Ég stunda það iðjulega að taka eins og Þorgerður Katrín hæstvirtur menntamálaráðherra orðar það ,,potarann minn" (I-podinn) með mér í skólann er ég geng áleiðis.
Yann Tiersen verður einkar oft fyrir valinu þar sem hann fyllir mig af lífsgleði, auk þess er klappað á milli laga þá fæ ég þá tilfinningu að það sé verið að klappa fyrir mér.
Fyrir það eitt að hafa risið upp úr dýnunni minni, þar sem ég sef inn í Álmu C í risa 50 fermbetra íbúðinni okkar og hafið nýjan dag. Álma C er sumsé bakvið stofuborðið.
Hef oft gantast með það að sumir einstaklingar fá ,,ocean view" aðrir ,,city view" o.s.frv.
-En ég, ÉG fæ ,,under the table view" og er ég alveg nokkuð sátt við það.
Langaði bara að deila þessu með ykkur.