Monday, August 29, 2005

Like a train across the valley ...

Samkvæmt sögukennaranum mínum fæddist Kristur 3 árum fyrir Krist. Athyglisvert.

Thursday, August 25, 2005

Wednesday, August 24, 2005

,,Gefumst ekki upp þó á móti blási"...

Biðst forláts á því hve langt síðan það er síðan ég skrifaði seinustu færslu, lofa að bæta mig. Það er búið að vera brjálað að gera, fór á skólasetingu á mánudaginn var. Reyndar var ég ofur-kúl busi og fór ekki í kirkjuna heldur skrapp ég á kaffihús með Klöru og gamlan splæsti heitu kakó-i á busann sinn. Mætti skíthrædd í tíma hjá umsjónakennarnum mínum honum Knúti. En svo var raunin að krakkarnir í bekknum hjá mér eru bara frábærir og kennararnir líka.

Í gær var kózý kvöld hjá heima á Fjólugötunni. Illugi eldaði fisk, fór svo í sjoppuna leigði video og keypti sjeik. Hjálpaði mér reyndar fyrst með algebruna, sátum í makindum okkar og dunduðum okkur við þessa yndislegu stærðfræði. En svo fórum við öll að horfa á video, en viti menn ! Ég breytist ekkert þó ég sé flutt suður. Sofnaði líklegast eftir að fimm mínútur voru búnar af myndinni. Sama gamla Majan.

Dagurinn í dag var langur og strembinn. Fór í skólann klukkan áttanúllnúll. Við tók hellingur af námi sem ég sogaði alveg í mig fyrir utan efnafræðina. Sumt er bara ekki hægt að soga í sig svona ákaft. Klukkan hálfþrjú var skólinn búinn, þangað til að ég kom heim, settist niður og það sem ég átti eftir að læra heima var jarðfræði, efnafræði, stærðfræði, danska, enska og íslenska. Ég þarf nú að fara að venjast þessu. Tel það mjög líklegt að eftir september mánuð verð ég búin að læra jafn mikið heima og ég gerði allan 10.bekk og hanabanananú ! En ég hef gaman að þessu, krefjandi og skemmtilegt. Ekki er það samt verra þegar að amma gamla kíkir í heimsókn og aðstoðar mann aðeins, amma málið er bara að flytja í bæinn ! :)

Friday, August 19, 2005

Stödd á Fjólugötunni...

Ég er maur.

Er sumsé komin í höfuðborgina. Líður einsog litlum maur í stórri þúfu, hermaur auðvitað. Þetta er minn fyrsti brottflutningur, hef búið í ein sextán ár á Flateyri. Ég er í langstökki -Flateyri-Reykjavík. En aftur á móti leynist mikil tilhlökkun inná milli kvíðans og óvissunar.

Skólasetningin er á mánudaginn újé. Ég er í 3-I með 14 stelpum og 11 strákum. Klara ást er samt búin að lofa að passa mig til að byrja með, svo ég týnist ekki í siðmenningunni.

Nóg í bili, heyrumst síðar eldhress.

-María Rut, tilvonandi menntskælingur

Wednesday, August 17, 2005

One plus One is One....

Þegar ég var lítil, fannst mér rosa gaman þegar það rigndi. Þá skellti ég mér oft út í rosa flottan pollagalla og hoppaði og skoppaði í drullupyttunum - þá var ég álitin sætur krakki sem hafði gaman af lífinu.

-Ef ég myndi gera slíkt hið sama í dag myndu allir stara á mig og hugsa væri ég líklega álitin seinþroska - jafnvel veruleikafirrt.

Hversvegna ætli það sé ?

Friday, August 12, 2005

With my dreamings still on my mind....

ójá, þið sem sitjið fyrir framan tölvuskjáinn, með kók í annarri og gulrætur í hinni, með gapandi augu sem mætti líkja við konu sem er ný búin að uppgötva það að maðurinn hennar sé samkynhneigður og var aðalnúmerið á gay-pride, þið sem trúið ekki ykkar eigin augum og haldið að þið séuð einfaldlega að dreyma þá er þetta rétt hjá ykkur og engar sjónvhverfingar í gangi....

já.. María er að blogga

Klara mín kæra er á svæðinu, þá er svo gaman að ég nenni ekki að blogga.

Átti svaka súrt augnablik heima hjá Gunnari Atla á föstudagsnóttinni, þegar við vorum nokkur að fá okkur að borða eftir ball og spjalla um daginn og veginn, þá barst smíðakennari í tal, og það að hann stundaði það að berja suma nemendur í smíðatíma. Þá stóðst ég ekki mátið og sagði ,, núnú voru það barsmíðar" mikið hlegið, mikið hlegið.

Uppgötvaði þáttaröðina ,,Cold Feet" á ný í nótt og horfði á heila seríu, geri aðrir betur.

Monday, August 08, 2005

og hanabanananú !

Ég er komin á Ísafjörðinn góða. Fór í kvöld á tónleika með Hrafnasparki og sænkum gítarleikara að nafni Andreas. Hann var svei mér sænskur kallinn, með ljóst sleikt hár og í þröngum buxum, voða flottur. En þetta voru djass gítarleikarar, fá klapp á bakið frá mér.

Eftir tónleikana skruppum ég og Dóri félagi á Langa Manga. Hann fekk sér köku og kakó (sjaldséðir hvítir hrafnar hmm.....) og ég fekk mér vatn. Röltuðum aðeins um bæinn eftir kaffihússtopið og tókum svo uppá því að fara upp í fína herbergið heima og horfa á simpsons og Svínasúpuna. Þetta var hið indælasta kvöld. Mikið talað og hlegið.

