Friday, June 10, 2005

Breakpoint of my life!!!!

Fór í 10:30 bíó með Binnu mús. Ætluðum á eitthverja rólega og hugljúfa mynd og völdum þar að leiðandi mjög augljósan kost ,,A lot like love." Liggur við að maður kikni í hnánum af titlinum.

Löbbuðum galvaskar inn í stóra salinn troðfullar af thaí mat og diet pepsíi. Fundum okkur sæti við miðju, tilbúnar í heim hinnar miklu óvissu (að minnsta kosti héldum við það.) Myndin byrjaði voða sætt, þau (Aston og Amanda) kynntust og þá var hún voða vilt týpa en hann algjört nörd. Hann alveg með allt á hreinu hvaða áföngum hann ætlaði að ná í lífinu en hún algjör rokkari. Svo eftir þrjú ár ákveður hún að hringja í hann því að hana vantaði ,,deit" á gamlárskvöld, hann svarar, hefur ekki heyrt í henni í þrjú ár en tekur samt boðinu, án þess að hafa hugmynd um hvað hún væri að gera eða eitthvað annað. Svo skiljast leiðir vegna seinheppni, og svona endurtekur þetta sig þrisvar, þar sem hann eða hún birtast skyndilega, sængast og hverfa aftur í hið eimótlega líf. Svo að lokum þá gerðist hið ,,óvænta"... kom einsog þruma úr heiðskýru lofti, einsog öskur í lofttæmi, einsog símhringing til lóners...... (p.s ekki lesa ef ykkur langar ekki til að vita endinn, því hann kemur virkilega á óvart!!!)

...þau enda saman.

Við það að sjá þessa mynd hefur tilgangur lífs míns snúist um 360°. Lífið ER greinilega dans á rósum. Ég ætla bara að bíða eftir því að allt gerist einsog í bíómyndunum og ekki hafa fyrir neinum, bíða bara eftir því að labba á Austurvelli og þar kemur skyndilega riddarinn á hvítahestinum sem bjargar mér frá eitthverjum ólíklegum atburði og verða hamingjusöm til æviloka. Er það ekki ægilega viturlegt ?

2 comments:

Anonymous said...

Þetta er ekki lítið tilgangslaust blogg :D hættu nú að kjafta frá e-m bíómyndum sem eiga eftir að koma í ísó-bíó, fröken Borgarbarn;) en já, góð kaldhæðni, ofboðslega er hægt að sjá fyrirfram hvernig myndir byrjar,er, og endar, bara fyrirsjáanlegar myndir svona love-things

Anonymous said...

Jáá ég sá þessa mynd um daginn. Ekkert smá fyrirsjáanleg alveg frá upphafi...eins og svo margar aðrar!:) en gaman að sjá þig í gær og hafðu það gott í Afríku sæta:*