Þetta voru miðar sem Ástríður notaði í leik sem hún fór stundum í með vinum sínum. Smám saman lærði ´þeg að nota rétt orð um það smem á milli greindi ; Ástríður var nefnilega ,,spíritisti" en amma var hins vegar ekki ,,spíritisti." Þegar ég var búin að læra dálítið á orðaforðann úr bókum eins og ,,Bréf frá lántum sem lifir" fór ég að skilja innihald samræðna um trúmál á kvistinum."

Hér talar hún um neftópakneyslu Ástríðar :

,,Ungt fólk í dag á sjálfsagt erfitt með að sjá fyrir sér gamla, gráhærða, smágerða konu raða neftóbaksskorum í fínlegan sveig á handabakinu, lyfta handlegg og soga eitrið fyrst í aðra nösina og svo í hina.

Ástríður fæddist árið 1867 og lést árið 1949. Hún var greinilega stórmerkileg kona og sé ég eftir því að hafa ekki kynnst henni. Hún stundaði andaglas og tók í nefið. Hversu sérstæður getur maður orðið ?

Thursday, June 02, 2005

Er það hafið eða fjöllin sem að laða mig hér að ??

Sumarið er farið að gera vart við sig, eða réttara sagt, sumarskapið og letin. En hei, eftir að hafa stritað í allan vetur til þess eins að þreyta próf á maður þá ekki smá umbun skilið ? Ég nýt þess allaveganna að sofa út og leyfa mér að vaka svolítið frameftir.

Kvöldið í kvöld var hreint út sagt yndislegt, við vinkonurnar hittumst heima hjá Katrínu, þar sem þetta var næst seinasta kvöldið okkar saman. Eftir smá videogláp, skunduðum við niður í bæ þar sem ekki var hræðu að finna, þannig að við nutum þess útí ystu nöf og slepptum gelgjunni út, til þeirra sem urðu varir við okkur, þá biðjumst við velvirðingar af skríkjum og hlátrasköllum, en hei það er svo gaman að lifa !

Skunduðum á körfuboltavöllinn til þess að láta ljós okkar skína á körfuboltahæfileika okkar, sem er ekki upp á marga fiska. Þar dunduðum við okkur þangað til að gamall maður kom útá svalirnar hjá sér og sagði ,,Jæja er ekki kominn háttatími stelpur" við dauðskömmðumst okkar og fórum heim til Möggu T, þar sem við bjuggum til dýrindis búðing og fórum inn í Möggukompu þar sem við rifjuðum upp fullt af bráðskemmtilegum og hlægilegum miningum, það var hlegið dátt og kvöldið heppnaðist bara frábærlega...!! :)

En jæjja núna styttist óðum í það að ég fari til Úganda... aðeins 12 daga eða svona cirka það. Ég hlakka mjög til og sérstaklega að hitta mömmu, pabba, Hödda og Júlíu. En ég ætla að vera dugleg að blogga úr Afríku í villtu frumskógarævintýri !

En nú skunda ég í bólið og býð góðrar nætur.

Tuesday, May 31, 2005

María Oliveer

Kominn tími á smá blogg?

Ég nýt þeirrar blessunnar að fara stundum yfir á Flateyri til hinnar yndislegu móðurmömmu minnar, Jóhönnu. Hún er alveg stórkostlega sérstök og tók upp á því, að úr því að ég væri að fara að flytja suður og hefja sjálfstæðara líf, yrði ég að læra að elda.

Hún stóð við orð sín og kallaði á mig í gær í sósugerð. Ég lærði að búa til brúna sósu, en amma sá um kjötið. Kjötið var vont en uppbakaða sósan mín heppnaðist. 1-0 fyrir Maríu...

Í dag ætlaði hún hinsvegar að kenna mér að gera steiktan fisk. Ég var í þann mund að setja smjörlíkið á pönnuna þegar hún uppgötvaði að það væri ekki til neitt rasp, og hún nennti ekki út í sjoppu til að kaupa svoleiðis. Þannig að ég fann í frystinum ,,Chicago Town Tortillas" og ,,Microwave Rices" skellti því í örbylgjuna með mikilli list og bjargaði kvöldinu. Þar að leiðandi finnst mér að þetta sé núna komið í 2-0 fyrir mér.

