Monday, September 11, 2006

Ahh íbizafjörður. hve ég sakna þín.

Haí þið! Vá, það er svo langt síðan ég bloggaði síðast að ég held að enginn skoði þetta ennþá? En núna kem ég tvíefld til baka eftir langa hálfpásu (hálfpása er eitthvað sem ég var að búa til, en er þannig að ég bloggaði bara svona stundum og eiginlega aldrei, og þá afar málefnalítil og leiðileg blogg, feis á ykkur) Ég held samt að ég sé komin til að vera núna, finnst ég föst í einhverjum fótsporum eða kannski bara bloggsporum núna. Héðan í frá heiti ég María “Ör(bloggari)fluga” Rut. Já það held ég nú !

En eins og sumir vita kannski þá faldi ég mig á Vestfjörðum, nánar tiltekið á Íbizafirði/Flat York City í sumar. Á virkum dögum naut ég ásta með fiskvinnslunni Kambi Ehf. Það var unaðslegt að horfa á eftir annaðhvort karinu sem hafði komið svo gruggugt og ógeðslegt til manns, hörfa á brott gljáandi fín, nánast eins og þegar það var getið af Karabúatilurunum og fætt í þennan svona líka fína fiskiheim, á leið eitthvert í vettvangsferð, óþreyjufullt af eftirvængingu að verða fyllt aftur af slori! Eða þá að sjá vini mína, fiskana – sem komu til mín, ný komnir úr uppskurði, og biðu eftir mér, Sprautuvélamasternum að rétta sig við og laga öll uppbrot. Jáhá það var mitt starf! Ég var að fíla’þa.

Ekki má gleyma að nefna það að þetta var besta sumar ævi minnar. Hver einasta helgi bókstaflega taumlaus gleði og hvert ævintýrið og upplifunin á fætur annari. Allt frá spánarferð til útileigu, til sveitaballa og kreisíass eftirútipartí með My Fellow Plan Man (Helgi Lind) á Flateyri, sem var eflaust það magnaðasta sem ég hef upplifað “Við getum veitt fisk, með gröfu og hamri” – taka til sín sem við eiga. En við spiluðum tónlist með náttúrunni. Ég sakna Íbizafjarðar og því sem fylgir (sem er nucleusinn í þessu öllu saman) En ég held samt ótrauð áfram, ég er of þrjósk til að beila. Sem er eins gott. Þannig séð. Samt er alveg mjög fínt að vera komin aftur, smá rútína og ótrúlega gaman að hitta félagana aftur.


Það var busadagur um daginn. Ég var tolleruð aftur. Er þá búið að de-busa mig og ég er orðin busi aftur? Maður spyr sig...
Ef það er ekki gott að lenda í óskunda. Er þá gott að lenda í Skunda? Ég elska allavega Emil og Skunda

8 comments:

Anonymous said...

My fellow plan man. Alveg er ég sammála með að þetta hafi verið besta sumarið hingað til! Fekk að upplifa barnslega gleði við það að búa til tónlist úr náttúrunni með glás af fullum unglingum + artistum.

Takk fyrir að leika við mig í sumar göltur og leyfa mér að kynnast leyndarmálum Flateyrar ;)

María Rut said...

Þökk sé þér og Hildi kennda við Ást! Elska ykkur mest. Þetta var snilld. Endurtökum leikinn þegar þið komið í bæinn ! Vá. Feitast.

Anonymous said...

Já takk fyrir fráábært sumar;* án efa það besta hingað til!
Ísafjörður saknar þín líka kútur!
Hlakka til að sjá þig von bráðar, hvort sem það verður í borginni eða hér vestur á fjörðum, jájá

Anonymous said...

Við söknum þín líka.
Kv. pabbi A 12

Anonymous said...

vá hvað ég sakna sumarsins.. og ykkar, maría rut þú verður að láta mig vita þegar þú ferð vestur á djamm, langar að velja skemmtilegustu helgina til að koma vestur.. ;)

Anonymous said...

,,Sakna Ísafjarðar og þín..." Íbizafjörðurinn rokkar! En takk fyrir eftirdjömmin, redda mér heim, spjallið, pizzuna og allt það um þarseinustu helgi:) kv. Valdís

María Rut said...

Ásthildur: þú manst hvað við erum búnar að ræða. Þjóbó næst þegar þú kemur. Þá er ég amk ekki ein deyjandi á Þjóbó haha...

Alberta: ég lofa að láta þig vita ! Við kannski verðum þá samfó í flugvél frá Reykjavík og fögnum saman á Íbizafirðinum góða! Ahh sakna þín kjáni.

Valdís: Jó. Algjörlega sammála. Þetta var gott djamm. Gaman að getað sýnt þér bestu pizzuna, og fylgt þér heim. Hefði ekki viljað vita af þér einhverstaðar villta og eirðarlausa í borg óttans. Seinna kvöldið var reyndar ekki aaalveg jafn hresst hjá mér. En samt alltaf gaman að sjá Íbizafjarðarandlit. :)

Anonymous said...

that's a plan dan! sakna þín líka, farðu að blogga.. en sá þig í DV sæta, góóð að sofna;)