Thursday, June 02, 2005

Er það hafið eða fjöllin sem að laða mig hér að ??

Sumarið er farið að gera vart við sig, eða réttara sagt, sumarskapið og letin. En hei, eftir að hafa stritað í allan vetur til þess eins að þreyta próf á maður þá ekki smá umbun skilið ? Ég nýt þess allaveganna að sofa út og leyfa mér að vaka svolítið frameftir.

Kvöldið í kvöld var hreint út sagt yndislegt, við vinkonurnar hittumst heima hjá Katrínu, þar sem þetta var næst seinasta kvöldið okkar saman. Eftir smá videogláp, skunduðum við niður í bæ þar sem ekki var hræðu að finna, þannig að við nutum þess útí ystu nöf og slepptum gelgjunni út, til þeirra sem urðu varir við okkur, þá biðjumst við velvirðingar af skríkjum og hlátrasköllum, en hei það er svo gaman að lifa !

Skunduðum á körfuboltavöllinn til þess að láta ljós okkar skína á körfuboltahæfileika okkar, sem er ekki upp á marga fiska. Þar dunduðum við okkur þangað til að gamall maður kom útá svalirnar hjá sér og sagði ,,Jæja er ekki kominn háttatími stelpur" við dauðskömmðumst okkar og fórum heim til Möggu T, þar sem við bjuggum til dýrindis búðing og fórum inn í Möggukompu þar sem við rifjuðum upp fullt af bráðskemmtilegum og hlægilegum miningum, það var hlegið dátt og kvöldið heppnaðist bara frábærlega...!! :)

En jæjja núna styttist óðum í það að ég fari til Úganda... aðeins 12 daga eða svona cirka það. Ég hlakka mjög til og sérstaklega að hitta mömmu, pabba, Hödda og Júlíu. En ég ætla að vera dugleg að blogga úr Afríku í villtu frumskógarævintýri !

En nú skunda ég í bólið og býð góðrar nætur.

2 comments:

Unnþór said...

Maja ert þú ekki að misskilja...frumskógarnir eru í Suður Ameríku. Þú ert á leiðinni í Eyðimerkurævintýri :p

Anonymous said...

María, Þegar margt er spurt, er fátt um svör ! Hvar heldur þú þig? Hvað ertu búin að vera gera? Halló, eigum við ekki að hittast? ertu ekki að fara bráðum? uss uss uss ... allavega Bæbb:)