Það verður mjög spennandi að fylgjast með morgundeginum. Mun amma klikka eða læri ég eitthvað nýtt... tjah maður spyr sig.

Friday, May 27, 2005

Fa ser Islenskt vatn !

Minningarflóð... !

Vá, ég varð bara að birta nokkar vel valdnar myndir frá Amsterdam ævintýrinu !

Þannig er mál með vexti að þarna bjó ég í þrjá mánuði og þetta var bara yndislegt og það sem átti sér stað þarna inni er ólýsanlegt, en hér fyrir neðan er smá sýnishorn af svona hinu og þessu....
Bananabardusid !!!
Paskarnir !!
Magga ad reyna ad flyja !
Teikning sem eg gerdi til thess ad hanna kokuna okkar.. good times !
Magga nidurdregin afthvi ad vid attum ekki pening fyrir gulrotum .. :(
Bokunarkvoldid goda !!!
Thetta var brj�la� kv�ld !

Skandall

Hvað var maður að spá hérna? ætli maður hafi ekki bara verið þjáður af Amsterdamheilkenninu sem einkenndi okkur vinkonurnar í dvöl okkar í þessum blessaða kofa okkar ?

Thursday, May 19, 2005

'89 árgerðin á Ísafirði, óargardýr !

Gerðum hið ógerlega í dag.

Við 10. bekkingar fórum í óvissuferð í dag til að fagna lok prófa. Ferð okkar var heitið inn í varnagarðinn á Flateyri þar sem við tók þvílíkur bardagaleikur. Efst í hlíðinni voru víkingarnir (við) og neðst voru landnemarnir, sitt hvort liðið fékk sér hönd flugelda-bombu, og átti höfðingjarnir í sitthvoru liðinu að finna sem ákjósalegastann felustað. Leikurinn gekk semsagt út á það hvort liðið yrði á undan að kveikja á flugeldanum. Eftir dágóðan múgæsing og bardaga og þó nokkru eftir að ég varð ,,lík" þá hleypur Hermann minn kæri vinur með eldspítur og flugeldann sér við hönd og kveikir í við mikinn fagnaðargalsa. Kemur drengurinn hlaupandi niður hlíðinna ánægður með verkið, og allir mjög ánægðir með það að geta loksins haldið ferðinni áfram. Þá heyrist í eitthverjum ,,hey er kviknað í þarna uppi" þá hafði flugeldinn sem sprakk frekar lágt, kveikt í sinu í miðjum varnagarðinum. Allir stóðu þarna og horfðu á eldinn blossa upp. ójá okkur tíundubekkingum hafði tekist hið ógerlega. Við kveiktum í varnagarðinum. Enda ber þess mjög bersýnilegt ummerki um það að við höfum verið á kreiki þar sem stór, svartur blettur nær yfir hálft útivistarsvæðið. Ég vil samt halda því fram að þarna muni spretta upp hið grænasta gras innan skams.

Annars er mjög fínt að vera búin að klára prófin og þá getur maður farið að íhuga önnur málefni. T.d Úganda ferð eftir þrjár vikur.

Tuesday, May 10, 2005

Tikin.is

Ég get stolt sagt að ég er gestapenninn á www.tikin.is og er þetta mín fyrsta opinbera grein.

þið finnið greinina undir ,,gesturinn"

Saturday, May 07, 2005

Maja sjóari

Fyrir slysni rakst ég á svolítið sem ég vissi ekki einsinni að væri á veraldarvefnum.

http://www.isafjordur.is/is/skoli/flateyri/sjoferdin.html

Þarna sérst bersýnilega, hversu aðlaðandi ég var fyrir nokkrum árum, vildi að ég hefði ennþá þennan kynþokka :(

En fyrir ykkur sem vita það ekki, þá er þetta s.s frá því að ég var strákur, og þarna toppaði ég allt...

