Friday, April 28, 2006

Let the sunshine in !

Sá eina littla býflugu í dag er ég var á leiðinni á Austurvöll með Kalla og Kristjáni. Er komið sumar ?

Thursday, April 20, 2006

Enginn sykur, engin takmörk !

Æ mig auma ! Sat áðan er ég borðaði 1944 réttinn minn góða sem ég matreiddi svo snilldarlega og horfði á Smash Hits sem er tónlistastöð. Þar var verið að sýna "20 worst songs of 1999" Það var komið að lagi nr 5 þegar að ég kom og listinn var svona

5. Geri Halliwell - Look at me
4. Vengaboys - boom boom boom boom (i want you in my room)
3. Ann Lee- Two Times
2. Man ekki - Better of alone
1. Man ekki - Hey Mickey

Frekar neyðalegt en árið 1999 voru þetta einmitt uppáhalds lögin mín, tónlistarsmekkurinn minn var greinielga ekki betri en þetta.

En þetta hefur sem betur fer breyst eilítið. Núna er ég kúl, eða lúði? Kannski bara kúl lúði !

Tuesday, April 18, 2006

(-jnz-)

Vá ég er búin að vera svo slöpp með þetta blogg núna uppá síðkastið. En nú munu róttækar breytingar ganga í garð, breytingar sem þið hafið aldrei upplifað áður, breytingar sem þið dreymduð aldrei um að þið myndum einhverníman upplifa, breytingar sem að heimurinn mun standa hjá og horfa uppá með gapandi munni, augum og nefi. Breytingar sem að enginn mun trúa að eiga sér stað, breytingar sem ekki einusinni frelsarinn sjálfur getur atorkað. Breytingar sem að þið kæruið vinir eruð í þann mund að veraða vitni að. Jájá ok ég skal fara að blogga oftar...

Ég er með verstu sektarkennd í heimi. Hef ekkert lært allt páskafríið. Ég sem ætlaði að vera svo róttæk og dugleg, ekki það að ég hafi ekki skemmt mér konunglega á Íbizafirði sem eru reyndar orsök þess hversvegna ég hef ekki lært. Jú ég skundaði reyndar í eymd minni heim til ömmu og afa og lærði heilar 5 sannanir sem eru jú reyndar 1/8 af því sem ég þarf að kunna fyrir prófið. Ekki bætir það úr skák að þegar ég vaknaði núna í dag klukkan að verða 16:00 og hringi spök í Jónas:

Ég: Hæ Jónas kútur, hvað segiru gott? Hvað ertu að gera?
Jónas: Uhh ég er að læra...
Ég: Dóh

Svo gerist ég róttæk og hringi í Dagnýju vinkonu:

Ég: Hæ Dagný mín, hvað segiru gott? Hvað ertu að bardúsa?
Dagný: Uhh ég er að læra....
Ég: (í örvæntingu minni) jáa.. læra segiru.. sniðugt? Hvað ertu að læra? (deyja úr sektarkennd)
Dagný: Félagsfræði, þú veist það er stúdentspróf eftir viku ?
Ég: Dóh, já ég ætla að fara að læra þá bara líka (í sorgmæddum tón)

Þá hleyp ég upp, frelsuð af sektarkenndinni, lít í hringum mig, en finn hvergi félagsfræðibókina mína sem min minnir að ég hafi ekki opnað í allan vetur. Mentaðurinn algjörlega í hámarki hjá mér. En uppgötva ég þá ekki bara að ég gleymdi henni líklegast fyrir vestan!

Setkarkendin komin í hæðir sem enginn hefur upplifað áður !

e.s takk Íbizafjörður fyrir geðveika páska (er enn í afneitun)