Wednesday, March 30, 2005

pæling...

Ætli að íslandsvinurinn Bobby Fisher hafi pælt í því að Dorrit okkar forsetafrú er sjálf gyðingur ?

Bobby er jú mikill gyðingahatari sem er reyndar kaldhæðnislegt því hann er sjálfu gyðingur..
já fólk getur orðið frekar skrýtið stundum..

Ætli Íslendingar gefi ekki heimsmeistaranum sínum nýtt nafn. t.d Bárður Finnson ?

Tuesday, March 29, 2005

Páskafrí !

Ég biðst hér með innilega forláts af bloggleysis undanfarið.
Páskarnir hafa einkennst af mikillri músik, fjöri, hlátrasköllum og gleði. Margir súrir hlutir gerðust og einnig margir spes og ennþá fleiri skemmtilegir hlutir...
Ég, Sunneva og Herdís fórum t.d í vettfangsferð í Önundarfjörðinn þar sem mikið fjör var og endaði það á því að við fórum á Holtsströnd og tókum smá sprett í sjónum.

Það var alveg yndislegt að hafa þær hérna um páskana og var margt brallað sem verður ekki sagt hér og nú.

Páskadagur var hreint út sagt ,,brilliant" enda er fjölskyldan mín feikna skemmtileg og hýr. Vaknaði of seint í páksahádegisboðið og það var búið að hringja tvisvar á eftir okkur áður en ég, Binna og Illugi dröttuðumst af stað og upp á Sólbakka. Þar beið okkar yndislegur hádegisverður með smá súkkulaði páskaeggja ívafi. Við tók yndislegur tónlistardagur með Ólöfu, Dagnýju,Illuga,Binnu og mér. Það var spilað og sungið fram eftir og við tók kvöldmaturinn, dýrindis kvak kvak með berjasósu. Eftir matinn tók alvaran við.. ég, Guðrún Inga, Valur, Binna,Einar Oddur, Diddi,Dagný og Ólöf og við tók.. actionary þetta var mjög intresant og sérstaklega þegar að Bakkus bættist með í fjör hjá nokkrum aðillum. Sér í lagi þegar að Guðrún Inga ákvað að leika Kúamykju með miklum tilbrigðum ! Eða þá þegar Ólöf lék fána, aðra eins snilld hef ég fáum sinnum orðið vitni af.

En núna eru mamma og pabbi bara að renna í hlaðið ný komin frá Lundúnum og hlakka ég mjög til þess að hitta þau.

sæl að sinni :)

Monday, March 21, 2005

Sitt lítið af hvoru ...

Mér finnst það merkilegt nokk að það er búið að finna skýringu hversvegna maður fær lög ,,á heilann" en það voru vísindamenn sem að fundu það út með því að mæla út hvar laglínan festist í heilanum og heilinn tekur mismunandi á móti lögum eftir því hvar laglínan kemur á heilann. Þetta finnst mér mjög áhugavert. Það var líka mismunandi hvort það var sungið í laginu eða ekki. Svo koma líka boð. Þegar þú heyrir sérstakt lag sem veldur því að heyrnarsvæðin í heilanum taka að starfa, getur það leitt til þess að upp komi sjónrænar minningar líka. Til dæmis koma upp minningar af því þegar þú fórst á skólaball, og fyrst heyrðir þetta ákveðna lag. Það hefur oft hennt mig allaveganna.

Annars allt tussuflippað að frétta af mér. Vaknaði klukkan 8 til þess að læra, fór reyndar heim til ömmu og grátbað um vægð og fá að sofa til klukkan 9 og amma lét það eftir mér og á hún ást mína alla skilið fyrir það því að ég vaknaði mjög fersk og tilbúin í stærfræðina. Móðir heldur til Lúndúna á miðvikudag og mun þar hitta hann elskulega faðir og koma þau saman aftur til Íslands. Hef ekki hitt hann síðan í janúar og hlakka mjög mikið til þess. Hann er spes..

Gleymi því aldrei þegar að við vorum svona 15 krakkar í garðinum hjá mér í fótbolta þegar ég var ,,strákur" og yngri og var mikill hasar og læti. Sérstaklega þar sem að hann Ingvi Hrafn var með í för. Pabbi var orðinn frekar pirraður þar sem hann sat inní stofu og horfði á sjónvarpið en heyrði ekkert sökum láta og æslagangs. Fór kallinn ekki útí glugga og öskarði ,,hey krakkar sáuði stóra skemmtiferðarskipið í firðinum" og við þutum öll af stað í leit að skemmtiferðaskipinu og pabbi settist aftur í sófann og gat hlustað á sjónvarpið og fékk frið.
Við leituðum heillengi og það var ekkert bévítans skemmtiferðaskip í firðinum þannig að við fórum vonsvikin til baka og héldum áfram að spila fótbolta pabba til mikillar óhamingju.

-Þetta er svona innri maður pabba. Hann hefur oft verið algjör púki í sér en hann er þó eflaust sá allra skondnasti.

Sunday, March 20, 2005

Sjitturinn Titturinn...

