Tuesday, April 05, 2011



I will shape myself into your pocket
Invisible
Do what you want
Do what you want

I will shrink and I will disappear
I will slip into the groove and cut me off
And cut me off

There's an empty space inside my heart
Where the weeds take root
And now I'll set you free
I'll set you free

There's an empty space inside my heart
Where the weeds take root
So now I'll set you free
I'll set you free

Slowly we unfurl
As lotus flowers
'Cause all I want is the moon upon a stick
Just to see what if
Just to see what is
I can't kick your habit
Just to feed your fast ballooning head
Listen to your heart

Sunday, April 03, 2011

Sufjan Stevens

Ég er núna í þónokkurn tíma búin að vera að hlusta á nýjasta afsprengi Sufjans Stevens Age of Adz- og það vinnur og vinnur og vinnur á oghin fínasta plata (maður þarf samt alveg að hlusta nokkrum sínum til að venjast).

Sufjan Stevens hefur fylgt mér lengi lengi lengi og má í raun segja að hann hafi á sínum tíma bjargað lífi mínu, þar sem ég fann skyndlegan lífskraft og vilja á ákveðnu tímabili í lífi mínu sem hjálpaði mér mikið, þannig að ég eyddi mörgum kvöldum í það að keyra um og hlusta á diksinn Seven Swans í botni (ennþá uppáhalds diskurinn minn með honum). Honum til heiðurs (Seven Swans) ætla ég að birta eitt lag hér, hugsanlega það lag sem hefur haft mestu áhrif á mig af öllum lögum í heiminum. Það er ekkert betra en að keyra um í kolniðamyrkri, helst stjörnubjartur himininn og blasta þetta lag í botn!



Vá mig langar skyndilega að pósta öllum lögunum af Seven Swans hérna, vekur upp minningar. En hvet amk alla til að hlusta á diskinn, hann er einfaldlega of góður.

En varðandi nýju plötuna hans þá eru nokkur mjög góð lög t.d Vesuvius...





oooog Futile Devices er fínt


I want to be well...



Svo er fínt að enda þetta á einu gömlu og góðu live- vídjói:




"It just helps us to feel unified"


ooooog svo eitt af Illinois disknum....



Eða kannski eitt í viðbót, eitt fallegasta lag allra tíma, og í senn ógnvekjandi og hryllilegt:




Ég er hætt... gæti samt gert þetta í allan dag.

Bless.

Monday, March 28, 2011

Oh Land!

Nanna Øland eða (Oh land) er búin að gefa diskinn sinn, LOKSINS! Hann er snilld, mæli með honum! Ég uppgötvaði Oh Land snemma í fyrrahaust og er búin að fylgjast með henni rísa mjög hratt. Algjör snilld, eitthvað sem allir verða að hlusta á! Svo er hún líka svo fáranlega fine!




&g

t;

Víííí........ ætla að halda áfram að læra!

Tuesday, March 22, 2011

Nick Drake


When I was young, younger than before
I never saw the truth hanging from the door
And now I'm older see it face to face
And now I'm older gotta get up clean the place.

And I was green, greener than a hill
Where flowers grew and the sun shone still
Now I'm darker than the deepest sea
Just hand me down, give me a place to be.

And I was strong, strong in the sun
I thought I'd see when day is done
Now I'm weaker than the palest blue
Oh, so weak in this need for you.


When the day is done
Down to earth then sinks the sun
Along with everything that was lost and won
When the day is done.



It's a pink, pink, pink, pink, pink moon.


Wednesday, March 16, 2011

Leonard Cohen

Eitt það fallegasta sem ég veit er Leonard Cohen. Ég kynntist honum fyrst almennilega þegar ég var 14 ára gömul, heima hjá ömmu á Eyraveginum og fann þar vinyl plöturnar hennar og ákvað af forvitni að hlusta og hef síðan þá verið gjörsamlega dolfallinn aðdándi hr Cohens.

Leonard Cohen hefur reyndar fylgt mér frá því ég var pínulítil stelpa, það er nefnilega þannig að það er hefð á Sólbakka á áramótunum að skella So long Marianne á fóninn og dansa saman við það fallega fallega lag. Mjög epísk stund alltaf hreint, en algjörlega ómissandi þáttur í nýju ári - að dansa við Cohen!

Í fyrra ákvað ég að reyna að finna hver þessi Marianne væri og hver sagan á bakvið þetta magnaða lag væri. Komst að því eftir ekki langa leit að komst ég að því að lagið er um norsku konuna Marianne Jensen (Ihlen) sem átti í rómans við Coehn á grísku eyjunni Hydru 1960. Þau áttu í eldheitu ástarsambandi í nokkur ár en svo skildu leiðir. Þannig að lagið er um hana og þeirra samband.

Í kjölfarið fór ég á youtube og fann þar nokkur áhugaverð vídjó:



Hér er hann að syngja lagið á tónleikum og brotnar niður í miðju lagi.




Hér er tjáir Cohen sig um sambandið "somehow Marianne came into my arms"



Pínu spes en hér er Marianne sjálf að raula með laginu.. orðin meira en 60 ára..

Ég veit ekki, ég er ekki mjög rómantísk eða væmin kona, en þetta finnst mér svolítið fallegt.

Friday, February 25, 2011

Fegurð Amélie

Blubber the suicidal Goldfish er uppáhald! Þegar maður horfir á Amélie þá verður allt svo fagurt og gott. Gott leynivopn ef maður er eitthvað súr að horfa á Amélie. Enda hef ég horft á hana óteljandi oft, enda oft verið súr eheh.



Lífið er listaverk.. ég er hægt og rólega að ná tökum á penslinum!


Ég elska svínalampann hennar!