.... ég fór á sjó .......

Friday, May 06, 2005

Joan of Ark !

Þegar ég verð komin á mín eldri ár, vil ég geta setið í hægindastólnum mínum, með eitthvern ofurtæknivæddan-afþreyingargrip, líta til á plötusafnið mitt og sjá þar ; allt safnið með Bob Dylan, allt safnið með Leonard Cohen og allt safnið með Nick Drake. Þá get ég dáið ánægð.

Sunday, May 01, 2005

Oreo Kex og Svali

Amma liggur í sófanum og er að horfa á 24. Hún lifir sig frekar mikið inn í þáttinn að það er ógerlegt að flissa dátt (innra með sér) að henni. Hún er hérna alveg emjandi ,, nei, beygðu þig, passaðu þig á manninum" ..

.. Aldrei hef ég lifað mig inn í sjónvarpsþætti, fyrir utan Friends, og það er ekkert athugunarvert við það.

Aftur á móti var ég að uppgötva núna, að ég hef lifað árþúsundaskipti, og einnig flest allir sem skoða þetta (nema þá að þetta eru bráðgáfaðir krakkar fæddir 2000 + ) .
En það er heldur sérstakt ef maður spáir í því, því að seinustu árþúsundaskipti voru á milli áranna 0-1000 og ég (þið) lifðum árþúsundaskiptin 1000-2000. Þetta hafði aldrei hvarflað að mér áður og þykir mér þetta með eindæmum merkilegt því að börnin okkar munu ekki fá að upplifa þetta.

Wednesday, April 27, 2005

Er heimurinn að fara til andsk%&$# ??

Í dag sat ég í rútunni. Vorum lögð af stað yfir í Önundarfjörðin og vorum rétt að keyra fram hjá Bónus, þar sá ég magnþrungna sjón, alveg yfirgengilega frumstæða og athyglisverða sjón sem ég hef aldrei áður orðið vitni af......

....Olavi http://bloggari.is/myndir.php?iImage=30500&iThis=403....

var ekki í leðurdressinu sínu. Veit ekki hvernig ég á að bregðast við þessu en kanski að leður-gallinn sé í þvotti ? , í öll þau fjölmörgu ár sem ég hef séð hann hef ég aldrei séð hann í öðrum fötum en leðurbuxum og leðurvesti í eistlenskri lopapeysu, hvað varð um íhaldssemina ??


En samt gaman að segja frá því að ég var að leita í plötu safninu hennar ömmu áðan og fann þar Leonard Cohen á vinyl og er að hlýða á það núna og þetta er mjög yndælt eftir að maður áttar sig á plötuspilaranum. Hann var einhvað vitlaust stilltur áðan því að hann Leonard kallinn var frekar skrækur en þá uppgötvaði ég það að það var vegna þess að ég var með kallinn á hraðspólun þannig að núna líða hinir ljúfu tónar um hamarinn.

Monday, April 25, 2005

Skandall....

Það rigna bara inn dönsku-skandalarnir núna.. enn og aftur hefur Maju orðið á messunni og misskilið stórlega dönskuna. Seinast var það þegar ég hélt að þegar ég væri að tjá ást mína með því að segja jeg elsker dej þá væri ég bara í góðum málum en svo kom á raunina að orðið dej þýðir deig þannig að þannig fór nú það. En í dag uppgötvaði ég eftir margra ára notkun á orðinu ,,ligeglad" þá í þessu samhengi ; ,,jeg er meget ligeglad i dag" = ég er mjög ánægð í dag.
Nei fussum svei, þetta þýðir víst að standa á sama þannig að alltaf þegar ég hef verið að tjá mig á minni ,,snilldarlegu dönsku" þá hef ég verið að segja ,, mér er mjög alveg sama í dag"

Ajh.. ætti ég ekki bara að fara að rýna í bækurnar núna og leiðrétta allan misskilning.

Thursday, April 21, 2005

Detta mér allar dauðar....

