Tuesday, May 30, 2006

Minn kæri Þórbergur, hve heitt ég sakna þín !

















Í ljósi gamalla og góðra tíma hérna á Íbizafirði ætla ég að rifja upp góðar minningar um Þórberg Nörd.




Skondinn misskilningur :

"Maja saug inn og út, og kvaðst vera totta Loft. Brandarinn lá í því að hún væri að totta mann sem héti Loftur, en í raun og veru var þetta hreint andrúmsloft. Margrét og María hlógu dátt í þó nokkra stund, þar til að María ætlaði að vera mjög vitsmunanleg og skjóta inn einu nördacommenti og segjast vera að totta H2O, en eftir mikinn fagnaðarlát vegna þessarar merku uppgötunnar, uppgötvaði María á hinn bóginn að H2O ku vera efnaformúla fyrir vatn en ekki andrúmsloft. Við eigum hinsvegar eftir að kynna okkur þá formúlu betur svo þetta muni ekki gerast aftur. En samt skemmtileg reynsla og þetta kætti okkur til muna. "

- Þetta var fyrsta bloggið okkar möggu


Færeyskur herramaður að gefa María og Margréti undir fótinn ánægðar eður ei? :

"Þannig er málið með vexti að við hnátur ákvaðum að klæða okkur upp í okkar fínasta, eyða fimm aurum í hár og andlitssnyrtingu og og halda á flatbökustaðinn í kaupstað þessum í miðbæ ísafjarðar.
Við sátumst niður við einstaklingsborð eins og okkur best sæmir, tókum með okkur góða bók og biðum eftir a veitingaþjóninn kom með slátur og blóðmör fyrir okkur að snæða.
María hrópaði af fögnuði þegar þessi hýri veitingaþjónn kom með máltíðina. Margrét var sokkin ofan í bókina þegar að máltíðin loks kom en þær tóku að snæða með bestu lyst Þessar tvær alsaklausu stúlkur sátu í makindum sínum við átið er ekki svo ungur herramaður hóf að ganga í áttina til þeirra. Þær riðuðu í hnjnánum og hjartað tók kipp! vill einhver okkur! Þessi fagri maður var með skeggrót sæmilega og var færeyskur að uppruna eins og hann tilkynnti okkur á móðurmáli sínu sem við auðvitað skildum eftir mörg kvöld af orðabókalestrakvöldum. Var maðurinn drukkinn nokk og á fimmtugs eða sextugsaldri gætum við best trúað. Hann hóf samræður miklar um hve líkar við værum og bar þá spuringu að borði hvort við værum sammæðra.. við svöruðum neitandi og ætluðum að halda áfram að snæða, þegar maðurinn kom aftur og hélt þá áfram að ræða við okkur. Þá kom ungur herramaður, og eins og riddara sæmir, tók drukkna myndarlega manninn í burt frá okkur. Líf okkar varð tómlegt án hans. Hvert var hann að fara?! aftur til færeyja?.. NEI.. við sem héldum við hefðum eignast vin.. svo fór ekki... ekki frekar en vanalega , en tilhvers þurfum við fleiri vini þegar við höfum gáfur hvor annarra til þess að ræða um.
Má búast við myndum af vísindalegri tilraunm bráðlega.
-lífið er hverfult."

- Þetta var bloggað eftir að við áttum dýrindismáltíð á Pizza 67 heitnum.



Karlmannsmálin hjá okkur eðalkvennmönnunum! :

"Jæja..nú er komið að þeim tímamótun í lífi okkar Maríu að Við þurfum að fara að hugsa um karlmannsmálin..Það var nú það að ég fór að leggja haus minn í bleyti eftir atvikið með færeyska herramanninn. Fyrst að menn eru nú farnir að gefa okkur undir fótinn verð ég að taka tillit til þess, að kjötmeiri og meir aðlaðandi bitar gætu veitt okkur umtalsverða athygli.
Eitt gott dæmi um það var þegar að ég var á gangi í miðbæ ísafjarðar og hafði gengið allaleið frá heimili mínu í djúpinu. Við María vorum á gangi, búnar að klæða okkur uppí okkar fínasta skart en í gönguskóm við svo gangan myndi ekki fara í okkur. Þegar að tveir ungir herramenn kölluðu í átt til okkar. Að við værum með ummálsmikinn afturenda.. eða eins og þeir orðuðu það " feit og stór rassgöt" ég vil halda að afturendi minn hafi verið í sínu besta ljósi þar sem ég var í flauelisgalla mínum sem hún amma mín heitin átti og notaði að kappi þegar hún var í blóma lífsins. En allavega. Við reyndum að hæla þeim á móti en gekk það ekki ýkja vel. Ég kom með eftirfarandi setningu sem ég hafði sé á veraldarvefnum hjá henni Þórstínu frænku minni: Seytján vetra ekki satt? Lendamikill og víður grindarbotn. Ágætis eintak til undaneldis. Hver á þig?Þeir tóku ekki ýkja vel í þetta og hef ég ákveðið að gerast einbúi og leggja alla von um samlíf uppá bátinn.
Takk fyrir álestnina"