Annars alveg yndislegt að vera komin Vestur og hitta alla. Alveg búið að vera frábært.

Er samt eitthvað rugluð eftir þetta blessaða ferðalag. Svaf víst til fimm, en hélt því staðfast fram að klukkan væri ellefu. Segi vitlaus orð við vitlausarsetningar og tímaskynið er ekkert. Gleymi að fá mér að borða, passa mig bara á því að gleyma sjálfri mér ekki á endanum ha?

Í dag var ég að stinga tölvunni minni í samband og spurði þá pabba hvort hann ætti gaffal eða eitthvað. Mamma fattar þennan.

Annars þá ætla ég að fara að sofa núna. Kveð að sinni kæru vinir.

Saturday, August 06, 2005

Ólöglega kalt

Ég er komin á Fjólugötuna eftir 22 klukkutíma törn. Ætlaði bara að láta vita að ég er komin á klakann, það er kalt og ég ætla í heita sturtu ! Ég er með eitthverskonar tilfinningu, flugriða ? Segi betru frá þessu seinna kæru vinir.

Wednesday, August 03, 2005

Maja vs. Úganda

Gerði heiðalega tilraun í dag til þess að leggjast á sólarbekkinn og fá smá lit. Það reyndist vera skammgóður vermir þar sem að um leið og ég hafði komið mér fyrir, með bók í annarri og geislaspilarann í hinni og tólin á eyrunum. Fór að rigna. 1-0 fyrir Úganda. Fór bitur heim þar sem þetta átti að vera brúnkudagurinn mikli. Öll von var samt ekki úti, um hádegi kom ég sterk inn í leikinn, sólin kom aftur 1-1. Þá drifum við okkur aftur á bekkina. Sólin entist í þrjá klukkutíma, vei vei - 2-1 fyrir mér. En svo undir lokin byrjaði að rigna við vorum hvort sem er á leiðinni heim þannig að 3 stig í pottinn hjá mér og 1 til Úganda. Vei vei !

Tuesday, August 02, 2005

Safarí Safarí...

Í gær var lagt af stað, í ferð á vit örlaganna. Áætlunarstaður var Paraa, sem er í þjóðgarði við bakka Nílar. Ég, Hildur og Teitur vorum tilbúin í slaginn klukkan hálf 7 í gærmorgun, skunduðum af stað einsog ég sagði áður á vit örlaganna.

Keyrðum í tvo klukkutíma og stoppuðum þá í skrýtnustu sjoppu sem ég hef á ævinni komið í, þar var aðeins einn kælir, fullur af kóki, þrjú borð og stólar og eitt útvarp.


Þetta er semsagt sjoppan umrædda...

Svo ókum við til Masindi, sem er smábær í sveitinni í Úganda, fengum okkur franskar og kók. Rákumst meðal annars á þennan mann. Okkur þótti hann einkar áhugaverður.

Svo komum við að Níl. Skelltum okkur samstundis í siglingu niður Níl, þar sáum við flóðhesta, krókódíla og fíla. Svo sáum við aftur flóðhesta og krókódíla og á endanum var það það eina sem við sáum.


Þessi mynd lýsir áhuga okkar á krókódílunum á bakkanum þarna hinummegin

Krókódíllinn Eiríkur

Svo eftir þriggjatíma siglingu, fórum við á hótelið, í sund og sturtu. Svo lá leiðin í matsalinn, þar sem að okkar kærasti vinur, Hornafjarðamanninn tók öll völd og við spiluðum til um hálf 12 leitið, vorum seinust að fara að sofa og fyrst að vakna, sannir Íslendingar.

Ég, tilbúin í hornafjarðamanna !

Vöknuðum eldsnemma, skunduðum í magnaðasta Safarí sem ég hef farið í á ævinni, enda hef ég bara farið í tvö, en þetta toppaði hitt. Sáum allt sem hægt er að sjá fyrir utan blettatýgurinn. Allt frá öskrandi ljónum niður í borðandi hrægamma. Frábært !


Maja ljónatemjari (það eru ljón fyrir aftan mig)

Svo eftir fjögurra klukkutíma safaríævintýri þá fórum við til baka, úfnar eftir keyrsluna og full að lífsfyllingu, enda er þessi upplifun ólýsanleg ! Keyrðum til baka til Masindi, fengum okkur að borða, lögðum svo í hann til Kampala aftur. Á miðri leið ákváðum við að við ætluðum að prófa að fara í verslannir og fleira eins og local fólkið hérna. Endaði með því að við stoppuðum á flotta Grand Chariokie-num okkar fyrir utan moldahrúgu við smá verslunarsvæði við veginn. Lögðum, læstum bílnum, löbbuðum að sölukonunni, báðum um þrjár kók. Fengum það, skítugar flöskur, er ekki viss um innihaldið, en þetta var stemmingin! Svo fyrir neðan var krakkahópur sem að öskruðu ,,Muzungu" einsog ég veit ekki hvað. Ég fór að þeim, tók myndir af þeim á fínu digital myndavélina mína, þau ópuðu yfir sig af skelfingu, þegar ég sýndi þeim myndirnar af þeim. Þau höfðu aldrei séð svona apparat áður. Ég get með stolti sagt að ég var s.s fyrsta manneskjan í þeirra lífi sem að sýndi þeim stafræna myndavél. Vei vei...

Krakkarnir sem ég hitti

Jæjja orðið nóg í bili. Er að fara í sólbað á morgun með Hildi, Teit, Herði og Júlíu, lokatilraun til brúnku.

- allar myndirnar sem ég tók eru inná : www.spaces.msn.com/members/majarut