Ég er búin að vera að dútla mér í dag heima hjá ömmu og ákvað síðan að fara í fjársjóðinn hennar ömmu langömmu, nótnasafnið.

Þar fann ég lítilfjörleg og stórmerkileg lög og var (mér til ánægju og yndisauka) að leika mér að spila nokkra littla lagstúfar þar sem ég rak augun í bók, sem heitir því fallega nafni :
,,The first book of fifty hit songs by John Lennon and Poul McCartney"

ég vissi ekki hvort ég ætti að hlægja eða gráta þar sem að ég hafði alltaf haldið því fram að amma sem var 96 ára þegar hún dó hafði verið klassíkin uppmáluð. Alltaf þegar ég kom hoppandi í heimsókn var ætíð kveikt á Shuman, Bach eða Lizt. Svo núna tíu árum síðar er ég að uppgötva að hún var rokklingur inn við beinið.

Þetta finnst mér mjög fyndið en samt æðislegt. :)

Sunday, April 17, 2005

Horfinn heimur íslenskrar sveitamenningar?

Í dag fór ég í áhugaverðan leiðangur með ömmu minni í sveitina. Við fórum á Kirkjuból í Korpudal og hittum það gamla konu sem heitir Eirný. Hún bjó á Flateyri á sínum yngri árum en flutti þaðan þegar hún var sautján ára gömul svona svipað eins og Flateyri verður í mínum augum þegar ég var gömul því að ég ætla að flytja þaðan í haust.

En ég sat þarna gapandi yfir sögunum sem þær stöllur voru að kveðast á milli sín. Þvílíkar breytingar sem hafa gengið í garð! Mér finnst það einnig frekar sorglegt því að það var mjög förugt samfélag hérna einu sinni. Margt fólk bjó í sveitinni og þetta var allt öðruvísi.

Frelsið var t.d. miklu meira. krakkar fengu að fara á öll böll 10-12 ára, þar sem konurnar voru allar í upphlut dansandi polka...

Ég fór ekki einu sinni á áramótaball 15 ára.

Einnig fannst mér það óhugsandi að margt fólk var með berkla á þessum árum og sumir misstu öll börnin sín þar á meðal ein kona sem missti manninn sinn og þrjú börn, trúlofaðist aftur og maðurinn sem hún trúlofaðist dó líka, þvílik óheppni.
En langamma mín fékk einnig berkla en hún var svo hraust að hún hristi það af sér og varð hvorki meira né minna en 96 ára gömul þessi elska.

Eitt sinn ætlaði Eirný að fara á Þingeyri á ball og hún átti heima í sveitinni. Mamma hennar lét hana fá 15 krónur til þess að borga kostnaðinn við ferðina yfir á Þingeyri, en svo fór hún að kveðja pabba sinn út á engi og hann spurði hana hvort hana vantaði ekki pening. Hún segist vera búin að fá 15 krónur.. ,, Það er nú svo lítið" sagði pabbi hennar og hann tók hana aftur inn til sín og fór til konu sinnar og bað hana að fá 25 krónur í viðbót. Hún var hæstánægð með þetta og skundaði með vini sínum og ætlaði að húkka sér far yfir. Þau mættu bíl sem var að ferja trillu og þau voru tekin uppí og þeim var sagt að setjast upp í trilluna þannig að hún fór með trillu yfir Gemlufallsheiði og ég efast stórlega um að einhver annar hafi upplifað svoleiðis. Og hún var 12 ára gömul, ég var að pæla í því hvort einhver unglingur myndi gera þetta nú til dags ?

Svo var líka strákur sem bjó á næsta bæ við hana, hann mátti aldrei gera neitt en Eirný mátti gera hvað sem hún vildi þannig að þau gerðu samkomulag sín á milli að hún myndi alltaf geyma skyrtuna hans og spariskónna í poka undir eitthverjum ákveðnum steini og þegar þau voru að fara á ball þá laumaðist hann alltaf út, fann sparifötin og hélt af stað á ball.