Við áttum okkar góðu stundir, það má með sanni segja !


Þórbergur mun lifa að eilífu !


www.blog.central.is/thorbergur_nord




Wednesday, May 24, 2006

Sweet child of mine

Líttla hnátan (ég) hóf glæsilegan skólaferil sinn í hinum háttvirta leikskóla Brynjubæ heitnum. Þar átti hún margar góðar og einatt ljúfar minningar. Þar lærði hún hina ýmsu grundvallarþætti sem koma að háttum samfélagsins svo sem; framboð og eftirspurn, sveiflur verðbólgunar, kvótakerfið, línuíviljun, hinn ótrúlega heim guðana og svo margt margt fleira sem ekki verður talið upp hér. Einnig uppgötvaði hún listina að lifa; tantraði afar mikið ásamt hinum krökkunum, lærði jóga, stundaði magadans og málaði hin ýmsustu fögru málverk. Hún átti fullkomið líf. Það var aðeins einn hængur á ! Það voru nefnilega staðsett á þessum indæla stað tvö klósett. Eitt svona af venjulegri stærð og hitt alveg frekar í minni kantinum. Aldrei fékk hún að prufa minna klósettið. Hún var ekki nógu verðmæt fyrir stóra klósettið. Bara krakkarnir í stóru deildinni fengu einkanot á það. Littla hnátan (ég) var afskaplega reið og afbrýðisöm og skildi ekki þessa mismunum sem átti sér stað! Ég var afar stórvaxið barn! Hví átti ég ekki rétt á sömu réttindum og krakkarnir í "minni" kantinum í stóru deildinni? En svo kom á daginn. Ég man, þetta var yndislegur dagur, sólin skein (annað en núna hrmpf) og fuglarnir sungu hátt og leikandi hið skemmtilega lag "Í leikskóla er gaman" ég tók undir og allt varð þetta að einkar áhugaverðu en þó stórskrýtnu tónlistarmyndbandi. Ég var aðalhetjan, Rambó og söng lagið hástöfum.

Þetta var sumsé dagurinn þar sem ég fekk að fara á stóra klósettið. (Reyndar vegna stíflu í hinu minna, en það er aukaatriði) .. Ég var stór ! Ég var Hulk! Eða nei hann var grænn... hmm... ég var Pabbi minn !!

p.s ég missti líka fyrstu tönnina mína í brynjubæ !















Þetta er bær kenndur við Brynju...

Saturday, May 20, 2006

hlátrasköll

"Lögregla leysti upp ungmennasamkvæmi í Hvalfirði

Mikill erill var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt. Um klukkan þrjú barst tilkynning um eftirlitslaust unglingasamkvæmi í leiguhúsnæði Hvalfirði. Þegar lögreglumenn komu á staðinn reyndust um 80 ungmenni á aldrinum 16 til 18 ára vera á staðnum og voru þau flest undir áhrifum áfengis. Þá var umgengni á staðnum afar slæm.
Enginn umsjónarmaður var með ungmennunum í för en þó var ferðin farin á vegum framhaldsskóla í borginni. Rútur voru fengnar til að aka unglingunum heim."
(af mbl.is)

hahahahahahahahahahahahaha

Friday, May 19, 2006

ahh

Ég svíf um á bleiku, mjúku risastóru hamingjuskýi sem flýgur yfir hamingjuland og á heima í hamingjuborg.

-Ég er búin með prófin !