Ímyndiði ykkur þessar aðstæður..

þú ert ný komin heim og ætlar á klósettið. Nýtur þín vel þar og lýkur þínum ,,verkum" svo allt í einu ertu bara búin að fæða barn án þess að hafa vitað að því að vera barnshafandi. Bara uppúr þurru er komið barn og þú ert á klósettinu !

Þetta gerðist víst um dagin hjá konu hérna fyrir vestan. Hana grunaði ekki einusinni að hún væri ólétt. Maður getur varla ímyndað sér svona lagað og þvílíkt sjokk hefur þetta verið hjá konunni. Þið vitið um morguninn vaknar hún alveg bara ,,jæjja ætti maður að gera eitthvað sniðugt í dag " og svo bara ajj úbbs barn .. ó..

Þetta þykir mér skondið nokk... og þetta sannar það greinilega að allt getur gerst !

læt þetta duga í bili
-MRK

Friday, March 18, 2005

susumsvei !

,,Hún stritaði dag og nótt, og rýndi ofan í námsbækurnar uns hún brjálaðist og las yfir sig. Var hún þá flutt á geðsjúkrahús sökum geðrænna kvilla og ofsóknarbrjálæðis. Læknar telja að þetta hafi gerst sökum oflesturs og heilinn hafi ekki ráðið við meira og skapað geðrænan sjúkdóm hjá ungu stúlkunni "

-Þessi umfjöllun gæti vel átt við mig og það sem gæti hent mig eftir páskafríið sökum lærdóms fyrir samrændu prófin. En ég er samt alveg afar róleg yfir þessu öllu saman og ætla að reyna að halda því þannig.

svo er komið páskafrí og vil ég óska öllum góðs páskafrís ! :)


-MRK

Thursday, March 17, 2005

sei sei..


Páskaeggjaleit á Ægisíðu


,,Félag sjálfstæðismanna í Nes- og Melahverfi efnir til árlegrar páskaeggjaleitar laugardaginn 19. mars á Ægisíðunni kl. 14.00. Leitað verður að fagurlega skreyttum eggjum og börnin fá súkkulaðiegg frá Nóa-Síríus. Leiktæki og hoppukastali verða á staðnum. Keppt verður í húllakeppni og boðið verður upp á andlitsmálun. Munið að taka með körfur eða poka undir eggin. Allir velkomnir!"

Tekið af : www.xd.is


- Segið svo að Sjálfstæðisflokkurinn hugsi ekki um fjölskyldufólkið ! :)

Þetta ku vera hið sívinsæla band ,,Uppþvottaburstarnir" en við sérhæfum okkur í lögum með Bob Dylan og Metalica. Meðlimir hljómsveitarinnar eru þær Linda á trommur, Hafdís á blokkflautu og María glamrar á gítarinn. Við ætlum okkur heimsfrægðar og endilega bókið okkur ef ykkur vantar skemmtilegt fólk með skemmtileg lög í skemmtilegum útsetningum.

Wednesday, March 16, 2005

Áhugavert samtal

Samtal hjá systkinum ;

Bróðirinn: ,,Afi þinn er með skegg"
Systirin : ,,Amma þín er með skegg "
Bróðirinn : ,,amma þín er með krullur"
Systirin: ,,Amma þín er bjánaleg"
Bróðirinn: ,,Amma þín er með ljótan heila"
Systirin: ,,Amma þín er með ljót eyru"
Bróðirinn: ,,amma þín er feit"
Systirin: ,, amma þín er feitari"
Bróðirinn : ,,amma þín er feitari en fíll"
Systirin : ,,Amma þín er gömul"
Bróðirinn: ,,hey er amma þín ekki líka amma mín ? "
Systirin : ,,uuu.. eigum við ekki bara að fara og fá okkur ís? " 8-)

Fjölskylduerjurnar geta flækst og er þetta gott dæmi um það.. glöggt fólk sér.. að þau voru að tala um sömu ömmuna.
Þetta er Maja miðasölu- stúlka !

Ó þvílíkt ,,sköll" ....

Ég varð fyrir mestu vonbrigðum ævi minnar núna í vikunni...
Ég hef alltaf sagt við alla vini mína þegar ég er að tjá mína ást á þeim á dönsku
,,jeg elsker dej" en um daginn var ég að rýna í orðabókina mína góðu og þar stóð að orðið ,,dej" þýðir í raun og veru deig.. Þannig að alltaf þegar að ég hef verið að vera elskuleg og tjá mína ást á vinum og vandamönnum var það allan tíman blekking og vinir mínir hafa þar að leiðandi verið illa sviknir. En í raun og veru á að segja ,, Jeg elsker dig"
jáhá þarna vitiði það kæru vinir !

Annars hef ég ákveðið að snúa mér hingað því að hér byrjaði ég og hér vil ég enda (var þetta ekki djúpt? ) En raunveruleg útskýring er sú að mér finnst þetta lang fágaðasta bloggið og líkar mjög vel við og vona að það skoði þetta eitthver ...

Til gamans má geta að ef maður ,,googlar " orðið deij kemur þessi skemmtilega mynd :