Ákvað að birta hérna svör mín við commentunum ykkar í seinasta bloggi svona svo þið sjáið þau pottþétt :
HV- Já það er ég.. :)
Amma - takk kærlega fyrir bloggið, get sagt það með sanni núna að ég hef lokið við bókina enda stritaði ég til klukkan 3 í nótt, sakna þín, knús!
Patí - ég mun koma um leið og ég kem til landsins, hlakka ekkert smá til að hitta ykkur allar !
Klara - Já það mun ég gera í skiptum við gibba gibb, Shins, The Smiths, Múm, Kings of convinience, Sufjan Stevens og allt það sem þú hefur dælt í mig. Hefur gjörsamlega bjargað mér og Múm hefur fylgt mér með Sölku Völku ! -sakna þín ást !
Hafdís - takk fyrir commentið, þú ert náttúrulega afar fáguð í þínu vali á listafólki sumsé Lizt, en mundu það er enn von, okkar takmarki mun vera náð, fyrr eða síðar. !
Svona til að bæta því við svona til viðauka þá fekk ég símhringingu í morgun þar sem að mamma var hinum megin við línuna. Þar bað hún mig um að ná í bókina með öllu skipulaginu við pakningarnar áður en þau fluttu til Afríku og sagði mér að Tony væri á leiðinni, ég ætti að klæða mig núna og fara útí bíl með bókina, en sagði mér ekkert hvert ég væri að fara, ég var dálítið ringluð og nývöknuð eftir þriggja klukkutíma törn í gær við að klára bókina mína. Klæddi mig og stökk út, þá vorum við víst á leiðinni í Maersk sem er gámafyrirtækið hérna. Ég kom inn og þar voru blámenn potandi í dótið okkar, opnandi kassa til að vera vissir um að við værum ekki með neitt ,,ólöglegt" og spjallandi við okkur.
En mamma sagði að andrúmsloftið hefði breyst á svipstundu um leið og ég kom inn, þá hættu þeir að pota, sögðu að þeir treystu okkur alveg og lokuðu gámnum aftur, hef ég eitthver álög í mér ?
-Samt sem áður var það ægilega fyndið að sjá þessa ,,blámenn" uppgötva tölvuborðið okkar, reiðhjólin (þar sem á þeim voru demparar, mælar, tæknileg stýri og gúmmíhnakkur), og coka cola fótbolti, þeir hlógu voða mikið að honum..dettur mér helst í hug kvikmynd sem ég sá um daginn ,,War of the Worlds" þar sem geimverurnar voru að uppgötva nýja og stórmerkilega hluti.
Þannig var morguninn minn, í skemmu með potandi ,,local" menn sem voru að reyna að finna út hvar Ísland væri staðsett, einn þeirra giskaði á austur Evrópu og þegar við sögðum að þetta væri eyja í N- Atlandshafi opnaðist landafræðin fyrir þeim og þeir botnuðu í þessu öllu saman- allavega þóttust gera það.
Þá á gámurinn að koma í hlað á morgun. Geri mér samt engar vonir því að í Afríku geta einföldustu hlutir tekið viku.
Er núna að fara í mat með mömmu, eftir ys og þys morgunsins náði ég ekki einusinni að fá mér morgunmat þannig að ég er glorsoltin.
Endilega commenta sem mest það er svo gaman ! :)