Saturday, May 13, 2006

Svefn er fyrir hina veikburðu

Ég veit ekki lengur hvernig það er að vera ekki þreytt og fersk. Ég hef ekkert tímaskyn, né veit aldrei hvaða vikudagur er. Ég lifi eftir prófatöflunni. Skyndilega er klukkan orðin 7 um morguninn og ég búin að lesa endlaust lengi, ómerkilegar danskar bókmenntir. Ég ákveð því að leggja mig í einn og hálfan klukkutíma og halda svo ótrauð áfram. Þegar ég hef eigi fengið mikinn nætursvefn þá get ég heldur ekki sofið á daginn þannig að þetta er einn stór vítahringur. Ég reyndi að sofna í dag, gerði amk heiðalega tilraun en það tókst ekki.



Ég hef í staðinn horft á þetta hérna svona hundrað sinnum í kvöld og einnig rakst ég á þetta hérna að mér skuli hafa fundist þetta æðra öllu !

En er ég sú eina sem að elskaði
þennan gutta. Fann reyndar ekki uppáhalds myndbandið mitt þar sem jólin eru, man að ég horfði á þetta oft og títt.

Mér til mikillar undrunar ætla ég að reyna að fara snemma að sofa, klukkan er 4 og það er samt orðið bjart, reyndar er alltaf bjart núna.
Finnst það frábært!

Búin með 7 próf 3 eftir ójá.


Tuesday, May 09, 2006

Bavíani !

Svona til að fagna söguprófslokum kemur eftirfarandi eftirþanki :


,,Stærsta einingin var hersveit (legio), sem lengst af samanstóð af um 4200 fótgönguliðum og 300 riddurum. Sveitinni var síðan skipt niður í misstórar herdeildir. Hverri deild fylgdi lúðraþeytari og merkisberi, en deildarmerkið var hverri deild heilagt. Lögðu menn allt í sölurnar til þess að merkisstengur féllu ekki í hendur fjandmanna og eru til sögur herforingja sem létu þeyta þeim inn í fylkingar óvina til að eggja hermenn sína til framsóknar”

Minn þenkjandi hugur ómar um að hlátri við tilhugsununina af mæðrunum sem kveðja syni sína, hermennina, er þeir ganga á vit örlagana. Í óvissu um hvort þeir munu liggja í valnum innan nokkura missera eða hvort þeir muni sigra fyrir hönd þjóðar sinnar og fella stolt tár af þjóðarkvarmi, sem rennur saman í brunn þjóðarinnar.

Ímyndiði ykkur fyrir mig, stolta... lúðraþeytarann sem gengur frá bæjardyrum, með lúðurinn í vinstri og samloku, smurða af mömmu í hægri. Stoltur gengur hann með öllum riddurunum og fótgönguliðunum og blæs úr sér líftóruna!

Ímyndiði ykkur svo fyrir mig, stolta .... merkisberann sem gengur frá bæjardyrum með deildarmerkið undurfagra, sem móðir hans er nýbúin að strauja undir arminum. Hann veit að hann er í þann mund að fara að sigra heiminn. Sem merkisberi.

h0h0h0

Saturday, May 06, 2006

Matseld Maju

Uppskrift af djamm helgi dauðans !

~ 10 tsk bók af um Rómarveldi og Miðaldir
~ 10 dósir af magic
~ 4 stílabækur
~ smá vatn
~ teskeið af kanil
~ 5cm langir baugar
~ smá af Architecture in Helsinki
~ Fullt af súkkulaði

Svo er þetta látið malla í ofni í um 45 mínútur uns það byrjar að krauma í heilabúinu áður en þessu er öllu hellt saman í skál og hrært með smá þreytu og pirringi...

Það er partý hjá mér og ÞÉR er boðið !

Bon apetite

Tuesday, May 02, 2006

Haí, ég heiti Maja og ég er tölugildi

Bjóst aldrei við því að segja þetta en ég læt það flakka...

Ég heiti Maja og ég er þrengt tölugildi : x-1<1 = -1 < x-1 < 1 ...


17< Maí ...= ...Maja < 17 < 17. < Maí ..skiljiði? Sá sem fattar fær túkall vei vei !



e.s

Til hamingju með ammælið Dabbi Beck, mí lovs jú longtæm ! Tíhí


e.e.s Gleðilegan Maí..