Svo tíðkaðist það að fólk labbaði yfir á Súganda til þess eins að fara á ball.

En svona eru breytingarnar og maður spyr sig hvort þær hafa veðið til góðs. Unglingar kunna t.d ekki að vinna eins og unglingar í þá daga. Og í þá daga tók maður ekki við öllu sem sjálfsögðum hlut heldur vann maður fyrir honum. Greinilegt að börnum var ekki leyft að vera börn lengi, heldur áttu þau að fullorðnast og sinna skyldum og þess háttar.

En það er samt svo gott að vera bara barn og ósjálfbjarga og láta dekra við sig... Hvað finnst ykkur ?

Saturday, April 16, 2005

Thursday, April 14, 2005

Don't think twice, it's alright !

Ég hló dátt í dag.

Bíll kom akandi á fleygiferð, brunandi eftir aðalgötu bæjarins. Ég var bara í þungum þönkum eftir skóladaginn í mínum skemmtilega heimi einsog vanalega. Þegar ég sá að bílbeltið var hálft úti á einum bíl. Þetta kætti mig til muna og ég hló dátt, innra með mér auðvitað en svona getur lífið komið manni á óvart..!

Monday, April 11, 2005

Tilgangslaus æska ?

Ég sat hérna heima hjá ömmu á Eyraveginum þegar að ég fór að spá hvað það var sem ég gerði á uppvaxtarárunum og hér ætla ég að rifja upp breytingaskeið ævi minnar !


Þegar ég var á bilinu 10 - 12 ára hefði þessi lýsing átt vel við mig
,, ekki er vitað um kyn en allt bendir til þess að þessi einstaklingur ber karlkynskynfæri og er þar að leiðandi í hópi stráka, gengur hann í íþróttafötum og neitar að koma inn að borða því hann vill vera í fótbolta daginn út og inn"

Á bilinu 12-13

Þá fór ég í fyrstu þröngu buxurnar mínar og er mér það einnmig minnistætt hve mikið ég emjaði og veinaði. En þetta vandist bersýnilega, ójá beauty is pain !
Þar með hélt ég samt áfram í fótbolta, bara ekki jafn ákaft !
Gelgjuskeiðið reis ákaft. Orðspor Maríu var í hættu.

á bilinu 13-14

Ef ég pæli í því þá er eitthvað sem einkennir unglingaskeiðið á Flateyri og það er rölt í kringum bæinn. Minnistæðast frá þessum árum eru bara endalaus rölt, enda dríf ég varla einn hring núna sökum ógeðis á þessu.
Man líka eftir því að ég kom fram í útvarpsþætti þarna og þar deildi ég því með alþjóð orðrétt ,,Við tölum við steina, röltum í hringi, leggjumst á götuna og bíðum eftir því að bílar keyri yfir okkur" - þetta segir ábygginlega það sem segja þarf. Einnig var mikið hangið í brundhúsinu sem var hvítur kofi sem við fundum þetta fína nafn á. þannig að eitt einkennir þetta tímabil - tilgangslaust rölt... !

á bilinu 14-15
Þá fór að hægja á Maríu og hún var með eindæmum róleg og eðlileg, að sumu leiti, en að öðru leiti er hún ekkert venjuleg. Á þessum árum fór ég meira að einbeita mér að menningalegum hlutum, hennti píku-poppinu út fyrir tónlist o.s.frv. En aftur á móti hefur hún gert hluti sem eru með eindæmum bjánalegir s.s vöfflukökubakstur, nördafélagið Þórbergur, Leikritið um Ellismell ársins, rúnt ,,flipp" og fleira..

svo eru mörg ár sem ég á eftir að fylla í mörgum gleðistundum og skemmtilegum atburðum og hlakka ég mjög til þess að lifa jákvæðu lífi.

Að sumu leiti finnst ég hafa dafnað vel og er mjög þakklát fyrir þessa ,,reynslu" af unglingsárunum en aftur á móti vona ég með eindæmum að barnið mitt verði ekki eins og ég ..